Ekki nýtt að Framsóknarmenn flaski á tölum

Ástæða er til að óska Framsóknarmönnum til hamingjum með nýja forystu. Vonandi verður hún þeim til gæfu, ekki veitir af, brekkan er löng uppávið.

Hins vegar er það ekki nýtt að heyra um vankunnáttu Framsóknaranna. Einu sinni var talað um „Egilsstaðasamþykkt“ og var þá átt við að þeir samþykktu einhvern timann á Egilsstöðum að Ísland hafi verið skuldlaust í upphafi Viðreisnar. Gátu sem sagt ekki talið heldur létu sér nægja að álykta þvert ofan í staðreyndir.

Fræg er sagan af prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík þegar barist var á móti Alfreð Þorsteinssyni og hann féll. Þá var talið aftur og aftur þangað til hann komst upp í annað eða fyrsta sætið.

Hins vegar er ekkert grín að vera í talninganefnd, hvort sem það er í prófkjörum, almennum kosningum eða kosningum á landsfundum. Starfinu fylgir álag, mikilvægt er að vera talnaglöggur og skynsamur. Svo sakar ekki að kunna doldið á Excel og brúka það ágæta forrit til að stemma af atkvæðin. Það verður hins vegar að segja að það er mikil ávirðing að kynna röng úrslit. Ábyrgðin er auðvitað formanns kjörstjórnar og hann axlaði hana og sagði af sér. Að þessu leyti mega margir stjórnmálamenn líta til Framsóknarflokksins sem fyrirmyndar.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Sæll Siggi

Tek undir árnaðaróskir þínar til Framsóknar, ég veit nú ekki hve miklu þetta breytir fyrir Framsókn en sjáum nú til.

Annars ferð nú alveg á kostum á blogginu, eins og með svarinu sem þú settir Nexium bloggið mitt.

Veistu nokkuð um reiknisnúmerið hjá Árna Matt ;o) svo að ég geti greitt mínar skuldir

Gylfi Þór Gíslason, 18.1.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Maður reynir nú að passa upp á þig, elsku kallinn minn. Þú ert nú einu sinni uppáhalds kratinn minn.

Heyrðu, leggðu þetta bara inn á reikninginn hjá mér ... ;-)

Nei, ég veit ekki hversu miklu ný forysta breytir Framsóknarflokknum. Flokkurinn þarf núna að sanna það að óreynd forysta sé tilraunarinnar virði og hún hafi engar fortíðartengingar. Helv... erfitt PR mál, myndi ég nú halda og PR hefur ekki beinlíns verið það sem þessi flokkur kann best.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.1.2009 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband