Ólafur Ragnar rökstyður málstað Íslands

Viðtalið við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í bandaríska tímaritinu Foreign Affairs er reglulega gott og upplýsandi. Ólafur er segir vel frá og skilmerkilega. Hann dregur ekkert undan og bætir í raun og veru engu við það sem hér er vitað. Eitt það sem lesendur skilja best er frásögnin af Gordon Brown og hryðjuverkalistanum breska:

Gordon Brown kom fram í sjónvarpi og tilkynnti heiminum að við værum gjaldþrota þjóð, sem var algjört bull og fráleit yfirlýsing. Ég vil ganga svo langt að kalla þetta efnahagslega hryðjuverkastarfsemi. Allir trúðu honum. Enginn trúði okkur. Ríkisstjórn Bretlands setti okkur á lista með al Qaeda og talibönum [þegar hún beitti hryðjuverkalögum gegn Íslandi]. Við erum einn af stofnaðilum Nató og traustur bandamaður Breta, við erum land án hers og ég hefði búist við að við værum síðasta þjóðin til að vera sett á slíkan lista. Þetta þýddi að lokað var á öll viðskiptatengsl íslenskra fyrirtækja við umheiminn.

Gordon Brown hefði aldrei þorað að lýsa yfir efnahagslegu stríði gegn Frakklandi eða Þýskalandi eða gegn nokkurri annarri stórri þjóð. Þetta var hans Falklandseyja-tækifæri og hann vonaðist eftir að skapa sér vinsældir eins og Thatcher gerði eftir Falklandseyja-stríðið.“ 

Þessi verknaður ríkisstjórnar Verkamannaflokksins á ábyrgð Gordon Brown lítur sífellt verr út eftir því sem lengra líður frá því að þetta gerðist. Og ekki voru það síður vonbrigði þegar íslenska ríkisstjórnin leitaði aðstoðar til meintra vinaþjóða:

When we tried to engage America, our long-standing ally, they said, “Sorry, guys, we are simply too preoccupied with other things.” We were left alone. With every Western door closed to us, we turned to the Chinese, which then led to currency swaps between the Central Bank of Iceland and the central bank of China.

Við þurftum að leita til Kína, Kaninn mátt ekkert vera að þessu en hafði raunar tíma til að styðja við bakið á Skandinavísku þjóðunum með gerð samninga milli seðlabanka þessara ríkja.

Annars þótti mér eftirfarandi einna merkilegast í viðtalinu við Ólaf Ragnar (feitletranir eru mínar):

You’ve heard of the Nordic model. It’s a system where there is a highly competitive market economy but also an extensive network of social welfare institutions. It’s proof that socialized medicine and universal education are not, as they are called in America, some socialist conspiracy but an integral part of a successful market economy -- because you don’t find any business association in any of the Nordic countries wanting to change the nature of the Nordic social welfare state, health service, and education. 

Bandaríkjamenn mættu alvega íhuga þessi orð svo hart sem þeir hafa barist gegn almennum sjúkratryggingum þar í landi.


mbl.is „Ég trúði matsfyrirtækjunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er auðvitað alvarleg múgsefjun í gangi þegar því er trúað að bankar frá einu minnsta hagkerfi heimsins geti - nýkomnir í einkavæðingu - ávaxtað fé á ofurvöxtum í rótgrónum iðnríkjum.

Árni Gunnarsson, 18.12.2013 kl. 16:39

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það sem Ólafur Ragnar Grímsson segir um norræna módelið er góð lexía fyrir Bandaríkjamenn.  

En það er nokkuð magnað að gamli kommúnistinn Ólafur Ragnar Grímsson, nýfrjálshyggjuáróðursmeistarinn Hannes Hólmsteinn og mesti leiðtogi íslenskra íhaldsmanna, Davíð Oddsson, séu sammála um það að fórnarlambsvæða Ísland. Það er svo auðvelt að kenna öðrum um.  

Wilhelm Emilsson, 18.12.2013 kl. 23:22

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvernig magnað Wilhelm,? Ef þeir eru stjórnmálamenn hlýtur þú að hafa fylgst með sáttmálum sem þeir gera með sér,þegar þeir mynda ríkisstjórn. Leiðarljósið var ævinlega,hvernig fáum við þjóð vorri borgið. Þeir gömlu voru/eru trúir landi og þjóð,vörðu fullveldi þess með ráðum og dáð. Því skyldu þeir ekki taka upp þykkjuna fyrir þá sömu þjóð þegar ráðist er á hana með þessum hætti. Það átti Jóhönnustjórn að gera strax,þegar hryðjuverkalögin voru sett á Ísland.-Engum finnst það skrítið,þótt Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttormsson,standi með okkur hægri mönnum gegn umsókn/aðild að ESB.Það magnaðasta er kannski að Þorsteinn Pálsson, (fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokks.) skuli galandi áróður upp á hóli frá Evrópusambandinu,með þá von í brjósti að Íslendingar taki mark á honum....... .... .. Í dag birtist í vísindaritinu Natures,grein eftir vísindamenn I.E.-Landspítala og erlendra samstarfsmanna um áhrif erfðamarka,sem tengjast einhverfu og geðklofa á hugsun og hugsanaferli í einstaklingum. Þeir eru samt ekki með þessa sjúkdóma,en áhrif þessara erfðamarka á taugalíffræðilega mælikvarða hugsunar er undirliggjandi. Kannski komin skýring á svo mörgu mögnuðu sem hefur gerst undanfarin ár í hegðun okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 19.12.2013 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband