Síðasti musterisriddarinn er léleg bók

Tryllingslega æsandi spennusaga sem felur í sér óvæntar flækjur og krassandi uppákomur.“

„Spennusaga ársins“.

„Lesandinn bókstaflega negldur niður.“

Kynningar á spennubókmenntum eru að verða eins og á bíómyndum í myndbandaleigum, engu er trúandi. Ég glaptist til að kaupa mér bókina „Síðasti musterisriddarinn“ eftir Raymond Khoury og dauðsé eftir því. Bókin er almennt illa skrifuð, svona formúlubók. Spennandi upphaf, góða löggan sem hefur aldrei getað verið í neinu sambandi, vondi kallinn sem var góður en klikkaðist þegar hann missti konu og barn, fornleifafræðingurinn sem er svo fallega og klár og svo er allt krydda pínulitlu kynlífi og skorthríð, eltingarleik og óveðri. Inn í allt blandast svo frásögnin af síðasta musterisriddaranum frá miðöldum, líklega skársti hluti bókarinnar. Spennukúrfan hríðfellur eftir því sem lesið er lengra og því miður er ég einn af þeim sem endilega þarf að ljúka við bækur hversu vitlausar sem þær eru.

Það er óskemmtileg stund þegar maður uppgötvar að maður hefur verið hafður að fífli. Þannig leið mér þegar ég hafði lesi hálfa bókina. Þá fékk ég það á tilfinninguna að jafnvel þýðandi bókarinnar væri orðinn dauðleiður á skrifunum enda fátt um andagift eða tilfinningu í bókinni. Og kynningarnar á bókinni standa alls ekki undir væntingum.

Að vísu er það rétt að sagan felur í sér óvæntar flækjur og krassandi uppákomur en því miður er þetta allt svo óskaplega máttlaust. Hins vegar eru nokkrar sagnfræðilegar tilvísanir í bókinni sem mér þóttu doldið áhugaverðar, en höfundur fór nú alveg með eigin söguþráð þegar upp komst að sjálfur Jesú frá Nasaret hefði haldið dagbók og í henni kom það fram að hann hefði einfaldlega verið maður. ... og svo hentu fornleifafræðingurinn og góða löggan dagbókinni  í sjóinn af umhyggju fyrir kirkjunni og þeim trúuðu ... Út af fyrir sig merkilegt viðhorf.

Ég þekki ekkert til höfundarins en hann minnir mig að nokkru leyti á Dan Brown með sín ósennilegu og slöppu plott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband