Litlu flokkarnir verða enn smærri

Um þessar mundir er án efa mikil deigla í þjóðfélaginu. Aðeins tæp sextíu prósent taka afstöðu og þotuliðið frá síðustu könnun virðist dala, Framsóknarflokkurinn og VG.

Mesta athygli vekja þó afdrif litlu flokkanna. Frjálsyndir virðast ekkert erindi eiga upp á dekk - enn sem komið er. Allt í klofningi á þeim bæ. Hins vegar er engin ástæða til að afskrifa áhrif formannsins í NV kjördæmi, góður árangur þar gæti dregið dilk á etir sér annar staðar. Hins vegar finnst mér eiginlega að tími flokksins í heildina sé kominn - hann ætti að hætta.

Þrátt fyrir mikið blogg og ferðalög um hina og þessa fjölmiðla virðist uppskera Ómars Ragnarssonar og Íslandshreyfingarinnar ekki mikil. Ómar er kannski ekki mikill stjórnmálamaður en hann er öflugur álitsgjafi þó svo að hann dragi ekki að sér atkvæði. Ég er ekki alltaf sammála Ómari, stundum fer hann með bölvaða vitleysu, en staðfesta hans í umhverfis- og náttúruvernd er aðdáunarverð

Samkvæmt niðurstöðu skoðnakannarinnar liggur þríflokkastjórn vinstri flokkanna í loftinu. Það verður ekki eftirsóknrvert miðað við það sem nú er að gerast í minnihlutastjórninni sem virðist hafa það eitt að markmiði að hreinsa út úr stjórnkerfinu meinta Sjálfstæðismenn.


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband