Ásta Möller, öflugur fagstjórnmálamaður

Ásta Möller hefur sýnt það og sannað í störfum sínum fyrir Sjáflstæðisflokkinn og á Alþingi að hún er trautsins verð. Hún er sá af þingliði flokksins sem hefur yfirburðaþekkingu í heilbrigðismálum og þá skoðun að verja beri heilbrigðiskerfið af öllum mætti, en laga þó að breyttum aðstæðum.

 Um daginn lagði hún fyrirspurn fyrir nýjan heilbrigðisráðherra. Við það tækifæri sagði Ásta:

Sjúklingar hafa þurft að greiða umtalsverðar upphæðir vegna heilbrigðisþjónustu. Á árinu 2007 greiddu um 15 þúsund manns yfir 100 þúsund krónur úr eigin vasa vegna heilbrigðisþjónustu og þar af eru um 500 manns sem hafa borið kostnað yfir 250 þúsund krónur. 10 einstaklingar þurftu á árinu 2007 að greiða á bilinu 570-890 þúsund krónur vegna heilbrigðisþjónustu. Þessar tölur eru fyrir utan tannlæknakostnað, sem getur verið umtalsverður, eins og fólki er kunnugt. 

Af þessu má sjá að Ásta hefur áhyggjur af stöðu mála og gerir sér grein fyrir því að enn er margt ógert.

Ég treysti Ástu Möller til góðra verka í heimlbrigðismálum. Hún er frábær fagstjórnmálamaður, hefur að baki mikla menntun og slíkt fólk þurfum við sjálfstæðismenn þurfum nauðsynlega að hafa á Alþingi.

Ég styð Ástu mun styðja Ástu af alefli í næsta prófkjöri og hvet alla til að veita henni brautargengi í þriðja sæti listans í Reykjavík.


mbl.is Ásta Möller fer í 3. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Dálítið sérkennileg tímasetning á þessari fyrirspurn, hefði GuðlaugurÞór  ekki verið í betri aðstöðu til að svara þessari spurningu hafandi setið í embættinu þessi tvö undangengin ár? En ef þetta eru réttar upplýsingar sem Ásta býr yfir þá hefur eitthvað brugðist í okkar góða heilbrigðiskerfi. Var þetta nokkuð fólk sem hefur verið að borga sig framfyrir biðlista?

Gísli Sigurðsson, 8.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband