Pólitíska forystu um skuldavandann vantar á þingi
2.3.2012 | 10:44
Marinó G. Njálsson bendir á það á bloggi sínu að Samtök fjármálafyrirtækja reyna hvað þau geta til að tefja málið og leggja annan skilning í síðasta dóm hæstaréttar um gengistryggingu en dómurinn ætlar. Í þeim tilgangi hafi samtökin fengið álit frá lögfræðistofunni Lex þar sem ekki einu sinni getið um meginniðurstöðu dómsins um að óheimilt sé að leiðrétta vexti aftur í tímann.
Hið merkilegast er að nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar sem byggja á ólögmætum vaxtaákvörðunum. Gera má ráð fyrir því að það eitt sé lögbrot enda byggir það ekki einhverju allt öðru en niðurstöðum hæstaréttar. Líklegast er skákað í því skjólinu, rétt eins og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði á fundi Samtaka iðnaðarins að það taki eitt og hálft á að koma einkamáli í gegnum dómskerfið. Á meðan gefst framkvæmdavaldinu, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu tækifæri til að gera almenningi einhvern óskunda til viðbótar.
Vandinn er sá að almenningur stendur frammi fyrir ríkisstjórn sem ekki ætlar sér að gera neitt í málunum og fjármálastofnunum sem þráast við í skjóli ríkisstjórnarinnar. Ef ekki væri fyrir hæstarétt væri stór hluti þjóðarinnar enn harðlæstur í verðtryggingunni. Hið eina sem nú vantar er vilja til að klára málið. Dómar hæstaréttar eru tiltölulega skýrir en beðið er eftir pólitískri forystu frá löggjafarvaldinu. Það sárlega vantar.
![]() |
Þarf að setja lög um flýtimeðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um pólitíska aðför og listina að standa uppréttur
2.3.2012 | 09:43
Atkvæðagreiðslan á Alþingi í gær um frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar um afturköllun á málsókn gegn Geir H. Haarde fyrrum forsætisráðherra var athyglisverð. Í Morgunblaðinu í morgun birtist í morgun einstaklega fróðleg samantekt um afstöðu einstakra þingmanna og flokka til málsins.
Þar staldrar maður við þingmenn sem sögðu kusu gegn málarekstrinum í upphafi en hafa síðan viljað halda honum áfram þrátt fyrir fyrri afstöðu. Meðal þeirra eru Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll Árnason. sú fyrrnefnda var í upphafi á móti en hefur síðan verið fylgjandi. Árni Páll sat núna hjá eftir að hafa kosið gegn málarekstrinum í tvígang. Össur Skarphéðinsson og Ásta R. Jóhannesdóttir hafa þó sýnt einstakt drenglyndi og ávallt kosið gegn ákæru á hendur Geir.
Undarlegast þykir manni sinnaskipti Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanni Norðausturkjördæmis. Í upphafi kaus hann gegn málrekstrinum, var fjarverandi í annað skiptið (sagðist þó ekki hafa breytt um skoðun) og í gær var hann fylgjandi. Staksteinar Morgunblaðsins fjalla um þingmannin og þar er ekkert ofsagt eins og sést hér:
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði frá því á sínum tíma að hann væri stoltur yfir þeirri ákvörðun sinni að greiða atkvæði gegn því að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm.
Um mitt ár í fyrra sagði hann einnig á bloggi sínu: Geir Hilmari Haarde mælist rétt. Landsdómsmálið er pólitísk aðför að honum. Og hreinsun, finnst mér; kattahreinsun.
Þar sagði hann jafnframt að sú ákvörðun Alþingis að stefna einum manni fyrir dóm fyrir ábyrgðina á óförum landsins væri vægast sagt billeg og seint eða aldrei teldist hún stórmannleg. Hún væri röng og lítilmannleg.
Í janúar sl., þegar greidd voru atkvæði um frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar um niðurfellingu ákærunnar á hendur Geir H. Haarde, var Sigmundur Ernir erlendis en sagðist ella hefðu greitt atkvæði gegn frávísun og að hann mundi styðja tillögu Bjarna.
Í gær fékk hann tækifæri til að snúa við ákvörðuninni sem hann telur að sé pólitísk aðför og lítilmannleg.
Þess í stað notaði hann atkvæði sitt til að ákærunni yrði haldið áfram.
Hvaða orð ætli Sigmundur Ernir Rúnarsson leggi til að verði notuð um þessa framgöngu hans?
Jón Magnússon, lögmaður segir á bloggi sínu um sama mál:
Þegar þingsályktunartillagan, um að fallið yrði frá ákæru á hendur Geir H. Haarde, var tekin til afgreiðslu eftir fyrri umræðu á Alþingi lýsti Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður stuðningi við tillöguna.
Stuðning gat Sigmundur þó ekki veitt nema í orði, þar sem hann var á ferðalagi í Afríkuríkinu, Burkina Faso.
Nafnið Burkina Faso var tekið upp sem nafn landsins þegar frjálsræðis- og framfaraviðhorf sigruðu nýlenduhugsun og undirlægjuhátt. Nafnið Burkina Faso þýðir "Þar sem menn ganga uppréttir".
Við atkvæðagreiðslu um fráfall ákæru á hendur Geir heyrðist allt í einu skrýtið hljóð frá Sigmundi Erni sem hætti við að ganga uppréttur. Nú brá svo við að Sigmundur Ernir greiddi atkvæði með frávísun tillögunar sem hann sagðist styðja.
Sennilega eru sinnaskipti Sigmunar Ernis í beinu samhengi við það að á þingflokksfundum Samfylkingarinnar hafa félagar hans sagt honum að það væri ekki til siðs í Samfylkingunni að menn gengju uppréttir. Þeir yrði að beygja sig undir okið hvort sem þeim líkað betur eða verr. Sigmundur Ernir hlýddi eins og vel upp alinn kjölturakki sem aldrei gengur uppréttur.
Það gerðu líka þingmennirnir hugumstóru þeir Björgvin Sigurðsson, Árna Páli Árnasyni og Kristjáni L. Möller, sem treysta sér ekki heldur til að ganga uppréttir.
Það er gott fyrir Jóhönnu að hafa hóp kjölturakka þegar hún þarf að smala köttum.
Ódrengskapur Jóhönnu Sigurðardóttur
1.3.2012 | 11:31
Forðum var það haft um skynsaman og vænan mann að hann væri drengur góður. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður hefur starfað lengi í ríkisstjórn með Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. Hún var meðal annars ráðherra í svokallaðri hrunstjórn.
Hvíli einhver ábyrgð á hruninu á forsætisráðherra gerir hún það líka á einstökum ráðherrum ríkisstjórnar hans. Jóhanna Sigurðardóttir er ekki drengur góður. Hún dregur eigin samherja undan ábyrgð og vísar henni alfarið á Geir H. Haarde.
Við Sjálfstæðismenn munum aldrei gleyma þessu ódrengskaparbragði hennar og margra annarra Samfylkingarþingmanna og Vinstri grænna sem í pólitískum leik leggja einn mann í einelti.
![]() |
Jóhanna styður frávísun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leiðangur sem endar með stórslysi
29.2.2012 | 22:42
Dálítið broslegt er hvernig málin hafa snúist í höndum stjórnar Fjármálaeftirlitsins. Í síðustu viku setti hún forstjóra FME afar naumar tímaskorður til að svara yfirvofandi uppsögn, ekki áminningu eða tilmælum. Núna fær stjórnin eiginlega sama knappa tímann til að hætta við uppsögnina.
Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í svona ping-pong leik. Hvort sem stjórn FME hefur haft einhver rök fyrir ásökunum sínum eða ályktunum vegna meintra misgjörða forstjórans verður að segjast eins og er að hugsanleg vopn hafa gjörsamlega snúist í höndum hennar.
Fyrir það fyrsta er gjörsamlega óviðeigandi að reka svona mál á opinberum vettvangi, hvað þá í fjölmiðlum. Í annan stað gengur það ekki hjá stjórninni að vera svo óviðbúin að hún telji forstjórann slíka gungu að hann grípi ekki til mótaðgerða. Og þá fyrir það þriðja að stjórnin telji að orðstí stofnunarinnar eftir hrun sé orðinn svo traustur að hún geti farið í svona æfingar án nokkurn skaða.
Óháð stöðu forstjórans og réttmæti ásakana á hendur honum er stjórnin búin að vera. Óróinn í FME er henni að kenna. Hún hefur reynst vera með öllu óviðbúin og stendur nú uppi með þá sök að hafa valdið alvarlegum skemmdum á orðstí stofnunarinnar. Við það er ekki hægt að una og hún verður einfaldlega að segja af sér.
Þetta mál allt er lýsandi fyrir smá leiðangur sem efnt er til vegna minniháttar máls en niðurstaðan verður stórslys fyrir alla aðila. Sannast þá það sem forðum var sagt að oft er betur heima setið ...
![]() |
Mun kalla menn til ábyrgðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórn FME á nú aðeins einn kost
29.2.2012 | 17:55
Úrskurður fjármálaráðherra gjörbreytir stöðu stjórnar Fjármálaeftirlitsins gagnvart framkvæmdastjóra. Þar með getur hún ekki rekið hann heldur verður að fara að lögum um opinbera starfsmenn. Sú leið er löng og strembin og ólíklegt að hægt FME geti losnað við manninn bótalaust. Þar með á stjórnin aðeins einn kost í stöðunni. Hún getur ekki bakkað og verður líklega að segja af sér.
Svona gerist þegar farið er með offorsi í málin í stað þess að vinna að yfirvegun og þekkingu. Betra er að fara varlega, taka ekki of mikið upp í sig, skella ekki hurðum. Hér er átt við að vinna málin annars staðar en í fjölmiðlum.
![]() |
Tjáir sig ekki um ráðherraúrskurð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Alþingi að úthýsa sjálfu sér
29.2.2012 | 11:18
Bréf stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er forvitnilegur lestur. Þó ekki endilega vegna efnis þess meira vegna þess sem Það er í fyrsta lagi stílað á nefnd sem þingið setti á laggirnar fyrir nokkrum misserum. Í öðru lagi er um að ræða álitaefni sem sjálft Alþingi veigrar sér við að taka afstöðu til.
Já, góðan daginn. Alþingi er ekki að sinna stjórnarskrárskipuðum störfum sínum heldur hefur úthýst þeim til annarra rétt eins og einkafyrirtæki ræður annað fyrirtæki til að sinna þrifum eða færslu bókhalds.
Næst má líklega búast við því að Alþingi setji á stofn nefnd sem annist endurskoðun á refsilöggjöfinni, aðra sem sjái um að búa til lög um skattheimtu ríkisins.
Bjútíið í þessu öllu er að Alþingi þarf ekki einu sinni að ræða þessi mál. Setur í mesta lagi undir einhvers kona take it or leave it-þjóðaratkvæði og samykkir þau á Skype.
Er Alþingi á leiðinni með að úthýsa sjálfu sér?
![]() |
Sendu stjórnlagaráði bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað þarf til að Steingrímur samþykki aðild?
27.2.2012 | 16:01
Ein mikilvægasta spurningin sem leggja þarf fyrir ráðherra og þingmenn Vinstri grænna er þessi: Ertu tilbúinn til þess að greiða atkvæði með aðild Íslands að ESB að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um undanþágur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum? Þetta eru mikilavægustu máli og varla hægt að hugsa sér önnur sem steita mun á nema þetta smáræði með fullveldi landsins ...
Steingrímur J. Sigfússon hefur margsinnis lýst yfir andstöðu gegn inngöngunni en nú er hann í ríkisstjórn og samþykkt aðlögunarviðræðurnar. Því er nauðsynlegt að vita hvort hann og meðreiðarfólk hans sé tilbúið til inngöngu þegar til kastanna kemur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur á landsfundum sínum lýst yfir andstöðu við inngönguna. Í sjálfu sér skiptir engu máli til hvers aðlögunarviðræðurnar leiða. Þetta er prinsippmál vegna þess að niðurstaðan getur aldrei orðin annað en til bráðabirgða. Hagsmunir annarra og stærri ríkja munu í þessu bandalagi vega þyngra en Íslands.
![]() |
Mikilvægt að fá niðurstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölfræðileg lullubía forsætisráðherrans
27.2.2012 | 10:54
En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun. Hún huggar þar landsmenn með tölfræði.
Þórdís Bachman, sem titlar sig alþýðustúlku af Óðinsgötunni, ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Hún segir sögu sína sem er um svo ótalmargt lík reynslusögu fjölda fólks frá árunum eftir hrunið.
Nú á ég að selja íbúðina mína, sem ég hef borgað fyrir 12 milljónir á fimm árum, þar af sex milljónir í útborgun. Þetta á ég að gera og greiða upp lánið við Landsbankann; fá eina milljón upp úr krafsinu, en án þess að mega setja inn klásúlu um bættan hag lántaka við endurútreikning - þegar og ef af honum verður.
Já, blessunin hún Þórdís hlýtur að hressast að mun við huggunarríka tölfræði forsætisráðherrans. Margt veki nú vonir um betri tíð og dregið hafi úr vanskilum. Þórdís hlýtur að geta notað þessi orð sem greiðslu hjá Landsbankanum.
En forsætisráðherra er ekki af baki dottinn og segir:
Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða.
Hvað er eftir þegar íbúðir Þórdísar og annarra hafa verið boðnar upp? Ætlar forsætisráðherra að senda fólki súlurit úr Excel-skjali Gylfa Magnússonar sem var svo glöggskyggn í grein í laugardagsblaði Fréttablaðsins að halda þessu fram:
Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði.
Er ekki kominn tími til að fólk láti raunverulega í sér heyra? Er ekki kominn tími á að fara niður á Austurvöll og láta þingið vita að ríkisstjórnin er VOND. Hún vinnur gegn hagsmunum almennings og hvað er eftir þegar þeim hefur verið kastað á glæ?
Presónulega held ég að þjóðin þurfi að velja á milli tveggja kosta: töfralausna eða nýrrar búsáhaldabyltingar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Telur Áflheiður sig vera grunaða?
27.2.2012 | 10:13
Eitthvað er nú samviskan að angra Álfheiði Ingadóttur. Geir Jón Þórisson hefur ekki nefnt eitt einasta nafn í viðtölum sínum við fjölmiðla en engu að síður hefur Álfheiður látið lögmanninn sinn semja hneykslisþrungið bréf til lögreglustjóra. Hún telur sig semsagt vera einn af grunuðum og gagnárás sé því besta vörnin.
Ekki var ég nú meðal þeirra sem mótmæltu fyrir utan Alþingishúsið, hafði þó samúð með málstaðnum. Hins vegar vakti það athygli margra sem fylgdut með mótmælunum, m.a. blaðamanna að mótmælendur virtust vita þegar bílar fóru upp úr bílageymslu Alþingis.
![]() |
Óskar eftir gögnum frá lögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúir einhver þessum Gylfa fyrrverandi ráðherra?
26.2.2012 | 12:35
Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði.
Það, sem hins vegar er gerlegt, er að færa byrðar á milli þjóðfélagsþegna í gegnum skatta- og bótakerfið. Til þess þarf ekkert nema pólitískan vilja. Það hefur að nokkru marki þegar verið gert, með mikilli hækkun vaxtabóta, en, sem fyrr segir, má færa sterk sanngirnisrök fyrir því að ganga lengra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tapar ríkissjóður á lækkun heimsmarkaðsverðs
26.2.2012 | 11:51
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu um tímabundna niðurfellingu á álögur ríkisins á eldsneyti. Mörður Árnarson, alþingismaður, telur ríkissjóð ekki hafa efni á að verða við þessu. Hann telur sem sagt að hér sé um að ræða tillögu um fjárútlát úr ríkissjóði ... Gott og vel, Mörður má misskilja eins mikið og hann vill, bæði óviljandi og viljandi.
Hitt veldur flestum undrun í málflutningi mannsins, og þurfa menn ekki að vita neitt um ríkisfjármál, hvort ríkissjóður hafi yfirleitt efni á því að heimsmarkaðsverð á eldsneyti lækki.
Í því framhaldi má velta fyrir sér hvort stefna vinstri manna í ríkissjórn á Íslandi geti aldrei byggst á innlendum orkugjöfum? Væri ekki skynsamlegra fyrir fjárhag ríkisins að leggja niður virkjanir og jarðvarmaveitur og taka upp brennslu á innfluttu eldsneyti til að lýsa og hita hús landsmanna?
Auðvitað er þetta bara útúrsnúningur og til þess er leikurinn gerður að beina sjónum lesenda á hrútshorn Marðar sem sér aldrei neitt utan við eigin flokk, hann finnur öllu til foráttu sem aðrir leggja til.
![]() |
Frumvarpið kostar 13 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björn Valur veit ekki hvað niðurgreiðsla er
25.2.2012 | 18:24
Skynsamasti og greindasti þingmaður Vinstri grænna er Björn Valur Gíslason. Hann hefur góða yfirsýn og þekkingu á öllum málum og svo er hann skemmtilegur með afbrigðum. Í pistli á bloggi sínun í gær segir hann:
Bensínverð er hátt og verður hátt til framtíðar. Þetta vita allir eða hér um bil allir. Sjálfstæðismenn á Alþingi hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að ríkið greiði niður verð á bensíni og olíu þannig að það verði aldrei hærra 200 krónur. Breytir þar engu um hvort heimsmarkaðsverð hækkar (sem það mun gera) eða hvort íslensku söluaðilarnir hækki sitt framlag af seldum lítra (sem þeir munu gera.) 200 kall og ekki krónu hærra segja íslenskir sjálfstæðismenn. Þó varla nema fram yfir næstu kosningar eða svo.
Með þessu ætla snillingarnir að hækka ráðstöfunartekjur heimila, auka einkaneyslu, lækka vöruverð, styrkja landsbyggðina, lækka flutningskostnað, efla ferðamannaiðnaðinn, lækka skuldir heimila og fyrirtækja og auka hagvöxt.
Um þetta er aðeins þrennt að segja:
Lýðskrum.
Lýðskrum.
Lýðskrum.
Við þessum fullyrðingum Björns Vals eigum við Sjálfstæðismenn engin svör. Hann hefur flett ofan af okkur svo eftir er tekið. Þó ber að gera eftirfarandi athugasemdir við málflutning Björns:
- Ekki er samkvæmt þingsályktunartillögunni gert ráð fyrir því að ríkið greiði niður verð á bensíni og olíu þannig að það verði aldrei hærra 200 krónur.. Nauðsynlegt er þó talið að þingmenn skilji hugtök sem þeir nota; niðurgreiðslur eru allt annars eðlis en lækkun á sköttum á bensíni og dísel.
- Ekki er rétt hjá Birni að um sé að ræða lækkun niður í 200 krónu pr lítra heldur er ætlað að skattarnir lækki um 31,87 kr. á lítra af bensíni og 35,06 kr. á lítra af dísilolíu.
- Rétt er hjá Birni að ráðstöfunartekjur þeirra sem kaupa bensín og dísel aukast og því skyldi það ekki verða til þess að t.d. landsbyggðarfólk geti frekar nýtt sér lægra verðið sem og ferðaþjónustuaðilar.
- Lækkun á eldsneyti gæti auðveldlega aukið tekjur ríkisins en það skilja ekki allir þó greindir séu.
Ég hef frétt að skynsemi og greind séu þarfir eiginleikar séu þeir yfirleitt nýttir. Að öðrum kosti hinir greindustu og skynsömustu bara eins og við hin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2012 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þrátt fyrir kjöraðstöðu gerir VG ekkert, ALLS EKKERT ...
25.2.2012 | 17:49
Sálfstæðisflokkurinn ályktaði síðasta haust um afnám verðtryggingar á landsfundi sínum. Fjölmargir þingmenn flokksins hafa lýst yfir þeirri skoðun sinni að draga þurfi úr skuldavanda heimilanna. Framsóknarflokkurinn hefur gert hið sama og svipaðar hugmyndir hafa verið hjá þingmönnum Hreyfingarinnar og Lilju Mósefsdóttur.
Ekkert, ALLS EKKERT, hafa Vinstri grænir ályktað um þessi má né heldur Samfylkingin. Þessir flokkar eru þó í kjörastöðu til að leiðrétta gríðarlegt tap heimilanna vegna verðtrygginar síðan fyrir hrun. Væru aðrir flokkar í stjórn en þessir tveir, myndu þeir án efa vera ákærðir fyrir þjónkun við fjármagnseigendur. Fáir hafa það á orði en þögnin er ærandi.
Flokksráð VG ætti að feta í fótspor annarra flokka og krefjast þess af þeim sem þar ráða för að hagsmunir almennings verði látnir í forgang.
Flokksráðið ætti þó að muna að flokksforystan gerir það sem henni sýnist þrátt fyrir ályktanir. Þó ekki væri annað er hollt að muna eftir umsókn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu. Spor VG hræða ...
![]() |
VG vill afnema verðtryggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Loksins tillaga um lækkun eldsneytisverðs
24.2.2012 | 09:50
Afleiðingar gríðarlegra hækkanna á bensíni eru alls staðar sjáanlegar enda hafa þær áhrif út um allt þjóðfélagið ekki síst á landsbyggðinni. Nú er ekki litið til ríkisstjórnar landsins um forystu í neinum málum heldur kemur hún frá stjórnarandstöðunni.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögur um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti. Gert er ráð fyrir að verði af þessu muni líterinn á bensíni og díselolíu lækka niður í 200 kr. pr. lítra. Þetta er umtalsverð lækkun úr tæplega 260 kr. og fólki munar um hana.
Um leið er áætlað að skatttekjur ríkisins minnki ekki heldur jafnvel aukist. Við hækkun á eldsneytiskostnaði er viðbúið að sala þess dragist saman og umferð á landinu minnki. Með lækkun er einfaldlega gert ráð fyrir að umferð aukist og því hagnist ríkisvaldið jafnvel meir en ef núverandi ástand haldist.
Og í ljósi þessa geri ég fastlega ráð fyrir því að þingflokur Sjálfstæðisflokksins taki næst pólitíska forystu í skuldamálum heimilanna.
Fyllerí á fjöllum hefur lengi viðgengist
23.2.2012 | 17:26
Svörtu sauðirnir hafa alltaf verið til. Það er vonlaust að verjast þeim. Fyrir um þrjátíu árum gekk ég ásamt félögum mínum yfir Sprengisand að vetrarlagi. Þegar við komum í skála FÍ í Nýjadal uppgötuvuðum við að mat hafði verið stolið úr birgðum okkar. Var þó allt vel merkt gönguhópi.
Sama gerðist eitt sinn á ferð yfir Vatnajökul. Frækinn hópur breskra ofurhuga sem þóttist hafa gengið fyrstur yfir Vatnajökul frá vestri til austurs rændi af okkur mat. Hins vegar nefndu þeir ekki ódæðið í heimildarmyndinni sem gerð var um ferð þeirra. Ófáar aðrar álíka sögur hefur maður heyrt um gripdeildir úr farangri göngufólks og annarra.
Eitt sinn kom ég með öðrum á gönguskíðum í Landmannalaugar. Þar var hópur frá ágætu fyrirtæki í skemmtiferð. Drykkjuskapurinn var með endemum mikill en við göngufólkið lögðumst engu að siður til hvílu uppi í herbergi í skálanu og gátum sem betur fer lokað að okkur. Þó heyrðum við um miðjan nótt að við glumdi mikill skellur. Kom þá í ljós að dauðadrukkinni stúlku hafði skrikað fótur í miðjum, bröttum stiganum og skall hún á gólfið fyrir neðan. Hún var vart með meðvitund en það var vegna drykkju ekki vegna fallsins. Þeir sem höfðu vit voru mjög óttaslegnir og héldu að hún hefði stórslasast en svo reyndist sem betur fer ekki. Hins vegar voru timburmenn stúlkunnar afskaplega slæmir daginn eftir og ekkert skildi hún í marblettum og eymslum hér og þar um kroppinn.
Í annað skipti man ég eftir vélsleðamanni, ungum strák, sem var að gera hosur sínar grænar fyrir einhverri yngismey í landmannalaugum. Fullur fór hann á vélsleðann, ók upp í hraunjaðarinn sem var auðvitað snævi þakinn. Hann náði ekki beygjunni efst uppi og þar stoppaði sleðinn og spólaði. Hann fór því af baki og reyndi að tosa afturenda sleðans til svo hann kæmist aftur niður. Ekki fer þó allt eins og ætlað er. Sleðinn tók að renna skáhalt niður og stefndi á kolrangan stað. Drengurinn reyndi hvað hann gat til að halda aftur af honum, en allt kom fyrir ekki. Þeir tveir runnu svo tveir í lest með vaxandi hraða niður, drengurinn hélt í endann og dróst á maganum uns sleðinn skall á nefið ofan í autt hverasvæði þarna fyrir neðan. Þótti flestum þetta hin mesta sneypuför og svo undarlega vildi til að daman varð skyndilega mjög afhuga drengnum.
Fyrir fjöldamörgum árum rauk einhver vélsleðamaður drukkinn upp úr lauginni í Landmannalaugum, skellti sér nöktum í vélsleðagallann og keyrði langleiðina upp í Veiðivötn. Þar ók hann fram af hengju, stórskemmdi sleðann og slasaði sig. Leið og beið uns félagar hans tóku að sakna mannsins og var þá kölluð út þyrla til leitar og björgunarsveitin Ingólfur sem var fyrir tilviljun í Veiðivötnum fór líka til leitar. Maðurinn fannst snemma morguns og var fluttur til byggða og mun hafa náð sér.
Hér eiga ekki við neinar alhæfingar og halda því fram að vélsleðamenn séu jeppamönnum verri eða öfugt. Staðreyndin er einfaldlega sú að sá tími er upp runninn að fjöldi fólks heldur að ótæpleg neysla áfengis eigi við á ferðalögum, sumar og vetur. Slíkt fólk eru sauðirnir sem ber að forðast. Vandinn er bara sá að jepparnir eru orðnir svo góðir og fullkomir og komast svo til allt. Það breytir því ekki að fjölmargir lítt til ferðalaga að vetrarlagi, treysta á bílinn en hafa enga þekkingu. Á móti kemur að fullur bílstjóri, þó öllu jafna sé vanur ferðalögum, er slæmur ferðamaður.
Síðast en ekki síst þarf að taka tillit til þeirra sem leggja það á sig að byggja og reka skála á hálendi landsins. Umgengni um þá versnar auðvitað eftir því sem drykkjuskapurinn magnast. Húsin og viðhald þeirra kosta Ferðafélag Íslands, Útivist og önnur félög og samtök gríðarlegar fjárhæðir. Slæm umgengni er mikil vanvirðing við óeigingjarnt starf þessara aðila og á ekki að líðast.
![]() |
Svartir sauðir á hálendinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Valgerður hefur kyrrsett málið
23.2.2012 | 13:51
Nú er verið að hóta því að öll gögn sem varða landsdómsmálið gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, verði öllum aðgengileg á Þjóðskjalasafni, rétt eins og það sé einhver rök í lopatuði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Verði pólitískum andstæðingum Geirs H. Haarde að góðu. Gögnin má geyma á Þjóðaskjalasafninu, get ekki ímyndað mér að nokkur leggist gegn því enda kemur það málinu ekkert við. Mestu skiptir að Alþingi fái að greiða atkvæði um þingsályktunartillöguna um niðurfellingu á málrekstrinum.
Munum svo að aðeins er ein vika til mánaðarmóta og málið verður flutt í Landsdómi 5. mars. Kyrrsetning Valgerðar og meirihlutanum á málinu er því að ansi áberandi.
![]() |
Klára málið í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íhugar að taka eigið líf ...
23.2.2012 | 10:46
Þetta fólk, er iðulega orðalag þeirra sem ekki skilja vanda rúmlega 40% þjóðarinnar sem á í erfiðleikum eða getur hreinlega ekki staðið í skilum með íbúðarlán sín. Ótaldir eru þá þeir sem þegar hafa tapað íbúðum sínum með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir oft.
Marinó G. Njálsson varar á bloggi sínu við sóttinni sem lagst hefur á þjóðina og dreift sér víða og má rekja til hrunsins. Hann segir:
Hættum að finna fyrir meðaumkun með fjármálafyrirtækjum sem ekki kunnu fótum sínum fjörráð. Tökum manngildi ofar auðgildum. Án viðskiptavina verða engin fjármálafyrirtæki.
Í athugasemdadálkinum tekur til máls sextug, fráskilin kona, móðir fjögurra uppkominna barna. Hún keypti sér íbúð við skilnað sinn árið 2005, átti helminginn, 10.000.000 króna. Greiðslur á mánuði áttu þá að vera fjörtíu þúsund á mánuði. Nú er hún atvinnulaus og þarf að borga áttatíu þúsund krónur á mánuði og lánið er komið í 18.000.000 króna. Og hún lýsir hrikalegri stöðu sinni og segir í lokin:
Aldrei skal ég leggjast uppá börnin mín enda hafa þau sko meir en nóg með sitt. Enda kannski fer best á því í þessu "jafnaðar þjóðfélagi" hennar Jóhönnu að maður klári þetta bara sjálfur frekar en að fara í biðröð á elliheimili eða líknadeild þegar þar að kemur.
Nú spyrja æ fleiri: Hvers konar þjóðafélag er það sem lætur það viðgangast að eignir fólks eru hirtar af því, síðan atvinnan og loks er því ýtt fram á ystu brún geðheilsu sinnar og telur að lausnaráðið sé það eitt að taka eigið líf?
Trúið mér, þessi kona er ekki sú eina sem þetta hugsar. Fleiri hafa farið þennan veg og það á enda.
Það er rétt sem Marinó G. Njálsson segir að sóttin er orðin hrikalega skæð og við þurfum að stemma stigu við henni. STRAX.
Ríkisstjórnin í jafnaðarþjóðfélagi hennar Jóhönnu hefur engar lausnir fyrir almenning. Engu að síður er pólitískur meirihluti fyrir breytingum á verðtryggingunni á Alþingi. Hversu lengi þarf almenningur að bíða? fram að næstu reglubundnum kosningum? Hvað mun sú bið þjóðfélagið?
Skilja stjórnmálamenn ekki hið grafalvarlega ástand?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Valgerður Bjarnadóttir- stundar klækjapólitík
23.2.2012 | 08:45
Saksóknari fyrir alþingis hefur rétt fyrir sér. Það er mikið virðingarleysi ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis getur ekki druslast til að afgreiða málið úr þingnefndinni. Hins vegar ber að horfa til þess að virðingarleysi ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar gagnvart lögum og hefðum er ekkert.
Um það var samið fyrir jól að þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákærunnar á hendur Geir H Haarde, fyrrum forsætisráðherra færi til umræðu 20. janúar. Nú á að svíkja samkomulagið með því að láta málið daga uppi í þingnefnd.
Eftir að hafa tapað eftirminnilega í atkvæðagreiðslunni þennan dag ætlar ríkisstjórnarmeirihlutinn að hefna sín með því að láta málið daga uppi í þingnefndinni. Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að sýna Alþingi og þjóðinni þá vanvirðingu. Hún og aðrir í ríkisstjórnarmeirihlutanum þora ekki að láta greiða atkvæði um málið. Skömm Valgerðar verður lengi uppi. Þetta eru stjórnmálin sem hún og félagar hennar iðka. Enn meiri mun skömm hennar verða er landsdómur mun vísa málinu gegn Geir H. Haarde frá eða sýkna hann. Þá verður hennar einna helst minnst fyrir klækjapólitík, ekki aðeins í þessu máli heldur mörgum öðrum.
![]() |
Virðingarleysi við vinnu allra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mbl.is endurnýtir fréttir frá visir.is
22.2.2012 | 10:24
Með frábærum mannskap ætti mbl.is ekki að þurfa að klúðra fréttaveitu sinni. Það á að vera ómögulegt en tekst samt. Nú birtir vefmiðillinn frétt sem hann hefur ekki getað fundið sjálfur og bendir á visir.is til nánari upplýsinga. Og ekki er um neina smáfrétt að ræða.
Þetta er ekki viðundandi árangur á fréttamiðli sem vill taka sig alvarlega. Er verið að benda okkur áskrifendum að Morgunblaðinu og lesendum mbl.is að við gætum allt eins þegið Fréttablaðið sem er ókeypis? Er ætlunin að spegla visir.is í framtíðinni?
Þetta er ekki boðlegt, Óskar!
![]() |
Kaupþingsmenn ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pólitíska forystu vantar í skuldamálum heimilanna
22.2.2012 | 09:14
Fyrir vikið hafa skuldalækkanir heimilanna í landinu einvörðungu að litlu leyti orðið á grundvelli aðgerða stjórnvalda. Langstærsti hluti þeirra skulda, sem hafa á annað borð verið afskrifaðar, var ólöglegur. Þar var því ekki um að ræða eiginlegar aðgerðir í þágu skuldugra heimila, sem stjórnvöld höfðu atbeina að. Fjármálastofnanir voru einfaldlega dæmdar til þess að bregðast við. Lánin sem áttu að koma til innheimtu voru ólögleg og verðminni en áður var talið.
Þetta er jú sama fólkið, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem gerði Ice-save-amningana árið 2009 og allir þekkja. Þeir hefðu kostað okkur mörg hundruð milljarða, en var afstýrt. Þess vegna er það auðvitað ofrausn að gera þær kröfur til núverandi stjórnvalda að þau hafi gengið almennilega frá málum þegar íslenska bankakerfið var endurreist. Þau klúðruðu þessu eins og svo mörgu öðru.