Fyllerí á fjöllum hefur lengi viđgengist

Svörtu sauđirnir hafa alltaf veriđ til. Ţađ er vonlaust ađ verjast ţeim. Fyrir um ţrjátíu árum gekk ég ásamt félögum mínum yfir Sprengisand ađ vetrarlagi. Ţegar viđ komum í skála FÍ í Nýjadal uppgötuvuđum viđ ađ mat hafđi veriđ stoliđ úr birgđum okkar. Var ţó allt vel merkt gönguhópi.

Sama gerđist eitt sinn á ferđ yfir Vatnajökul. „Frćkinn“ hópur breskra „ofurhuga“ sem ţóttist hafa gengiđ fyrstur yfir Vatnajökul frá vestri til austurs rćndi af okkur mat. Hins vegar nefndu ţeir ekki ódćđiđ í heimildarmyndinni sem gerđ var um ferđ ţeirra. Ófáar ađrar álíka sögur hefur mađur heyrt um gripdeildir úr farangri göngufólks og annarra.

Eitt sinn kom ég međ öđrum á gönguskíđum í Landmannalaugar. Ţar var hópur frá ágćtu fyrirtćki í skemmtiferđ. Drykkjuskapurinn var međ endemum mikill en viđ göngufólkiđ lögđumst engu ađ siđur til hvílu uppi í herbergi í skálanu og gátum sem betur fer lokađ ađ okkur. Ţó heyrđum viđ um miđjan nótt ađ viđ glumdi mikill skellur. Kom ţá í ljós ađ dauđadrukkinni stúlku hafđi skrikađ fótur í miđjum, bröttum stiganum og skall hún á gólfiđ fyrir neđan. Hún var vart međ međvitund en ţađ var vegna drykkju ekki vegna fallsins. Ţeir sem höfđu vit voru mjög óttaslegnir og héldu ađ hún hefđi stórslasast en svo reyndist sem betur fer ekki. Hins vegar voru timburmenn stúlkunnar afskaplega slćmir daginn eftir og ekkert skildi hún í marblettum og eymslum hér og ţar um kroppinn.

Í annađ skipti man ég eftir vélsleđamanni, ungum strák, sem var ađ gera hosur sínar grćnar fyrir einhverri yngismey í landmannalaugum. Fullur fór hann á vélsleđann, ók upp í hraunjađarinn sem var auđvitađ snćvi ţakinn. Hann náđi ekki beygjunni efst uppi og ţar stoppađi sleđinn og spólađi. Hann fór ţví af baki og reyndi ađ tosa afturenda sleđans til svo hann kćmist aftur niđur. Ekki fer ţó allt eins og ćtlađ er. Sleđinn tók ađ renna skáhalt niđur og stefndi á kolrangan stađ. Drengurinn reyndi hvađ hann gat til ađ halda aftur af honum, en allt kom fyrir ekki. Ţeir tveir runnu svo tveir í lest međ vaxandi hrađa niđur, drengurinn hélt í endann og dróst á maganum uns sleđinn skall á nefiđ ofan í autt hverasvćđi ţarna fyrir neđan. Ţótti flestum ţetta hin mesta sneypuför og svo undarlega vildi til ađ daman varđ skyndilega mjög afhuga drengnum.

Fyrir fjöldamörgum árum rauk einhver vélsleđamađur drukkinn upp úr lauginni í Landmannalaugum, skellti sér nöktum í vélsleđagallann og keyrđi langleiđina upp í Veiđivötn. Ţar ók hann fram af hengju, stórskemmdi sleđann og slasađi sig. Leiđ og beiđ uns félagar hans tóku ađ sakna mannsins og var ţá kölluđ út ţyrla til leitar og björgunarsveitin Ingólfur sem var fyrir tilviljun í Veiđivötnum fór líka til leitar. Mađurinn fannst snemma morguns og var fluttur til byggđa og mun hafa náđ sér.

Hér eiga ekki viđ neinar alhćfingar og halda ţví fram ađ vélsleđamenn séu jeppamönnum verri eđa öfugt. Stađreyndin er einfaldlega sú ađ sá tími er upp runninn ađ fjöldi fólks heldur ađ ótćpleg neysla áfengis eigi viđ á ferđalögum, sumar og vetur. Slíkt fólk eru sauđirnir sem ber ađ forđast. Vandinn er bara sá ađ jepparnir eru orđnir svo góđir og fullkomir og komast svo til allt. Ţađ breytir ţví ekki ađ fjölmargir lítt til ferđalaga ađ vetrarlagi, treysta á bílinn en hafa enga ţekkingu. Á móti kemur ađ fullur bílstjóri, ţó öllu jafna sé vanur ferđalögum, er slćmur ferđamađur. 

Síđast en ekki síst ţarf ađ taka tillit til ţeirra sem leggja ţađ á sig ađ byggja og reka skála á hálendi landsins. Umgengni um ţá versnar auđvitađ eftir ţví sem drykkjuskapurinn magnast. Húsin og viđhald ţeirra kosta Ferđafélag Íslands, Útivist og önnur félög og samtök gríđarlegar fjárhćđir. Slćm umgengni er mikil vanvirđing viđ óeigingjarnt starf ţessara ađila og á ekki ađ líđast.


mbl.is Svartir sauđir á hálendinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband