Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Köllum svona fólk réttum nöfnum

Er ekki í lagi að fara að kalla þetta fólk sínum réttu nöfnum? Hér eru áreiðanlega ekki um „mótmælendur“ að ræða heldur fólk sem kemur af allt öðrum hvötum og miður geðslegum.

Það er alveg ljóst að fólk sem vill tjá sig um efnahagsþreningar þjóðarinnar kemur ekki saman síðla laugardagskvölds. Held að flestir geti nú séð í gegnum svoleiðis skrum.

Að sjálfsögðu á lögrelgan að hreinsa til á torginu, leyfa þessu fólki að hvíla sig á kostnað skattborgaranna.


mbl.is Enn reynt að kveikja eld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kratarnir kunna bakstunguna

Þaðer ekki fallegur leikur sem þeir kratarnir iðka, stinga formann sinn í bakið hvenær sem færi gefst. Nýlundan er hins vegar sú að nú er það fyrrum formaður Alþýðuflokksins sem grípur til kutans og rekur hann svo langt sem hann drífur og snýr.

Jón Baldvin var kallinn í brúnni sem fiskaði ekki. Þrátt fyrir miklar gáfur, enn meiri mælsku og gríðarlega þörf fyrir kastljósið vildi svo einkennilega til að kjósendum hugnaðist hann aldrei, framboðið var einfaldlega óþægilega meira en eftirspurnin. Líklega glaðnaði eitthvað yfir vinsælum hans eftir að hann kom úr áralangri útlegð á vegum skattborgaranna. Þá voru komnar nýjar kynslóðir og margir dáðu hann og elskuðu fyrir það sem haldið var að hann væri.

Og Jón Baldvin kann bakstunguna, hann hefur iðkað hana áður. Skyldi kallinn hafa erindi sem erfiði af þessari yfirlýsingu sinni? Varla ...


mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylking og VG = Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag

Þetta fólk gat ekki búið saman í Alþýðuflokki eða Alþýðubandalagi. Það gat ekki sameinast um einn vinstri flokk og þess vegna varð Samfylkingin og Vinstri grænir til.

Þarna var fyrst og fremst um að ræða nafnabreytingar rétt eins og samviskulaus kapítalisti stofnar nýtt fyrirtæki þegar orðspor annars hefur farið fjandans til.

En hvað hefur breyst? Sárafátt. Jón Baldvin vokir enn yfir krötum og Ólafur Ragnar er allt um kring.

Ekki sér fyrir endan á áratugalangri þrautagöngu vinstri manna. Hamingja þeirra virðist þó fólgin í einhvers konar samstarfi, ef ekki sameiningu á má treysta á einhvers konar samband í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Ástæða er til að hvetja vinstri menn til áframhaldandi sameiningartilraunar. Fyrst ekki var hægt að sameina Alþýðuflokkinn og Alþýðubandalagið þá hlýtur að vera hægt að sameina Samfylkinguna og Vinstri græna. Eða hvað?

Fyrir alla muni myndið kosningabandalag, lofið stjórnarsamstarfi fyrir næstu kosningar, búið til stjórnarsáttmála og farið á rauðu ljósi um allt land. Kjósendur eiga að sjálfsögðu rétt á að vita hvað bíður þeirra.


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldsemi orðin dyggð hjá þingmanni VG

Hvers vegna býðst Evrópski seðlabankinn til að veita umsögn um frumvarpið um Seðlabankann? Þetta er áleitin spurning.

Hins vegar telur viðskiptanefnd Alþingis sig ekki hafa tíma til að bíða eftir umsögn. Sá grunur læðist að manni að eitthvað kunni að vera meira í ólagi í þessu frumvarpi en hæfiskrafa bankastjórans. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gerði sem kunnugt er athugasemd um þann lið.

Nú er allt í einu íhaldsemin orðin dyggð hjá Álfheiði Ingadóttur, þingmanni VG. Húnvill ekki „brjóta venju“. Þjóð sem er í dýpstu efnahagskreppu sem hugsast getur gæti nú alveg grætt svolítið á því að fá aðstoð erlendis frá. Nema því aðeins að asinn og lætin við að koma Davíð Oddsyni frá skipti meira máli en allt annað. 

Ásta Möller, alþingismaður, segir á í bloggi sínu http://astamoller.blog.is:

...að þar sem íslenskt fjármálaumhverfi væri byggt á lögum sem hefðu uppruna í evrópski löggjöf væri mikilvægt að fá umsögn Evrópska seðlabankans á frumvarpinu, sem hefði sérþekkingu á málinu.

Skipta þessi rök engu máli


mbl.is Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EFBFBSSVDLSL hreyfingin krefst kaffiboðs hjá Jóhönnu

„Raddir fólksins“ eru raddir sumra, ekki allra. Viðurkennum það bara. Svona nafngiftir eru snobb á borð við „Alþýðu“flokkinn, „Alþýðu“bandalagið, „Íslands“hreyfingin og önnur nöfn sem minnihlutahópar velja sér til að sýnast stærri eða merkilegri en þeir eru.

Við erum hérna nokkur sem nefnumst BARÁTTUHREYFINGIN FYRIR BÆTTU SIÐFERÐI Í STJÓRNMÁLUM, VIÐSKIPTUM OG DAGLEGU LÍFI EN SÉRSTAKLEGA Á LAUGARDÖGUM.

Við viljum endilega fá að ræða við heilaga Jóhönnu um stöðu Seðlabankans og Davíð Oddson vegna þess að við erum ekki alveg viss um að „Raddir fólksins“ hafi túlkað skoðanir okkar að neinu leyti. Við gerum þá kröfum til Jóhönnu að hún bjóði okkur í kaffi og kleinur (te handa mér, takk) og hún hlusti á kröfur okkar um Seðlabankann og ríkisstjórnina.

Svo finnst mér svona persónulega að Veðurstofustjóri þurfi að segja af sér. Svona veðurfar er ekki neinni þjóð bjóðandi sérstaklega þegar efnahagskreppa ríður yfir.

Hér í lokin verð ég að fá að segja frá landssamtökunum „EYRU FÓLKSINS“. Þau hafa frá upphafi kreppunnar verið gjörsamlega hundsuð og misnotkuð af hljóðvarpi, sjónvarpi, lúðrum Sturlu og kjaftagangi í heitu pottunum. Þetta fólk hefur ekkert gert af sér en þarf nú að þola efnahagshremmingar af stærðargráðu sem hingað til hefur verið óþekkt nú nú þarf það að þola hávaðann frá „Röddum fólksins“. Hversu illa er ekki hægt að fara með meirihlutahóp þjóðarinnar?


mbl.is Raddir fólksins funduðu með forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlu flokkarnir verða enn smærri

Um þessar mundir er án efa mikil deigla í þjóðfélaginu. Aðeins tæp sextíu prósent taka afstöðu og þotuliðið frá síðustu könnun virðist dala, Framsóknarflokkurinn og VG.

Mesta athygli vekja þó afdrif litlu flokkanna. Frjálsyndir virðast ekkert erindi eiga upp á dekk - enn sem komið er. Allt í klofningi á þeim bæ. Hins vegar er engin ástæða til að afskrifa áhrif formannsins í NV kjördæmi, góður árangur þar gæti dregið dilk á etir sér annar staðar. Hins vegar finnst mér eiginlega að tími flokksins í heildina sé kominn - hann ætti að hætta.

Þrátt fyrir mikið blogg og ferðalög um hina og þessa fjölmiðla virðist uppskera Ómars Ragnarssonar og Íslandshreyfingarinnar ekki mikil. Ómar er kannski ekki mikill stjórnmálamaður en hann er öflugur álitsgjafi þó svo að hann dragi ekki að sér atkvæði. Ég er ekki alltaf sammála Ómari, stundum fer hann með bölvaða vitleysu, en staðfesta hans í umhverfis- og náttúruvernd er aðdáunarverð

Samkvæmt niðurstöðu skoðnakannarinnar liggur þríflokkastjórn vinstri flokkanna í loftinu. Það verður ekki eftirsóknrvert miðað við það sem nú er að gerast í minnihlutastjórninni sem virðist hafa það eitt að markmiði að hreinsa út úr stjórnkerfinu meinta Sjálfstæðismenn.


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„Tveir flokksgæðingar“

Það er framlag hans til stöðugleikan í landinu," sagði Steingrímur og bætti við að svo virtist sem flokkurinn hafi meiri áhyggjur af atvinnu tveggja flokksgæðinga en atvinnuleysi 13-14 þúsund manns. 

Svona er þetta með hann Steingrím. Hann getur ekki haldið grímunni, missir sig einatt í æsingnum. Í gær virtist hann vera hinn rólegi og yfirvegaði stjórnmálamaður sem vildi fá Val Valsson og Magnús Gunnarsson til að halda áfram sem formenn tveggja bankaráða.

Í dag er Steingrímur eins og hann á að sér að vera og kallar þá Val og Magnús „flokksgæðinga“.

Þar með vitum við það.

Jóhann er búin að lýsa því yfir að það þurfi að hreinsa til í bankaráðunum og Steingrímur vill „flokksgæðinga“ Sjálfstæðisflokksins út. 


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin gjörsamlega heyrnarlaus og minnislaus?

Man þessi Össur ekki neitt? Var það ekki Samfylkingin, formaður hennar, Össur og fleiri þingmenn sem héldu því fram að stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkin væri sjálfhætt myndi landsfundur hans hafna aðildarviðræðum um inngöngu í ESB?

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að vinna að undirbúning þess að ræða ESB aðild á næsta landsfundi. að hefur ekkert breyst. Vandað hefur verið til undirbúningsins og má fullyrða að enginn flokkur hafi rætt þetta mál betur. Hins vegar sýnist mér að pólitík Össurar og annarrra Samfylkingarmanna sé orðin svo stæk að mikill meirihluti landsfundarins mun hafna aðildarviðræðum.

Ég hef hingað til verið afar tvístígandi í þessum málum en hallast nú helst að því að við eigum að láta ESB algjörlega eiga sig í bili.

En hvar standa Vinstri grænir? Hvaða hænufet hafa þeir stigið í áttina að ESB? Því er fljótsvarað, ekkert, alls ekkert! Samfylkingin hefur ekki heldur krafst eins eða neins varðandi ESB af VG, stjórnarsamstarfinu er ekki sjálfshætt vegna ESB, engar kröfur eru um krónuna, engar kröfur eru um Evru. Samfylkingin er gjörsamlega minnislaus og heyrnarlaus.

VG mun aldrei samþykkja inngöngu inn í ESB, miklu minni líkur eru á því en að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki inngönguna. 


mbl.is Eitt hænufet til Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Mogginn að klikka á fyrirsagnagerð?

Mogginn

Athygli mín vaknaði þegar ég las fyrirsögnina; „Enn einn í formannsslag“. Gekk út frá því sem vísu að nýr maður hefði ákveðið að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni.

Nei, Bjarni er bara sá eini sem hefur ENN hefur lýst yfir framboði.

Jæja. Þá er það eitt eftir að kvarta undan Mogganum sem er æ slakari í fyrirsagnasmíðinni. Ég man það frá því ég stundaði blaðamennsku í gamla daga að mikil áhersla var lögð á fyrirsagnir. Þetta lærði ég síðar í markaðsmálunum og ekki síður í almannatengslunum. Fyrirsögnin dregur lesandann að efni greinarinnar. Hver einasta frétt og grein er í samkeppni við aðrar og framboðið er svo mikið að venjulegur maður kemst ekki yfir að lesa allt. Þar með veltur svo óskaplega mikið á fyrirsögninni - jú, og kannski einnig mynd.

Í morgun var frétt á forsíðu Moggans með þessari fyrirsögn: „Félög skrá á Tortola eru 136 talsins“. Af hverju var fyrirsögnin ekki „136 fyrirtæki skráð á Tortola“? Fréttin er hins vegar svakalegt innlegg í umræðuna um bankahrunið. Greinilegt að Moggin leggur mikla vinnu í rannsóknir.


mbl.is Enn einn í formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ávirðing á fjármálaráðherra og forsætisráðherra

Okkur er ljóst að í báðum stjórnarflokkunum eru uppi óskir um mannabreytingar í stjórnum bankanna og á Alþingi í gær staðfesti forsætisráðherra að það væri til umræðu.

Svo segir í bréfi Vals Valssonar og Magnúsar Gunnarssonar þegar þeir tilkynntu fjármálaráðherra um afsagnir sínar. 

Brott för þeirra tvímenninga frá bönkunum verður að teljast meiriháttar ávirðing fyrir fjármálaráðherra og ekki síður forsætisráðherra. Þessir menn hafa hingað til verið taldir mjög hæfir og grandvarir í störfum sínum. Þeir gera ekki uppiskátt um ástæður sínarr aðrar en orð forsætisráðherra og meintar óskir um mannabreytingar.

Forsætisráðherra talar ógætilega og góðir menn telja að sér vegið. Fleiri en forseti lýðveldisins þurfa að gæta orða sinna nema því aðeins að það sé rétt að hreinsanir séu hafnar á vegum þriggjamánaðaminnihlutastjórnarinnar.


mbl.is Standa við afsagnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband