Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Litríkir lækir, blautir og þurrir ...
12.9.2012 | 21:40
Þegar hraunspýja rann fram af Fimmvörðuhálsi og ofan í Hvannárgil í Goðalandi stíflaði hún Hvanná, sem þarna er þó frekar lítil.
Hún fann sér þó leið framhjá hrauninu en ekki það og hélt svo sína hefðbundnu leið eins og hún hefur án efa gert í árhundruð án mikilla breytinga. Þegar nánar var að gáð sást þó að hraunið sýndi nokkurn lit.
Liturinn kom fram í árfarvegi Hvannár. Þegar áinn sleikti hraunið leysti hún án efa upp einhver efnasambönd sem síðan settust í árbotninn. Hann varð ljósblár, brúleitur og líklega fékk hann jafnvel fjölbreyttari liti.
Ár er nú síðan ég gekk síðast um Hvannárgil og þá velti ég fyrir mér hversu kunnuglegir mér þótti þetta fyrirbrigði. Hvar hafði ég séð svona áður.
Svo gleymdi ég þessu öllu þangað til ég rakst á myndir úr Kálfafellsdal í safni mínu. Og þá rifjaðist þetta upp fyrir mér.
Kálfafellsdalur í Austur-Skaftafellssýslu er stórfengleg náttúrusmíð. Eitt það merkilegasta sem ég hef séð hér á landi. Dalurinn er um það bil fjórtán kílómetra langur en frekar mjór, rúmlega eins kílómetra langur fremst en innst er hann miklu minni, um eitt til tvö hundruð metrar eftir því við hvað er miðað.
Hlíðar dalsins teygja sig víða langt upp fyrir eitt þúsund metra. Þarna eru víða merki um eldvirkni, berggangar teygja sig um allar hlíðar og slíta þær í sundur.
Og svo kemur röðin að hinum undarlegu árfarvegum sem þó voru þurrir er ég átti síðast leið þarna um, fyrir um þrettán árum.
Á efstu myndinni er hraunspýjan sem féll ofan í Hvannárgil.
Á litlu myndinni vinstra megin er lækurinn skammt fyrir neðan hraunið í gilinu. Ef lesandinn brýnir glyrnurnar kann hann að sjá litinn í á grjótinu í árbotninum.
Hægra megin er hinn þurri en blái lækjarfarvegur í hlíðum Kálfafellsdal. Alveg furðulegt að líta hann. Rétt eins og barn hafi þarna verið á ferð með litina sína og fundist ljósblái liturinn flottastur. Eiginlega er hann þó alveg út úr kortinu.
Raunar voru lækirnir tveir ef ekki fleiri. Hér eru myndir af þeim báðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sífelldir skjálftar undir Tungnakvíslajökli
12.9.2012 | 15:38
Katla er komin í frí en Mýrdalsjökull er vakandi. eða með öðrum orðum enginn jarðskjálfti hefur mælst innan öskjunnar í Mýrdalsjökli undanfarna sólarhringa en alltaf er einhver órói undir rótum Tungnakvíslajökuls eða þar um kring.
Greinilegt er að enginn jarðfræðingur les bloggið mitt annars væru þeir án efa búnir að rita einhverjar athugasemdir um þessa sífelldu pistla mína um Tungnakvíslajökul. Mér finnst bara svo merkilegt að virknin skuli hafa þróast á þann vega að þar undir sé mikil hreyfing sem jafnast á við þá inni í öskunni. Og þegar askjan er komin í frí er enn líf undir Tungnakvíslajökli.
Ekki getur þetta allt verið hreyfingar á ís eða hrun. Ímyndum okkur að leikmannasið að þarna verði eldgos. Afleiðingarnar verða meiriháttar svo ekki sé meira sagt. Án efa verður flóð. Bráðvatnið mun streyma út Krossárdal, eflaust með einhverjum skemmdum í Básum og Langadal, síðan út með Fljótshlíð og skella þar á varnargörðum.
Hitt ber þó að skoða að jarðskjálftar þurfa ekki endilega að vera undanfari eldgoss. Það breytir því ekki að staðsetningin jarðskjálftanna er afskaplega forvitnileg - að mínu mati.
Ósanngjarn stóreignaskattur á eldri borgara
12.9.2012 | 11:23
Já, aldeilis fínt að stóreignaskatturinn skuli nýtast. Gott að þeir sem eitthvað eiga aflögu leggi nú aura til vannærðs ríkissjóðs. Svona segja víst margir en hröpum ekki að niðurstöðu.
Í ágætri umfjöllun í Morgunblaðinu í morgun kemur eftirfarandi fram um auðlegðarskatt á síðasta ári:
- 2.000 landsmenn, 65 ára og eldri greiddu auðlegðarskatt
- Þessir eldri borgarar greiddu tvo milljarða króna, heildarskattheimtan var sex milljarðar
- 340 þessara eldri borgara voru með árstekjur undir einn milljón króna
- Þeir greiddu engu að síður 430 milljónir króna í auðlegðarskatt
Hvernig getur fólk greitt auðlegðarskatt af launum sem eru undir einni milljón króna. Veit einhver hve framfærslukostnaður er á mann? Getur einhver lifað á 83.000 krónum á mánuði eða minna?
Hafi 340 manns ekki aðrar tekjur en innan við eina milljón króna á ári þá þarf það að selja íbúðina sína eða húsið sitt. Ef til vill leigja frá sér.
Þegar upp er staðið sýnist mér að þessi skattheimta sé ekkert annað en eignaupptaka, raunar opinber þjófnaður á lögmætum eignum fólks.
Lítum líka á þá staðreynd að fólk sem hefur í gegnum árin sparað og safnað peningum til að keypt eignir sínar. Alla tíð hefur þetta fólk greitt lögboðna skatta af tekjum sínum.
Og núna, þegar þetta fólk er komið á efri ár, kemur nýr skattur. Skatturinn sem fólkið greiddi áður af tekjum sínum var ekki nóg heldur er að auki greiddur skattur, sem í raun er skattur á tekjur sem orðnar eru að eignum.
Ég geri nú tillögu til hinnar heimsku ríkisstjórnar um nýjan skattstofn. Reiknaðar verði saman tekjur almennings, þær sem ekki voru nýttar til eignakaupa, og þær skattlagðar um 1,5%.
Já, aldeilis fínt að slíkur skattur geti nýst. Gott að þeir sem eitthvað eigi aflögu leggi nú aura til vannærðs ríkissjóðs.
... ha, hvað segirðu, ágæti lesandi? Á þetta fólk ekki pening til að greiða svona skatt?
Því trúi ég nú alveg. Staða þeirra er þá alveg eins og 340 eldri borgara sem krafðir eru um stóreignaskatt og hafa ekki tekjur til að geta greitt hann.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Valdabaráttan í Vinstri grænum
12.9.2012 | 11:22
Valdabaráttan í Vinstri grænum miðast að því að treysta stöðu formannsins og valdablokkarinna sem hann stendur fyrir og kennd hefur verið við Þistilfjörð. Þannig vinnur hann jafnt og þétt að mynda manngerða skjaldborg í kringum sig, skipaða sínum æstustu aðdáendum og vinum. ... Pólitísk niðurlæging Björns Vals Gíslasonar á dögunum er ekki eina dæmið um það.
Björn Valur Gíslason hefur nú hrökklast úr starfi þingflokksformanns Vinstri grænna vegna þess að fjölmiðlapláss vantar fyrir Álfheiði Ingadóttur. Fyrir vikið er hægt að endurvinna skrif Björns Vals og snúa á hann og Vinstri græna. Ofangreint er af bloggin Björns Vals. Feitletruðu orðin eru þó mín.
auðvitað er þessi tilvitnuðu orð tóm þvæla, fyrir og eftir breytingu.
Álfheiður formaður þingflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skiptir Ártúnsbrekkan svo ýkja miklu máli?
11.9.2012 | 15:04
Það er alveg ótrúlegt að heilsteypt áætlun skuli ekki vera fyrir hendi vegna náttúruhamfara á höfuðborgarsvæðinu. Nefna má eldgos, hraunrennsli, öskufall, jarðskjálfta eða sjávarflóð. Nokkrir hafa þó fjallað um þessi mál af mikilli þekkingu, til dæmis Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, Emil Hannes Valgerisson, bloggari, hefur gert kort af hugsanlegu hraunrennsli, og einnig hefur Ómar Ragnarsson bent á alvarlegar brotalamir í umfjöllun stjórnvalda.
Í þessu sambandi þarf að kanna hvers konar eldgosa má vænta í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og jafnvel á því sjálfu. Líklega eru ekki búist við stórum eldgosum samkvæmt sögunni, né heldur verður öskufall mikið. Hins vegar hafaf hér runnið gríðarlega miklir hraunflákar en einnig afar lítil hraun.
Í ljósi ofangreinds, ef rétt er, er líklega lítil hætta á því að fólk flýi umvörpum höfuðborgarsvæðið. Helsta vandamálið er því hraunrennsli og skemmdir á veitulögnum. Hvort tveggja getur gert stór hverfi óíbúðarhæf og þar af leiðandi kann fólk að þurfa að flýja. Ein hvert? landsbyggðin getur ekki hýst tvo þriðju landsmanna, húsnæði er ekki fyrir hendi.
Af þessu má draga þær ályktanir að mjög brýnt sé að verja byggðina gegn hraunrennsli og halda opnum veitulögnum og vegum. Hafi fólk rafmagn, heitt og kalt vatn er fólk rólegra og grípur ekki til aðgerða sem eru í litlu samræmi við aðstæður.
Þá er spurningin þessi: Hvað hefur verið gert til að verja veitulagnir og vegi gegn hugsanlegri vá? Ártúnsbrekkan skiptir litlu.
Annar ekki umferð ef rýma þarf borgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eðlilegt að þakka fyrir
11.9.2012 | 13:33
Styrkja björgunarsveit eftir leit að konu í Eldgjá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hin versta klípa stjórnmálaflokks
11.9.2012 | 13:24
Kommissararnir í ESB vita alveg hug íslensku þjóðarinnar gagnvart aðildarumsókninni. Þjóðin er fjúkan reið vegna hennar og það birtist einfaldlega í stöðu Samfylkingarinnar og VG í skoðanakönnunum.
Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, segir á Vinstrivaktinni gegn ESB:
Vinstri grænir hafa komið sér í einhverja verstu klípu sem stjórnmálaflokkur getur ratað í. Kosningar nálgast óðum þar sem bersýnilega verður tekist hart á um stærsta mál líðandi stundar: afstöðuna til ESB-aðildar. Forystumenn VG samþykktu aðildarumsókn í trausti þess að á tveimur, þremur árum mætti kanna hvað í boði væri og síðan gæti þjóðin fellt sinn lokadóm um samningsniðurstöðuna og hafnað inngöngu í ESB.
Þetta fór þó allt á versta veg fyrir VG eins og vænta mátti. Leiðtogar ESB hafa sem stendur lítinn áhuga á aðildarsamningi við Íslendinga vegna þess að þeim er löngu orðið ljóst eins og öllum öðrum að íslenska þjóðin vill ekki ganga í ESB. Þess vegna hafa viðkvæmustu þættir samningaviðræðnanna ekki einu sinni verið opnaðir hvað þá meir.
Verst af öllu er þó sú staðreynd að Vinstri græni hafa orðið sér til mikillar hneisu vegna umsóknarinnar og að hægt væri að kanna hvað í boði væri. Auðvitað var þetta tóm vitleysa sem borin var á borð fyrir þjóðina. Ekki er hægt að kíkja í pakkann því pakkinn er einfaldlega sjálft ESB. Aðildarviðræður eru aðlögunarviðræður. Þær fjalla einfaldlega um það hvernig Ísland ætlar að taka upp lög og reglur ESB, aðlaga sig þessu ríkjasambandi.
Þetta er ástæðan fyrir því að VG er margklofinn flokkur. Þetta er ástæðan fyrir því að Jóni Bjarnasyni var vikið úr ráðherraembætti. Leiðtogar VG draga flokk sinn á asnaeyrum. Verst er þó að þeir, ásamt Samfylkingunni, hafa gert Ísland ómarktækt í augum umheimsins. Það fyrirgefst örugglega ekki í Brussel að sækja um aðild án þess að hugur fylgi máli.
Þuríði ýtt til hliðar ...
11.9.2012 | 11:35
Þuríður Backman hefur tilkynnt um að hún muni hverfa af vettvangi stjórnmálanna að loknu þessu kjörtímabili. Þar með hverfur enn ein konan úr framvarðarsveit Flokksins. Þuríður hefur nú stöðu væntanlegs fyrrverandi þingmanns. Með þessari yfirlýsingu dregur skiljanlega mjög úr vægi Þuríðar á þingi næsta vetur enda ekki líklegt að sú sem er á útleið hafi sterka stöðu innan Flokksins.
Valdabaráttan í Vinstri grænum miðast að því að treysta stöðu formannsins og valdablokkarinnar sem hann stendur fyrir og kennd hefur verið við Þistilfjörð. Þannig vinnur hann jafnt og þétt að mynda manngerða skjaldborg í kringum sig, skipaða sínum æstustu aðdáendum og vinum. Það eru allt karlar. Konum er skipulega ýtt til hliðar og er greinilega ekki ætlað stórt hlutverk í flokknum hvort sem hann verður áfram utan stjórnar eða kemst einhverntímann í ríkisstjórn. ...
Haldi einhver að eg hefi ritað ofangreint er það mikill misskilningur. Ég breytti aðeins nokkrum orðum og niðurstaðan er alltaf þetta sama bölvaða bull og samsæriskenningar sem stafa frá formanni þingflokks Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs með glóðarauga á báðum eftir niðurstöður skoðanakannana sem benda til hroðalegs fylgistaps vegna dekur flokksins við ESB aðildina. Margklofinn flokkur, misskilinn og seinheppinn.
Þuríður hættir á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Veljum prófkjör í Norðvesturkjördæmi
11.9.2012 | 00:01
Ásbjörn Óttarsson hefur reynst vinnusamur þingmaður og maður á eftir að sakna hans af þingi. Hann kom inn þangað með sem sjómaður og með mikla reynslu úr sjávarútvegi.
Ég þekkti Ásbjörn ekki fyrr en ég hitti hann á kynningarfundi frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í Skagafirði. Við höfðum nokkrir ákveðið að verma frambjóðendunum í prófkjörinu dálítið undir uggum, sjá hvernig þeim yrði við stórkarlalegum og frekjulegum spurningum. Skemmst er frá því að segja að allir stóðu frambjóðendurnir sig vel en mér er Ásbjörn dálítið minnisstæður. Hann var hreinskiptinn, hafði húmor til að skilja móralinn á bak við allt þetta hjá okkur, reiddist ekki og svo var hann vel að sér í stjórnmálum.
Nú er á ný komið að því að velja frambjóðendur á framboðslistann í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að gott fólk í kjördæmisráðinu velji prófkjörsleiðina. Þung undiralda er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að það mátti skilja á orðum framkvæmdastjóra flokksins um daginn að hann væri að mæla gegn almennu prófkjöri.
Fjölmargir einstaklingar hafa orðið til að mótmæla þessu opinberlega og hvatt Sjálfstæðisflokkinn til að efna til prófkjörs í öllum kjördæmum. Meðal annars hefur stjórn Sambands ungra Sjáflstæðismanna farið fram á það.
Samkvæmt frétt mbl.is verður kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi haldið þann 13. september. Líklegast er það fyrsta kjördæmisþingið sem tekur afstöðu til þess hvernig velja eigi á framboðslista. Ég skora á þingið að velja prófkjörsleiðina. Ég trúi í raun ekki öðru en að hún verði valin um allt land. Ef ekki, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera sjálfum sér gríðarlegan grikk.
Prófkjör er eina heiðarlega leiðin til að velja á framboðslista. Allar aðrar leiðir munu verða til þess að efasemdir vakna um lýðræðið í flokknum og þá fækkar eðlilega atkvæðunum.
Ásbjörn hyggst hætta á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Björn Val langar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn
10.9.2012 | 13:07
Þó allt sé í kalda koli innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs herfur formaður flokksins ekkert annað þarfara að gera en að spá og spekúlera í Sjálfstæðisflokknum. Honum líst vel á flokkinn og gæti eflaust hugsað sér að ganga í hann. Ekki er furða þó svo sé, þingsæti Björns Vals Gíslasonar er hvort eð er tapað enda er hann áttundi þingmaður Norðausturkjördæmis.
Þó hann langi verður ólíklegt verður þó að telja að hann komist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn þó hann langi. Um nokkra þröskulda þarf hann að fara áður en að því geti komið.
Hvers vegna? Jú, Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvort tveggja gert, lýst yfir andstöðu við inngöngu Íslands í ESB og þingmenn hans hafa flestir lagst gegn aðildinni.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur samþykkt stefnu flokksins sem leggst gegn aðild að ESB en engu að síður gengur hann gegn henni og hefur á Alþingi samþykkt inngönguna.
Fyrir að hafa tungur tvær og geta talað sitt með hvorri var hann kjörinn formaður þingflokks VG. Þetta hafa til dæmis Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason ekki getað og því hrakist úr þingflokki VG. Á máli Björns Vals heitir þetta klofningur jafnvel þó hann vilji ekki viðurkenn það og þaðan af síður að hann þori að ræða það.
Nei, Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka við Birni Val og hann þarf að fara aftur á sjóinn eftir næstu þingkosningar, það er öruggt. Hins vegar væri ekki úr vegi að nefna hér tilsvar Guðna rektors í MR þegar hann hvatti lata nemendur til að fara á sjóinn. Þá sagði hann jafnan: Nei, það þýðir víst ekki að senda yður á sjóinn, þangað vantar menn ...