Tveir þriðju þjóðarinnar í einu borgríki - della

Er það virkilega forgangsatriði í sveitarstjórnarmálum að búa til eitt sveitarfélaga sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur? Íbúar í sveitarfélaginu verða þá 201.657, tveir þriðju þjóðarinnar sem búa á innan við 5% af landinu. Þetta sveitarfélag verður svo öflugt að það getur einfaldlega boðið löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu birginn og restin af þjóðinni mun ekki geta rönd við reist.

Þetta er fullkomin vitleysa og mun aldrei verða til annars en að búa formlega til borgríki eiginhagsmuna, dæmigert 101 Reykjavík með þeirri þröngsýni sem þar ríkir um landið allt og þjóðina.

Það sem mestu máli skiptir er að viðhalda fjölbreyttni í sveitarfélögum landsins, leyfa þeim að blómstra, hverju á sinn hátt svo fólk eigi einhverra kosta völ um búsetu og atvinnutækifæri. 


mbl.is Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Já, það er áreiðanlega heppilegra að sveitarfélögin séu jafnari að stærð. Hvað um að skipta Reykjavíkurborg upp og sameina önnur sveitarfélög þannig að 20-50 þúsund íbúar séu í hverju sveitarfélagi á Íslandi? Þannig hefðu þau jafnara vægi.

Birnuson, 21.1.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband