Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Tveir þriðju þjóðarinnar í einu borgríki - della

Er það virkilega forgangsatriði í sveitarstjórnarmálum að búa til eitt sveitarfélaga sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur? Íbúar í sveitarfélaginu verða þá 201.657, tveir þriðju þjóðarinnar sem búa á innan við 5% af landinu. Þetta sveitarfélag verður svo öflugt að það getur einfaldlega boðið löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu birginn og restin af þjóðinni mun ekki geta rönd við reist.

Þetta er fullkomin vitleysa og mun aldrei verða til annars en að búa formlega til borgríki eiginhagsmuna, dæmigert 101 Reykjavík með þeirri þröngsýni sem þar ríkir um landið allt og þjóðina.

Það sem mestu máli skiptir er að viðhalda fjölbreyttni í sveitarfélögum landsins, leyfa þeim að blómstra, hverju á sinn hátt svo fólk eigi einhverra kosta völ um búsetu og atvinnutækifæri. 


mbl.is Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkileg tilraun til að þykjast

Þessi þingkona Framsókarnflokksins getur þanið sig, blótað og rifið fram og til bak og þóst uppfull heilagri reiði. Hún veit betur. Hún veit að hver og einn mótmælandi ber ábyrgð á sjálfum sér. Enginn er í hættu þó þingfundur sé haldinn. 

Nú ætla einhverjir þingmenn að ríða á öldufaldi mótmæla og þykjast nú vera í sama liði. Tengslin við fortíðina verða þó ekki rofin. Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á stöðu mála rétt eins og aðrir flokkar og ábyrgð Helgu Sigrúnar Harðardóttur, þingmanns, er ekki lítil.

Munnsöfnuður hennar er henni ekki til sóma hvað þá sú tilraun hennar að reyna að skilja sig frá öðrum þingmönnum og vera á bandi mótmælenda. Ábyrgð hennar er jafnmikil fyrir því. Ef við eigum að sparka þingmönnum þá flýgur Helga Sigrún líka. Og farið hefur fé betra. 


mbl.is Helvítis lyddugangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða hryðjuverkalög sett á íslensku svanina?

Hvar endar þetta? Fyrst voru það íslensku bankarnir, svo íslenska krónan og nú eru það blessaði svanirnir okkar. Næst verður áreiðanlega kvartað undan áreitni íslenska þorksins. 

Nærtækast er fyrir breks stjórnvöld að beita hryðjuverkalögunum gegn þessum svönum. Það gerðu þau alla vega þegar íslensku bankarnir voru farnir að vera til óþæginda. Við skulum bara vona að ekki verði gerðar kröfur til að íslensk þjóð þurfi að greiða fyrir aðgerðina „Operation Icelandic Swans“ ...


mbl.is Vilja íslensku svanina burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi þýðir minni verðmætasköpun

Unemployment rateAtvinnuleysi hlýtur í eðli sínu að vera kreppuvaldandi þar sem neysla mun áreiðanlega dragast saman sem hefur aftur áhrif þau á atvinnulífið að samdráttur hefst með tilheyrandi uppsögnum og þannig heldur spíralþróunin áfram. Atvinnuleysi er mannskemmandi fyrirbrigði, hefur slæm áhrif á sálarlíf hvers einstaklings og dregur óhjákvæmilega úr skapandi hugsun. Niðurstaðan er afar slæm fyrir samfélagið þó ekki sé talað um annað en minnkandi verðmætasköpun. Hins vegar er atvinnleysi á Íslandi enn um það bil það sem er í fjölmörgum öðrum löndum Vestur-Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum. Verst er ástandið á Spáni og staðan í Frakklandi og Þýskalandi er svipuð og hér á landi. Fámenn þjóð hefur ekki efni á öðru en að halda öllum sem vettlingi geta valdið að vinnu.

Verkefni ríkisstjórnarinnar er í senn afar einfalt en þó flókið í útfærslu. Það er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og halda þeim gangandi auk þess að byggja upp og hvetja til rekstrar sem er verðmætaskapandi. Um leið þarf hann annað hvort að koma í stað innflutnings eða vera miðast við útflutning.


 


mbl.is Spá 9,6% samdrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá hægri vænginn aftur

Ástæða er til að fagna því að Framsóknaflokkurinn ætli að flytjast aftur heim á miðju stjórnmálanna. Þar á hann heima ásamt Samfylkingunni, Frjálslyndum, og stórum hluta VG. Okkur Sjálfstæðismönnum þykir bara ágætt að fá hægri vænginn til okkar nota eftir áralanga misnotkun Framsóknarmanna á honum. Kannski að fuglinn geti nú flogið.

 Svo má benda á að skógrækt og landgræðsla geta svo sannarlega verið umhverfisspjöll eða þáttur í þeim. Ræktun barrskóga á Íslandi er t.d. mjög umdeild, framræsing mýra eru umhverfisspjöll en eru í sjálfu sér landgræðsla, útbreiðsla lúpínu þykir mörgum afar mikil landspjöll enda jurt sem upprunnin er úr öðrum vistkerfum og svo má lengi telja. Margir telja uppgræðslu víðáttumikilla sanda vera hin mestu umhverfisspjöll.

Bendi bara á að þessu klifi um náttúruvernd og umhverfismál verða að fylgja einhverjar skynsamlegar meiningar. Það er nefnilega verra að sveifla röngu tré en öngvu.


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsing sem vekur enn fleiri spurningar, slakt PR

Grundvallaratriðið í almannatengslum er að yfirlýsing svari spurningum. Afar slæmt er ef yfirlýsingin vekur upp fleiri spurningar en hún svarar.

Ég hef lesið yfirlýsinguna og þá vakna þessar spurningar: 

 

  •  Hvers vegna gat Al Thani fjölskyldan ekki keypt í Kaupþingi í eigin nafni eða í nafni fjárfestingafélga í eigu hennar?
  • Hvers vegna lánar Kauþing banki stórauðugum aðila fé til fjárfestingar í bankanum? Af hverju fékk fyrirtækið Q Iceland Finance ehf. ekki þetta lán, það var þó kaupandi hlutins?
  • Var félagið sem Ólafur gerðist eigandi að sérstaklega stofnað í þeim tilgangi að lána Al Thani fjölskyldunni fé til hlutafjarkaupa.
  • Þegar um er að ræða svona gríðarleg viðskipti er það nokkur fráhvarfssök þótt milligönguaðil fái einhverja þóknun eða greiðslu fyrir vikið?
  • Hvernig getur umrædd fjölskylda hafa styrkt bankann á þessum tíma? Í yfirlýsingunni segir að þá hafi ríkt umrót á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Var það ekki tími fyrir alla fjársfesta og þar með talið Al Thani fjölskylduna að halda að sér höndum?

 

Þetta er svona það sem flögraði í gegnum kollinn á mér við lestur yfirlýsingarinnar.

Og svo er best að nota tækifærið ... Er mögulegt að fá fé lánað hjá Ólafi Ólafssyni feinar islenskar krónur án persónulegra ábyrgða eða veða. Var að velta fyrir mér smápeningum, ca. 20.000.000 króna.

 


mbl.is Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lág verðbólga, mikið atvinnuleysi

Athyglisvert að sjá vernig heimskreppan er að leika löndin í Evrópusvæðinu. Nú er spáð enn frekari samdrætti og hann hlýtur að koma við hér á landi. Í ljósi umræðna um aðild að ESB er áhugavert að skoða verðbólguna í sambandinu. Þá kemur í ljós aðhún er víðast í ríkjum vestur Evrópu frá 1,8% í Frakklandi og upp í 3,5% í Grikklandi. Við leikmenn getur þar með ályktað að verðlag sé frekar stöðugt í Evrópu. Skoðum þá atvinnuleysistölurnar. Þá kemur í ljós að minnst atvinnuleysi var í Hollandi, 3,4%, en mest á Spáni, 13,8%. Yfirleitt er atvinnuleysið 6,5% eða meira.



mbl.is Spá 1,9% samdrætti á evrusvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nýtt að Framsóknarmenn flaski á tölum

Ástæða er til að óska Framsóknarmönnum til hamingjum með nýja forystu. Vonandi verður hún þeim til gæfu, ekki veitir af, brekkan er löng uppávið.

Hins vegar er það ekki nýtt að heyra um vankunnáttu Framsóknaranna. Einu sinni var talað um „Egilsstaðasamþykkt“ og var þá átt við að þeir samþykktu einhvern timann á Egilsstöðum að Ísland hafi verið skuldlaust í upphafi Viðreisnar. Gátu sem sagt ekki talið heldur létu sér nægja að álykta þvert ofan í staðreyndir.

Fræg er sagan af prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík þegar barist var á móti Alfreð Þorsteinssyni og hann féll. Þá var talið aftur og aftur þangað til hann komst upp í annað eða fyrsta sætið.

Hins vegar er ekkert grín að vera í talninganefnd, hvort sem það er í prófkjörum, almennum kosningum eða kosningum á landsfundum. Starfinu fylgir álag, mikilvægt er að vera talnaglöggur og skynsamur. Svo sakar ekki að kunna doldið á Excel og brúka það ágæta forrit til að stemma af atkvæðin. Það verður hins vegar að segja að það er mikil ávirðing að kynna röng úrslit. Ábyrgðin er auðvitað formanns kjörstjórnar og hann axlaði hana og sagði af sér. Að þessu leyti mega margir stjórnmálamenn líta til Framsóknarflokksins sem fyrirmyndar.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Samfylkingin að fara á taugum?

Það er alltaf gamla sagan með kratanna. Þeir skila sjaldnast sinn vitjunartíma. Eftir tæp tvö ár í ríkisstjórn eru þeir margir enn í stjórnarandstöðu. Ef til vill minnihluti, en hann er afar hávær og það er segin saga að kratar hlusta aðeins á þá sem hæst hrópa. Og nú hefur framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar misst sig, skilur ekkert í öllum þessum hávaða og vill hætta. Taugarnar eru við það að bresta hjá æ fleiri krötum.

Er það ekki rétt hjá honum? Á Samfylkingin ekki að hætta í ríkisstjórninni og leggja í kosningar? Er það ekki það sem er mest áríðandi í miðri kreppu?

Jú, auðvitað. Framkvæmdastjórinn ætti manna best að vita að það er ekkert verið að gera. Engin vinna í ríkisstjórninni eða ráðherrum. Viðskiptaráðherra situr iðjulaus, iðnaðarráðherra áhugalaus, félagsmálaráðherra að snyrta neglurnar og utanríkisráðherra er að spegla sig í mótmælunum. Og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru auðvitað að úthugsa einhverjar spillingarleiðir, reyna að klekkja á alþýðunni.

Nei. Nú er eiginlega nóg komið. Þurfa ráðherrar Samfylkingarinnar ekki að standa upp og segja flokksmönnum sínum hvað ríkisstjórnin er að gera, hvað ráðuneytin og stofnanir eru nú að bardúsa frá morgni til kvölds? Meir'að segja ég virðist vita meira um verkefni ríkisstjórnarinnar en þessir huglausu stjórnarandstæðingar í Samfylkingunni.

Þetta stjórnarsamstarf virðist vera endurtekning á ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir stjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ríkisstjórnin lék þar á reiðiskjálfi vegna innbyrðis átaka ráðherra krata og allt sem sagt var innan stjórnarinnar lak út.

Það er ekki nema eðlilegt að Sjálfstæðismenn spyrji hvort Samfylkunni sé treystandi í ríkisstjórnarsamstarfi.


mbl.is Skúli Helgason: Krafa um breytingar á rétt á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðveldar göfugur tilgangur endurnýjun þorskstofnins?

Bregður nú nýrra við. Varla getur viðgangur þorsksstofnins verið í öfugu hlutfalli við ganginn í efnahagslífi þjóðarinnar. Ekki hef ég heldur mikla trú á því að möguleikar þorskstofnsins til endurnýjunar séu meiri þegar á hann er gengið í þeim göfuga tilgangi að endurræsa efnahagslífið.

Af tvennu illu ætti nú að vera skárra að láta þorskstofnninn óskertan þar sem ljóst er að hann þolir varla 130.000 tonna heildarafla og umræður á síðasta ári leiddu það í ljós að ómögulegt væri að auka við kvótann.


mbl.is Þorskkvóti aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband