Yfirlýsing sem vekur enn fleiri spurningar, slakt PR

Grundvallaratriðið í almannatengslum er að yfirlýsing svari spurningum. Afar slæmt er ef yfirlýsingin vekur upp fleiri spurningar en hún svarar.

Ég hef lesið yfirlýsinguna og þá vakna þessar spurningar: 

 

  •  Hvers vegna gat Al Thani fjölskyldan ekki keypt í Kaupþingi í eigin nafni eða í nafni fjárfestingafélga í eigu hennar?
  • Hvers vegna lánar Kauþing banki stórauðugum aðila fé til fjárfestingar í bankanum? Af hverju fékk fyrirtækið Q Iceland Finance ehf. ekki þetta lán, það var þó kaupandi hlutins?
  • Var félagið sem Ólafur gerðist eigandi að sérstaklega stofnað í þeim tilgangi að lána Al Thani fjölskyldunni fé til hlutafjarkaupa.
  • Þegar um er að ræða svona gríðarleg viðskipti er það nokkur fráhvarfssök þótt milligönguaðil fái einhverja þóknun eða greiðslu fyrir vikið?
  • Hvernig getur umrædd fjölskylda hafa styrkt bankann á þessum tíma? Í yfirlýsingunni segir að þá hafi ríkt umrót á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum. Var það ekki tími fyrir alla fjársfesta og þar með talið Al Thani fjölskylduna að halda að sér höndum?

 

Þetta er svona það sem flögraði í gegnum kollinn á mér við lestur yfirlýsingarinnar.

Og svo er best að nota tækifærið ... Er mögulegt að fá fé lánað hjá Ólafi Ólafssyni feinar islenskar krónur án persónulegra ábyrgða eða veða. Var að velta fyrir mér smápeningum, ca. 20.000.000 króna.

 


mbl.is Ólafur segir engan hagnað hafa runnið til sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband