Stolt Reykjavíkur og stórveldi sem tapar

Rétt eins og tappi sem er tekinn úr vaski þá varð seinna mark Víkinga til að stúkan í Frostaskjóli nær tæmdist af KR-ingum.

Hinn frábæri karlakór KR söng um „stolt Reykjavíkur“ og þeir áttu ekki við Víkinga. Þegar tilkynnt var um leikmannaskipti hjá Víkingum söng kórinn „... okkur kemur það ekkert við, okkur kemur það ekki rassgat við“. Þeir söngluðu uppnefndu einn leikmann Víkinga  og kölluðu hann „afa“. Áhorfendur brostu út í annað og hlógu jafnvel. Fyndnir þessir strákar í kórnum.

KR er vissulega stórveldi í fótboltanum. Umgerðin vallarins er glæsileg, stuðningsmennirnir flottir, kórinn meinhæðinn, þjálfarinn einn sá besti norðan Alpafjalla og ekki vantar að leikmennirnir virðast hverjum öðrum betri, í liðinu er næstum því rjómi íslenskra knattspyrnumanna. En þetta dugar ekki alltaf til árangurs einfaldlega vegna þess að  liðsheildin, leikgleðin og samvinna leikmanna skiptir svo óskaplega miklu máli. Það sönnuðu Víkingar sem samkvæmt öllum sparkspekingum áttu að hafa verið búnir að tapa leiknum áður en þeir gengu inn á völlinn.

Og svo lauk leiknum, „stoltið“ tapaði, „stórveldið“ laut í lægra haldi. Við sem styðjum Víkinga grétum ekki ekki í leikslok, okkur er kemur það eiginlega ekkert við þó KR standi sig illa, okkur er bara rassgats sama þó stórveldið verði sér til skammar og stuðningsmennirnir verði æ oftar fyrir vonbrigðum með sína menn.

Svona er nú stutt í hrokan hjá manni og það er ekki gott, hvorki fyrir Víking né sjálfa íþróttina. Nei, snúum við blaðinu, sýnum drengskap, styðjum þá sem gera sitt besta. Fögnum því sem vel er gert en niðurlægjum ekki andstæðinginn. Áfram KR, vonandi gengur betur næst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband