Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Bréfið sem breytti skoðun Eiríks Guðnasonar

Mér er sagt að eftirfarandi bréf hafi farið frá forsætisráðuneytinu til Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar laugardaginn 9. febrúar sl.:

Kæri Seðlabankastjóri

Þolinmæði minni eru takmörk sett. Ég er næsti yfirmaður ykkar og sem slíkur hef ég beðið ykkur um að hætta í Seðlabankanum. Um ástæðuna vísa ég í fyrra bréf mitt.

Eiríkur minn. Sorrí, en þú þarft líka að hætta. Ef þú gerir það þá skal ég útvega þér vel launuð sérfræðistörf við eitthvað sennilegt. Þú geldur þess að vinna með Davíð. Svona er þetta bara.

Þetta er síðasta ítrekunin. Ef þið segið ekki af ykkur þá er vel hugsanlegt að ég sendi Hörð Torfason og allt hans hyski í Seðlabankann og þar mun hann búsáhaldabylta eins og hann lifandi getur. Sturla Jónsson mun líka mæta með lúðurinn sinn.

Fái ég ekki afsagnarbréf fyrir miðvikudagskvöld getur vel verið að Hörður, Sturla og anarkistaliðið mæti heim til ykkar. Ég þarf ekki nema að nefna þetta við þá félaga. Þeir gera allt fyrir mig. Hver veit nema þeir verði þá með hafnaboltakylfur í höndunum í stað búsáhalda og þokulúðra.

Ef þið farið ekki að vilja mínum veit ég að Fjármálaeftirlitið, Ríkisskattstjóri, Skattrannsóknarstjóri, Hafrannsóknarstofnun, Íslensk erfðagreining og fleiri stofnanir og fyrirtæki munu taka upp rannsóknir á athöfnum ykkar, eðli og erfðum. Þá skal allt uppi á borðinu og tali ég ekki nógu skýrt þá bíðið bara - ef þið þorið.

Virðingarfyllst, hennar heilagleiki forsætisráðherrann

Undirritaður hefur samþykkt ofangreindan texta, hans hátign, fjármálaráðherra, lanbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra, formaður VG:


mbl.is Eiríkur hættir í júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorgerður er traustur stjórnmálamaður

Þorgerður Katrín er skynsöm kona og afar traustur og góður stjórnmálamaður. Ég mun styðja hana sem varaformann.

Óljóst virðist með nýjan formann Sjálfstæðisflokksins. Eini landsfundarfulltrúinn sem tekið hefur af skarið eftir því sem ég man eftir er Bjarni Benediktsson. Hann þekki ég hins vegar lítið og ég held að þannig sé um marga aðra. Veit þó að hann er rökfastur og skynsamur maður.

Ég myndi gjarnan vilja fá fleiri til að stíga fram og gefa kost á sér í þetta mikilvæga embætti. Til dæmis væri akkur í því að fá Kristján Þór Júlíusson til að lýsa yfir framboði. Hann er margreyndur maður í sveitarstjórnarmálum, hefur góð tengsl við grasrótina eins og það heitir.


mbl.is Þorgerður Katrín ekki í formannskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinsanir þriggjamánaðaminnihlutatjórnarinnar

Þeir hafa greinilega fengið að heyra það, formenn bankaráðanna. Þeir njóta ekki trausts nýju minnihlutastjórnarinnar og skulu koma sér burt. Skiptir engu þótt hér sé um afar færa og vandaða menn, þeir skulu fara. Hvað sem það kostar, þá skal hreinsað til.

Allir þeir sem hugsanlega geta tengst Sjálfstæðisflokknum, hversu fjarlægt sem það kunni að vera, allir þeir sem einhvern tímann hafa tekið í hendina á Geir H. Haarde eða Davíð Oddsyni, skulu fjarlægðir, allir þeir sem einhvern tíman hafa verið undir sama þaki og forystumenn Sjáflstæðisflokksins eru sjálfkrafa óhæfir af því einn þeirra heitir Davíð Oddson.

Þetta eru ekki bara Magnús Gunnarsson og Valur Valsson, heldur ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu, ráðuneytisstjórinn í forsætisráðuneytinu, að sjálfsögðu Seðlabankastjórarnir og eflaust margir fleiri.

Nú ætlar þriggjamánaðaminnihlutatjórnin að koma þeim að sem henni hugnast betur, setja mark sitt á stjórnmálin til langrar framtíðar.

Verði minnihlutastjórninni að góðu. Það eru að koma þingkosningar. Sjáum hvað þá setur.


mbl.is Formenn bankaráða segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing ráðherra vegna ummæla forsetans!!!

Forseti Íslands ber einungis ábyrgð á stjórnarathöfnum með atbeina ráðherra. Í sjálfu sér er forsetinn valdalaus og ekki ætlast til að hann hafi neitt framkvæmdavald. Það veldur hins vegar vanda þegar forsetinn tjáir sig um þjóðmál rétt eins og hann væri hluti framkvæmdavaldsins.

Vandinn í þessu samhengi er einfaldlega sá að um leið og forsetinn tjáir sig um stjórnmál tekur hann viljandi eða óvildandi afstöðu og það sem verra er hann kemur ríkinu í verulegan bobba á alþjóðavettvangi.

Ráðherrar eiga ekki að þurfa að verja forseta lýðveldisins og hvað þá að þeir eigi að þurfa að leiðrétta ummæli hans.

Nú kunna ýmsir að halda því fram að með þessum orðum sé verið að múlbinda embættið. Það má vel vera að svo sé. Það er hins vegar betri kostur en hinn sem í boði er. Fyrri forsetar völdu þann kost að tjá sig lítið, hvorki í ræðu né riti. Fyrir vikið var mikil samstaða um embættið og virðing þeirra sem því gengdu nær óskoruð.

Stjórnarskrá lýðveldisins er þannig að við lýðveldisstofnunina tók forseti við störfum konungs án þess að störf þess fyrrnefnda væru að neinu marki skilgreind. Þess vegna hafa lögspekingar haft ærinn starfa við að ráða í tilganginn með hinum ýmsu greinum stjórnarskrárinnar en fæstir hafa þeir túlkað hana svo frjálslega sem núverandi forseti.

Ljóst er að mikill áhugi er á breytingum á stjórnarskránni og því næsta öruggt að breytingar verða á forsetaembættinu.

Ýmislegt bendir til þess að forsetaembættið muni verða aflagt í núverandi mynd þegar núverandi kjörtímabili lýkur.


mbl.is Óbreytt afstaða stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun stýrivaxta veldur enn meiri skerðingu

Svo eru líkur til að ávöxtun lífeyrissjóðanna skerðist með fyrirhugaðri lækkun stýrivaxta. Það verður greinilega ekki bæði haldið og sleppt í þessum málum. Þvert á móti bendir allt til að stýrivaxtalækkunin muni valda mestri skerðingu á lífeyririsgreiðslum því hvernig eiga sjóðirnir núna að ávaxta sig þegar útrásarbankarnir eru allir?
mbl.is Skerða lífeyri um allt að 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegið að faglegu sjálfstæði Seðlabankans

Auðvitað er hægt að losna við menn, hreinsa til af pólitískum hvötum. Það er rétt sem Sigurður Líndal á við að faglega stafi nú varla nein hætta af því að einn af bankastjórum Seðlabankans sé lögfræðingur og hinir tveir hagfræðingar. Af hagfræðingum er nú enginn hörgull en mikilvægt er að stjórnun bankans sé í styrkum höndum. Starfsmenn bankans hafa sjálfir lýst því yfir.

Nú, næst á dagskránni verður líklega að þvinga í gegnum Alþingi lög um breytingu á starfi Seðlabankastjóra svo hægt sé að koma nýjum manni að.

Með þessu öllu er vegið að faglegu sjálfstæði Seðlabankans, nokkuð sem núgildandi lög áttu að koma í veg fyrir. Síðan má búast við því að bankinn verði stjórnlaus í nokkrar vikur meðan verið er að ganga í gegnum ráðningarferli. Það er ekkert ósvipað því stjórnleysi sem viðgengist hefur síðustu tvær vikur í Fjármálaeftirlitinu.


mbl.is Það er hægt að losna við menn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ásta Möller, öflugur fagstjórnmálamaður

Ásta Möller hefur sýnt það og sannað í störfum sínum fyrir Sjáflstæðisflokkinn og á Alþingi að hún er trautsins verð. Hún er sá af þingliði flokksins sem hefur yfirburðaþekkingu í heilbrigðismálum og þá skoðun að verja beri heilbrigðiskerfið af öllum mætti, en laga þó að breyttum aðstæðum.

 Um daginn lagði hún fyrirspurn fyrir nýjan heilbrigðisráðherra. Við það tækifæri sagði Ásta:

Sjúklingar hafa þurft að greiða umtalsverðar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu. Á árinu 2007 greiddu um 15 þúsund manns yfir 100 þúsund krónur úr eigin vasa vegna heilbrigðisþjónustu og þar af eru um 500 manns sem hafa borið kostnað yfir 250 þúsund krónur. 10 einstaklingar þurftu á árinu 2007 að greiða á bilinu 570-890 þúsund krónur vegna heilbrigðisþjónustu. Þessar tölur eru fyrir utan tannlæknakostnað, sem getur verið umtalsverður, eins og fólki er kunnugt. 

Af þessu má sjá að Ásta hefur áhyggjur af stöðu mála og gerir sér grein fyrir því að enn er margt ógert.

Ég treysti Ástu Möller til góðra verka í heimlbrigðismálum. Hún er frábær fagstjórnmálamaður, hefur að baki mikla menntun og slíkt fólk þurfum við sjálfstæðismenn þurfum nauðsynlega að hafa á Alþingi.

Ég styð Ástu mun styðja Ástu af alefli í næsta prófkjöri og hvet alla til að veita henni brautargengi í þriðja sæti listans í Reykjavík.


mbl.is Ásta Möller fer í 3. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð á ekki að segja af sér

Ástæða er til að fanga þessu. Davíð Oddsson var ráðinn tímabundið til að veita Seðlabankanum forstöðu. Það hefur hann gert í samvinnu við ríkisstjórnir á þessum tíma. Meðal þeirra ráðherra sem hafa starfað með Davíð er Jóhanna Sigurðardóttir. Hvorki hún né aðrir gerðu athugasemdir við störf Seðlabankans og bera því jafna ábyrgð á peningamálastefnunni og stjórnendur bankans.

Tilgangurinn með sjálfstæði Seðlabankans var fyrst og fremst að hann hefði tækifæri til að starfa að stefnu sinni og ríkisstjórnar án ótilhlýðilegrar íhlutunar annarra, þar með eru taldir ráðherrar.

Ætli nú ístöðulítið fólk að halda áfram að leggja Davíð í einelti er ástæða til að vekja athygli á ráðherrum Samfylkingarinnar og þingmönnum. Davíð starfaði í skjóli þeirraf og gerir enn.

Svo má vekja athygli á því að fátt hefur breyst frá því minnihlutastjórnin tók víð. Ekkert nýtt hefur komið fram nema það eitt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist mjög sáttur við þróun efnahagsmála frá hruninu. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyn skiptir engu frekar eldmóður og vilji

Seint ætlar fólk að uppgötva þáeinföldu staðreynd að það sem skiptir máli eru þau verkfæri sem notuð eru og hvernig þeim er beitt. Kynferði kemur þessu ekkert við - þvert á móti ræður getan og viljinn til að taka á málum.

Hins vegar er það áhyggjuefni ef eldmóðinn skortir. Hvað minnihlutastjórnina varðar virðist aðeins eitt standa upp úr en það er hatrið á Davíð Oddsyni. Stjórnin heldur að með því að hann sitji ekki lengur í Seðlabankanum verði allt miklu auðveldar. Auðvitað eru þetta aðeins sjónhverfingar sem koma engum að haldi.


mbl.is Öld testósterónsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar geta valdið enn meiri og alvarlegri kreppu

Ég skil ekki alveg hvernig megi samræma hvalveiðar og hvalaskoðun. Þetta eru tvær gjörólíkar atvinnugreinar. Sú síðarnefnda hlýtur að lúta í lægra haldi fyrir hinni.

Ég skil rökin fyrir hvalveiðum en ég held að álit almennings í öðrum löndum muni, með réttu eða röngu, valda þjóðinni miklum búsifjum. Við vitum að margvísleg náttúruverndarsamtök munu beina spjótum sínum að Íslandi vegna hvalveiðanna. Þau gera það við Japan sem er þó mun fjölmennara og öflugra ríki. 

Við eigum undir högg að sækja vegna meints gjaldþrots ríkisins og hvalveiðar verður ekki til að bæta úr skák þegar almenningur í Evrópu og Bandaríkjunum taka að sniðganga íslenskar vörur og ferðamönnum tekur að fækka. Þá verður nú fokið í flest skjól því fæstir hafa nokkurn áhuga eða áhyggjur af efnahagsþrengingum okkar.

Munum að þrátt fyrir að ýmsir segi að það sé okkar fullveldisréttur að veiða hvali þá telja tugir milljóna manna það tóma vitleysu því hvalirnir séu hluti af náttúru jarðar og fjölmargir munu leggja fé og vinnu til að mótmæla hvalveiðum. 


mbl.is Hvalveiðar í sátt við ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband