Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
Umferðin verður enn þyngri og hægari
21.12.2013 | 10:27
Bílaumferðin er mjög erfið þarna; mikil umferð og fjölfarinn skurðpunktur bíla og gangandi umferðar. [...] Ég held að þessi T-gatnamót, sem fyrirhuguð eru samkvæmt breytingartillögum á deiliskipulaginu, séu besta lausnin á þessum erfiða stað. Umferðin verður öruggari, bæði fyrir bíla og þá sem eru gangandi og hjólandi.
Umtalsillur bæjarfulltrúi í Kópavogi
20.12.2013 | 10:24
Það er hins vegar hárrétt hjá athafnamanninum Gunnari að hinn litlausi og verklitli bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, er ekki maður mikilla verka.
Risastórir kassar á hafnarbakka - allir eins
20.12.2013 | 09:37
Litlir kassar á lækjarbakka.
Litlir kassar og dinga linga ling.
Litlir kassar litlir kassar
Litlir kassar allir eins.
Myndina til hægri er af skipulagi á svæðinu sunnan við Hörpu í Reykjavík. Horft er í austur, gatan nefnist Geirsgata og til hægri er Hafnarhúsið.
Þetta er hluti af hinu svokölluðu deiliskipulagi Austurhafnar og sagt er frá í frétt í Morgunblaðinu í morgun.
Ég skrifaði dálítið um þetta mál í gær og benti á samsvarandi hönnun á öðrum svæðum sem virðast ætla að takast afar óhönduglega. Nefna má skipulag Landspítalans, fyrirhugaða byggð í Skerjafirði (sem ríkið virðist nú ætla að hætta við) og fyrir augum okkar er hrikalega misheppnuð uppbygging í turnhverfi Borgartúns.
Á hafnarbakkanum sunnan við Hörpu er ætlunin að búa til einhvers konar múr eða vegg . Afspyrnu ljóta kassa sem eiga að vera hótel og jafnvel íbúðir. Meirihlutinn í borgarstjórn virðist vera óskaplega hrifinn af þessum veggjum eftir því sem Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs segir í viðtali í Morgunblaðinu. Hann segir:
Þetta er hið ágætasta mál, sýnist mér og ég held að þetta sé lausn sem margir ættu að geta sætt sig við. Við munum sjá betri tengingu Hörpu við miðborgina með fallegri Geirsgötu og við vonumst líka til að þessar byggingar myndi skjól fyrir norðanáttinni. Þarna fáum við breiðstræti í borg, nýtt hótel, íbúðir beggja vegna Geirsgötunnar og atvinnuhúsnæði.
Smekkur manna er greinilega mismunandi. En hvernig stendur á því að sumir heillast af hrikalega stórum húsum sem eru eins og veggir og ganga þvert á þá byggingarhefð sem verið hefur ráðandi í Reykjavík frá upphafi. Með þessu er verið að gera óafturkræfa tilraun til að búa til stórborgarbrag sem á alls ekki við, fjarri því.
Og hvað með Arnarhól? Fjölmargir Reykvíkingar mótmæltu byggingu Seðlabankans á síðustu öld en hann var byggður þar sem Sænska frystihúsið stóð. Menn bentu á að Arnarhóll, þessi stórmerkilegi staður, myndi hreinlega hverfa og útsýnið til norðurs yrði svo til ekkert.
Með skipulaginu á Hörpureitnum er enn meira þrengt að Arnarhóli og hann hverfur eiginlega, verður bara enn einn græni bletturinn í borginni, gagnslaus og Ingólfur má muna daga sína fegurri.
Í framúrstefnulegu lagi hljómsveitar sem hét Þokkabót var sungið um Litla kassa á lækjarbakka og var um að ræða róttæka gagnrýni á smáborgaralegan hugsunarhátt ... eða eitthvað álíka. Í dag gæti hljómsveitin breytt textanum og sungið um litla kassa á hafnarbakka.
Litlir kassar á lækjarbakka.
Að lokum tæmast og fólk sem í þeim bjó
er að sjálfsögðu sett í kassa
svarta kassa og alla eins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skúmhöttur, dimmt fjall eða með skýja hetti
19.12.2013 | 15:41
Ef þú vissir svo síðan merkingu örnefnisins Skúmhöttur, þá væri mér mikill fengur að fá að vita, því ég hef oft spáð í merkingu þess.Allavega þá eru þetta skemmtilegar pælingar, það er að spá í uppruna orða sem við fengum í arf, notum en samt vitum ekki alveg merkingu þeirra.
Skúmhöttur er úr líparíti, eða ljósgrýti, og er því bjartur yfirlitum. Fyrri liður nafnsins, skúm, getur þýtt ryk, dimma (húm) eða hula (skán), og vísar kannski til þess að á tindinum er dökkt líparítlag. En líklegra er þó að nafnið sé til komið vegna þess að stundum leika þokuhnoðrar um tindinn, og hylja hann sjónum, og er þá eins og fjallið sé með myrkrahatt.
Skúm- getur haft nokkur merkingartilbrigði. Skúm getur verið haft um ryk eða rökkur. Skúmaskot merkir þannig líklega skot þar sem birta nær illa til, dimmt skot. Skúmur er bæði haft um skuggalegan mann og líka um fugl af kjóaætt. Nafnið á fuglinum vísar áreiðanlega til dökka litarins.Örnefnin sem hafa Skúm- í sér geta þannig vísað hvorttveggja til fuglsins eða dökks litar. Skúmhöttur er sagður vera oft þoku hulinn og kann nafnið að vísa til þess. Skúmsstaðir hafa verið til a.m.k. tveir á landinu en ekki er ljóst hvort það vísar til fuglsins eða hvort maður kynni að hafa borið þetta sem nafn eða viðurnefni. [...]Hér er fróðleikur um fuglinn sem ég rakst á á netinu: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2708492Ef maður ber orðið skúm- saman við orð í öðrum málum er ljóst að orðið hefur upphaflega merkt eitthvað sem var dimmt eða dökkleitt. Í færeysku er svipað orð t.d. haft um dökkleitt sauðfé.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ríkisfyrirtæki sem heldur að fólk sé fífl
19.12.2013 | 12:04
Þetta er ein fyndnasta línan í Little Britain þáttunum sem sýndir hafa verið hér á landi. Í þeim sést meðal annars karlmaður klæddur sem kona og viðbáran hjá henni er alltaf þetta: Tölvan segir nei. Skiptir engu um hvað málið fjallar. Kellingin segir nei og henni er nákvæmlega sama um viðskiptavininn.
Það verður ekki skafið af ríkisfyrirtækinu með langa nafninu, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, að hún er bákn sem fyrir löngu ætti að hafa verið lagt niður. Því miður kæru Vestfirðingar, næsta ferð er ekki fyrr en eftir áramót. Hvernig er hægt að haga rekstrinum á þennan hátt?
Dettur einhverjum í hug að Bónus eða Samkaup á Ísafirði myndu láta hafa þetta eftir sér? Nei, þessi fyrirtæki og öll önnur í einkaeigu byggja á því að selja. Þau láta vöruskort hamla sér, heldur fá vöruna senda með öllum mögulegum ferðum. Út á það gengur bisnissinn ... að selja.
Um daginn komst ríkisfyrirtækið með langa nafninu í fréttirnar vegna þess að stjórnendum þess líkaði ekki við umbúðir utan um þær vörur sem það átti að selja. Jú, þær voru þannig að einhverjir gætu ruglast á ávaxtasafa og einhverri vínblöndu ewða var það þannig að umbúðir þóttu ljótar ... Hver ákvað að ríkisfyrirtækið með langa nafninu ætti að vera með móralskar vangaveltur vegna sölunnar. Þetta er einokunarfyrirtæki í ríkiseigu og meðan svo er á það að selja það sem óskað er eftir því að það selji.
Einkafyrirtæki getur og má hafa skoðanir á vöruframboði sínu og einstökum vörutegundum en ekki ríkisfyrirtæki. Þá er betra að gefa sölu á áfengi frjálsa til þess að losa ábyrgðafulla stjórnendur þess undan þeirri kvöð að rugla einhverja viðskiptamenn í ríminu og hafa vöruna af öðrum.
Sko, staðreyndin er einfaldlega sú að fólk er ekki fífl. Réttið upp hönd sem ekki vita að inni í áfengisverslun er ekkert annað til sölu en áfengi ... og plastpokar.
Hversu vitlausir halda stjórnendur ríkisfyrirtækisins með langa nafninu að við, almenningur, séum?
Fyrirtæki sem getur ekki druslast til að vera með nægilegt framboð af vöru allt árið um kring á ekki að vera í rekstri. Ríkisfyrirtæki í sölu á ágengi er tímaskekkja.
Verður vínlaust á Ísafirði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er markvisst unnið að því að gjörbreyta Reykjavík?
19.12.2013 | 09:43
Þetta byrjaði allt með uppbyggingu háhýsa vi Borgartúns, svo kom skipulag fyrir nýjan Landsspítala og nú, þá kom skipulag fyrir íbúðabyggð í Skerjafirði og loks í beinu framhaldi kemur nú kemur skipulag hafnarinnar. Og skyldu þessi fjögur svæði eiga sameiginlegt?
Mér krossbrá þegar ég leit forsíðu Morgunblaðsins í morgun og ekki leið mér betur eftir að hafa lesið fréttina um byggingarnar á Hörpureitnum. Eftir myndinni að dæma er engu líkar en að aðilarnir sem sáu um hönnun fyrir Stalín, Kim Il Sung, Nicolae Ceausescu í Rúmeníu svo dæmi séu tekin, væru gengnir aftur og teknir til við skipulag í Reykjavík.
Ágæti lesandi, eftir að hafa litið á meðfylgjandi myndir, langar mig til að spyrja þig einnar spurningar, þú mátt svara mér á þessu vettvangi eða halda svarinu fyrir þig, en fyrir alla muni, vertu heiðarlegur. Spurningin er þessi:
Er það svona sem þú vilt að Reykjavík framtíðarinnar líti út?
Þegar taka skal ákvörðun um skipulag eru nokkur atriði sem þarf að meta. Hvað varðar Hörpuna og Landspítalann, Skerjafjörð og Borgartúnsturnana þá er málið þetta:
- Fellur skipulagið inn í umhverfið sem fyrir er? Svar: Nei!
- Eru verður skipulagið til bóta? Svar: Nei!
- Er skipulagið fallegt fyrir borgarbúa? Svar: Nei!
- Mun skipulagið hafa góð áhrif til framtíðar? Svar: Nei!
- Er almenn ánægja með skipulagið? Og nú svari hver fyrir sig.
Breytt gatnamót og lóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ólafur Ragnar rökstyður málstað Íslands
18.12.2013 | 16:07
Viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs er reglulega gott og upplýsandi. Ólafur er segir vel frá og skilmerkilega. Hann dregur ekkert undan og bætir í raun og veru engu við það sem hér er vitað. Eitt það sem lesendur skilja best er frásögnin af Gordon Brown og hryðjuverkalistanum breska:
Gordon Brown kom fram í sjónvarpi og tilkynnti heiminum að við værum gjaldþrota þjóð, sem var algjört bull og fráleit yfirlýsing. Ég vil ganga svo langt að kalla þetta efnahagslega hryðjuverkastarfsemi. Allir trúðu honum. Enginn trúði okkur. Ríkisstjórn Bretlands setti okkur á lista með al Qaeda og talibönum [þegar hún beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi]. Við erum einn af stofnaðilum Nató og traustur bandamaður Breta, við erum land án hers og ég hefði búist við að við værum síðasta þjóðin til að vera sett á slíkan lista. Þetta þýddi að lokað var á öll viðskiptatengsl íslenskra fyrirtækja við umheiminn.
Gordon Brown hefði aldrei þorað að lýsa yfir efnahagslegu stríði gegn Frakklandi eða Þýskalandi eða gegn nokkurri annarri stórri þjóð. Þetta var hans Falklandseyja-tækifæri og hann vonaðist eftir að skapa sér vinsældir eins og Thatcher gerði eftir Falklandseyja-stríðið.
Þessi verknaður ríkisstjórnar Verkamannaflokksins á ábyrgð Gordon Brown lítur sífellt verr út eftir því sem lengra líður frá því að þetta gerðist. Og ekki voru það síður vonbrigði þegar íslenska ríkisstjórnin leitaði aðstoðar til meintra vinaþjóða:
When we tried to engage America, our long-standing ally, they said, Sorry, guys, we are simply too preoccupied with other things. We were left alone. With every Western door closed to us, we turned to the Chinese, which then led to currency swaps between the Central Bank of Iceland and the central bank of China.
Við þurftum að leita til Kína, Kaninn mátt ekkert vera að þessu en hafði raunar tíma til að styðja við bakið á Skandinavísku þjóðunum með gerð samninga milli seðlabanka þessara ríkja.
Annars þótti mér eftirfarandi einna merkilegast í viðtalinu við Ólaf Ragnar (feitletranir eru mínar):
Youve heard of the Nordic model. Its a system where there is a highly competitive market economy but also an extensive network of social welfare institutions. Its proof that socialized medicine and universal education are not, as they are called in America, some socialist conspiracy but an integral part of a successful market economy -- because you dont find any business association in any of the Nordic countries wanting to change the nature of the Nordic social welfare state, health service, and education.
Bandaríkjamenn mættu alvega íhuga þessi orð svo hart sem þeir hafa barist gegn almennum sjúkratryggingum þar í landi.
Ég trúði matsfyrirtækjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ganga á hreint til verks en ekki í framsóknarhálfvelgju
18.12.2013 | 09:46
Í stað þess að slíta viðræðum um aðild að Evrópusambandinu með formlegum hætti, var ákveðið að gera á þeim hlé, sem fæstir vita hvað þýðir. Þannig hefur ríkisstjórnin skapað pólitíska óvissu, sem er með ólíkindum þegar haft er í huga að stjórnarflokkarnir eru báðir andvígir aðild.
Umræðan um IPA-aðlögunarstyrkina er birtingarmynd af pólitískri óvissu sem hefur verið búin til. Stjórnmálamenn sem eru andvígir ESB-aðild geta aldrei samþykkt að tekið sé við greiðslum sem eru tengdar aðildarumsókn - engu skiptir hversu góð verkefnin eru sem fjármögnuð eru með styrkjunum. Það hefði verið rétt, eðlilegt og sanngjarnt af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að gera ráðamönnum Evrópusambandsins grein fyrir því að Íslendingar tækju ekki við IPA-styrkjum, a.m.k. ekki á meðan hlé ríkir í viðræðum.IPA-styrkirnir eru ekki aðeins dæmi um að menn geta bæði átt og sleppt, heldur ekki síður hvernig trúverðugleiki skaðast, innanlands og utan.
Fjórtándi jólasveinninn loksins kominn til byggða
18.12.2013 | 00:10
Ég er búinn að sitja yfir þessum mönnum dögum saman að reyna að koma vitinu fyrir þá og okkur tókst endanlega að fá þá til að samþykkja desemberuppbótina nú í kvöld.
Já, þakka Árna Páli Árnasyni, bjargvættinum eina og sanna. Í staðinn verður hann samþykktur sem fjórtándi jólasveinninn. Eða ættum við að veita honum ráðherrastöðu án embættis í ríkisstjórninni?
Takið eftir tóninum í orðum mannsins, gorgeirnum. Hann segist vera búinn að sitja yfir þessum mönnum og koma vitinu fyrir þá. Mikill er máttur Árna Páls með sannleikann og máttinn sín megin.
Já, sáuð þið hvernig ég tók hann, piltar, sagði Jón sterki eftir að hafa lotið í lægra haldi.
Eða hvernig var það með manninn sem mætti í vinnuna með glóðarauga. Þegar félagarnir spurðu hvað hefði gerst sagðist hann hafa rekist á ljósastaur. Og gaf hann þér glóðarauga? spurðu þeir. Já, sagði sá meiddi, en snéri umsvifalaust vörn í sókn og sagði: En þið ættuð að sjá hvernig staurinn er útlítandi!
Fullt er af sögum um menn sem hæla sjálfum sér endalaust. Einhver sagði að fyrst enginn vildi segja neitt gott um sig væri hann nauðbeygður að gera það sjálfur.
Samþykkt að greiða desemberuppbót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Krónan og sjálfstæðið björgðu öllu!
17.12.2013 | 23:55
Efnahagsleg staða Íslands er reifuð bæði fyrir og eftir að bankarnir féllu haustið 2008. Landið sé hins vegar á réttri leið núna ekki síst vegna sjálfstæðs gjaldmiðils. Þetta litla norræna land hefur að mestu náð sér á strik eftir djúpastæða efnahagserfiðleika sem þakka má gengisfelldum gjaldmiðli og miklum viðskiptaafgangi - viðsnúningur sem var mögulegur að hluta til vegna þess að landið stendur utan við evrusvæðið, segir sömuleiðis í skýrslunni.
Þetta er nokkuð merkileg umsögn sem kemur fram í skýrslu Evrópuþingsins - og nokkuð rétt. Meira að segja sérfræðingar Evrópuþingsins sjá mikilvægi krónunnar og að landið stendur utan við evrusvæðið.
Nákvæmleg þetta hafa stuðningsmenn aðildar Íslands að ESB gert lítið úr og raunar gert þveröfugt, haldið því fram að hvort tveggja hafi stuðlað að enn frekari erfiðleikum þjóðarinnar.
Gaman verður að sjá hvernig ESB-sinnar reyna að snúa sig út úr þessu.
Ólíklegt að umsóknin haldi áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |