Davíð á ekki að segja af sér

Ástæða er til að fanga þessu. Davíð Oddsson var ráðinn tímabundið til að veita Seðlabankanum forstöðu. Það hefur hann gert í samvinnu við ríkisstjórnir á þessum tíma. Meðal þeirra ráðherra sem hafa starfað með Davíð er Jóhanna Sigurðardóttir. Hvorki hún né aðrir gerðu athugasemdir við störf Seðlabankans og bera því jafna ábyrgð á peningamálastefnunni og stjórnendur bankans.

Tilgangurinn með sjálfstæði Seðlabankans var fyrst og fremst að hann hefði tækifæri til að starfa að stefnu sinni og ríkisstjórnar án ótilhlýðilegrar íhlutunar annarra, þar með eru taldir ráðherrar.

Ætli nú ístöðulítið fólk að halda áfram að leggja Davíð í einelti er ástæða til að vekja athygli á ráðherrum Samfylkingarinnar og þingmönnum. Davíð starfaði í skjóli þeirraf og gerir enn.

Svo má vekja athygli á því að fátt hefur breyst frá því minnihlutastjórnin tók víð. Ekkert nýtt hefur komið fram nema það eitt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn virðist mjög sáttur við þróun efnahagsmála frá hruninu. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband