Ríkisfyrirtæki sem heldur að fólk sé fífl

computer-says-no

Computer says NO

Þetta er ein fyndnasta línan í Little Britain þáttunum sem sýndir hafa verið hér á landi. Í þeim sést meðal annars karlmaður klæddur sem kona og viðbáran hjá henni er alltaf þetta: Tölvan segir nei. Skiptir engu um hvað málið fjallar. Kellingin segir nei og henni er nákvæmlega sama um viðskiptavininn.

Það verður ekki skafið af ríkisfyrirtækinu með langa nafninu, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, að hún er bákn sem fyrir löngu ætti að hafa verið lagt niður. Því miður kæru Vestfirðingar, næsta ferð er ekki fyrr en eftir áramót. Hvernig er hægt að haga rekstrinum á þennan hátt?

Dettur einhverjum í hug að Bónus eða Samkaup á Ísafirði myndu láta hafa þetta eftir sér? Nei, þessi fyrirtæki og öll önnur í einkaeigu byggja á því að selja. Þau láta vöruskort hamla sér, heldur fá vöruna senda með öllum mögulegum ferðum. Út á það gengur bisnissinn ... að selja.

Um daginn komst ríkisfyrirtækið með langa nafninu í fréttirnar vegna þess að stjórnendum þess líkaði ekki við umbúðir utan um þær vörur sem það átti að selja. Jú, þær voru þannig að einhverjir gætu „ruglast“ á ávaxtasafa og einhverri vínblöndu ewða var það þannig að umbúðir þóttu ljótar ... Hver ákvað að ríkisfyrirtækið með langa nafninu ætti að vera með móralskar vangaveltur vegna sölunnar. Þetta er einokunarfyrirtæki í ríkiseigu og meðan svo er á það að selja það sem óskað er eftir því að það selji.

Einkafyrirtæki getur og má hafa skoðanir á vöruframboði sínu og einstökum vörutegundum en ekki ríkisfyrirtæki. Þá er betra að gefa sölu á áfengi frjálsa til þess að losa ábyrgðafulla stjórnendur þess undan þeirri kvöð að rugla einhverja viðskiptamenn í ríminu og hafa vöruna af öðrum.

Sko, staðreyndin er einfaldlega sú að fólk er ekki fífl. Réttið upp hönd sem ekki vita að inni í áfengisverslun er ekkert annað til sölu en áfengi ... og plastpokar.

Hversu vitlausir halda stjórnendur ríkisfyrirtækisins með langa nafninu að við, almenningur, séum?

Fyrirtæki sem getur ekki druslast til að vera með nægilegt framboð af vöru allt árið um kring á ekki að vera í rekstri. Ríkisfyrirtæki í sölu á ágengi er tímaskekkja. 


mbl.is Verður vínlaust á Ísafirði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband