Pólitíska forystu um skuldavandann vantar á þingi

Marinó G. Njálsson bendir á það á bloggi sínu að Samtök fjármálafyrirtækja reyna hvað þau geta til að tefja málið og leggja annan skilning í síðasta dóm hæstaréttar um gengistryggingu en dómurinn ætlar. Í þeim tilgangi hafi samtökin fengið álit frá lögfræðistofunni Lex þar sem ekki einu sinni getið um meginniðurstöðu dómsins um að óheimilt sé að leiðrétta vexti aftur í tímann.

Hið merkilegast er að nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar sem byggja á ólögmætum vaxtaákvörðunum. Gera má ráð fyrir því að það eitt sé lögbrot enda byggir það ekki einhverju allt öðru en niðurstöðum hæstaréttar. Líklegast er skákað í því skjólinu, rétt eins og Þorsteinn Einarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði á fundi Samtaka iðnaðarins að það taki eitt og hálft á að koma einkamáli í gegnum dómskerfið. Á meðan gefst framkvæmdavaldinu, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu tækifæri til að gera almenningi einhvern óskunda til viðbótar.

Vandinn er sá að almenningur stendur frammi fyrir ríkisstjórn sem ekki ætlar sér að gera neitt í málunum og fjármálastofnunum sem þráast við í skjóli ríkisstjórnarinnar. Ef ekki væri fyrir hæstarétt væri stór hluti þjóðarinnar enn harðlæstur í verðtryggingunni. Hið eina sem nú vantar er vilja til  að klára málið. Dómar hæstaréttar eru tiltölulega skýrir en beðið er eftir pólitískri forystu frá löggjafarvaldinu. Það sárlega vantar. 


mbl.is Þarf að setja lög um flýtimeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband