Nýjir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins

Miklar líkur benda til þess að breytingar verði gerðar á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins vilji svo til að flokkurinn verði í næstu ríkisstjórn. Horft er til þess að Björn Bjarnason og Sturla Böðvarsson séu búnir að vera mjög lengi í ráðherraembættum og kominn tími á breytingar hjá þeim ekki síst til að undirstrika að þrátt fyrir langa setu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn þá endurnýjar hann sig reglulega, nýjar kynslóðir koma inn með önnur viðhorf og áherslur. 

Meðal Sjálfstæðismanna er einkum rætt um þessir verði ráðherrar:

  • Geir H Haarde
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
  • Árni M. Mathiesen 
  • Einar K. Guðfinnsson
  • Ásta Möller
  • Guðlaugur Þór Þórðarson

Einnig er rætt um menn eins og Kristján Júlíusson, Ragnheiði E. Árnadóttur og Guðfinnu Bjarnadóttur.

Í formannstíð Davíðs Oddssonar var við val á ráðherrum einkum litið til forystumanna í kjördæmum og árangurs þeirra í kosningum. Þó þessi gildi séu enn virt þá er einnig haft í huga sérfræðiþekking þingmanna, t.d. eins og Ástu Möller en sem heilbrigðisráðherra fæst varla betri kandídat, hún er hjúkrunarfræðingur, með próf í opinberri stjórnsýslu, með gríðarlega stjórnunarreynslu og hefur reynst vera harður stjórnmálamaður.

Guðlaugur Þór leiðir lista Sjálfstæðismanna í norðurkjördæmi Reykjavíkur. Hann hefur getið sér góðs orðs sem borgarfulltrúi og alþingismaður, hefur reynst vera harður nagli í stjórnmálum en hefur engu að síður lagt mikla áherslu á fjölskyldugildi og hin „mjúku“ mál.

Fyrir utan Geir er Árni sá sem hefur lengstan starfsaldur af ofangreindum fjórum ráðherrum. Mjög ólíklegt verður að telja að hann hætti sem ráðherra enda nýtur hann óskoraðs trausts Sjálfstæðismanna fyrir störf sín. Sama má segja um Einar Kr. sem þykir hófsamur og góður stjórnmálamaður og nýtur virðingar fólks í öllum flokkum.

Komist Sjálfstæðisflokkurinn vel út úr kosningunum og eigi aðild að næstu ríkisstjórn eiga formaður og varaformaður erfitt verkefni fyrir höndum. Óhætt er að fullyrða að mannvalið hafi sjaldan verið meira meðal þingmanna flokksins en líklega er farsælast að bíða kosninga áður en lengra er haldið í svona spekúlasjónum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband