Aldrei áður hefur fyrsti þingmaður allra kjördæma verið Sjálfstæðismaður!

Kosningaúrslitin voru fyrirsjáanleg. Fáir hafa þó tekið eftir því að í öllum kjördæmum er fyrsti þingmaðurinn úr Sjálfstæðisflokknum. Ég held að það sé í fyrsta sinn sem það hefur gerst. Yfirleitt hefur Framsóknarflokkurinn átt tvo eða þrjá nú eru nýjir og betri tímar, ... allt annað líf, eins og Vinstri grænir orðuðu það í kosningabaráttunni.

Hvað tekur nú við? Davíð Oddssyni taldi að ríkisstjórn með eins manns meirihluta á þingi væri vart starfhæf. Er ætlunin að semja áfram við Framsókn? Það vekur upp efasemdir. Hvað gerist þegar Siv Friðleifsdóttir fer næst öfugu megin framúr eins og þegar hún vildi fá auðlindaákvæði í stjórnarskránna? Hvað gerist þegar Bjarni Harðarson fer að vaða í vinstri villu og svíma? Hvar er mannval Framsóknarflokksins?

Okkur Sjálfstæðismönnum huggnast nú ekkert sérstaklega vel að ganga til ríkisstjórnarsamstarfs við Samfylkinguna, nógu ósvífin og rætin reyndist hún gegn Davíð Oddssyni, það gleymist seint.

Aðrir kostir eru vart í stöðunni nema samstarf við „stopp flokkinn“, Vinstri græna sem frá upphafi hefur verið á móti öllu því sem til framfara hefur horft í íslensku þjóðfélagi.

Þessi vika á eflaust eftir að verða nokkuð áhugaverð ákveði Geir Haarde að láta hendur standa fram úr ermum. Eftir hverju ættum við svo sem að bíða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Þór Gíslason

Sæll félagi

Ég er sammála þér, það er erfitt að treysta á eins mans meirihluta í ríkisstjórn. Ekki treysti Davíð Oddsson sér til þess eftir kosningarnar 1995, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hélt velli með eins mans meirihluta. Þó að þeir sem voru eftir í Alþýðuflokknum þá gengu allir í takt, en í þeim kosningum hafði Jóhanna Sig. yfirgefið Alþ.flokkinn með sitt fólk.

Niðurstaða kosninganna er hálfgerð ,,patt" staða. Því að vinstri stjórn er ekki æskilegur á meðan VG og Framsókn hafa ekki grafið stríðsöxina. Það mátti sjá í Kastljósi í kvöld að Guðni Ágústsson er í verulegri fílu.

Stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðis ekki heldur æskileg allavega ekki í fyrstu umferð. VG og Sjálfstæðisflokkur er ekki raunhæfur möguleiki.

Ég vildi sjá Kaffibandalagið saman í stjórn en sú stjórn er ekki möguleg eftir þessar kosningar. Það er greinilega spennandi vika/vikur framundan.

Gylfi Þór Gíslason, 15.5.2007 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband