Íhaldsemi orðin dyggð hjá þingmanni VG

Hvers vegna býðst Evrópski seðlabankinn til að veita umsögn um frumvarpið um Seðlabankann? Þetta er áleitin spurning.

Hins vegar telur viðskiptanefnd Alþingis sig ekki hafa tíma til að bíða eftir umsögn. Sá grunur læðist að manni að eitthvað kunni að vera meira í ólagi í þessu frumvarpi en hæfiskrafa bankastjórans. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn gerði sem kunnugt er athugasemd um þann lið.

Nú er allt í einu íhaldsemin orðin dyggð hjá Álfheiði Ingadóttur, þingmanni VG. Húnvill ekki „brjóta venju“. Þjóð sem er í dýpstu efnahagskreppu sem hugsast getur gæti nú alveg grætt svolítið á því að fá aðstoð erlendis frá. Nema því aðeins að asinn og lætin við að koma Davíð Oddsyni frá skipti meira máli en allt annað. 

Ásta Möller, alþingismaður, segir á í bloggi sínu http://astamoller.blog.is:

...að þar sem íslenskt fjármálaumhverfi væri byggt á lögum sem hefðu uppruna í evrópski löggjöf væri mikilvægt að fá umsögn Evrópska seðlabankans á frumvarpinu, sem hefði sérþekkingu á málinu.

Skipta þessi rök engu máli


mbl.is Afþökkuðu umsögn Seðlabanka Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband