Veljum prófkjör í Norðvesturkjördæmi

Ásbjörn Óttarsson hefur reynst vinnusamur þingmaður og maður á eftir að sakna hans af þingi. Hann kom inn þangað með sem sjómaður og með mikla reynslu úr sjávarútvegi. 

Ég þekkti Ásbjörn ekki fyrr en ég hitti hann á kynningarfundi frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í Skagafirði. Við höfðum nokkrir ákveðið að verma frambjóðendunum í prófkjörinu dálítið undir uggum, sjá hvernig þeim yrði við stórkarlalegum og frekjulegum spurningum. Skemmst er frá því að segja að allir stóðu frambjóðendurnir sig vel en mér er Ásbjörn dálítið minnisstæður. Hann var hreinskiptinn, hafði húmor til að skilja móralinn á bak við allt þetta hjá okkur, reiddist ekki og svo var hann vel að sér í stjórnmálum.

Nú er á ný komið að því að velja frambjóðendur á framboðslistann í Norðvesturkjördæmi. Ég vona að gott fólk í kjördæmisráðinu velji prófkjörsleiðina. Þung undiralda er í Sjálfstæðisflokknum vegna þess að það mátti skilja á orðum framkvæmdastjóra flokksins um daginn að hann væri að mæla gegn almennu prófkjöri. 

Fjölmargir einstaklingar hafa orðið til að mótmæla þessu opinberlega og hvatt Sjálfstæðisflokkinn til að efna til prófkjörs í öllum kjördæmum. Meðal annars hefur stjórn Sambands ungra Sjáflstæðismanna farið fram á það.

Samkvæmt frétt mbl.is verður kjördæmisþing Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi haldið þann 13. september. Líklegast er það fyrsta kjördæmisþingið sem tekur afstöðu til þess hvernig velja eigi á framboðslista. Ég skora á þingið að velja prófkjörsleiðina. Ég trúi í raun ekki öðru en að hún verði valin um allt land. Ef ekki, er Sjálfstæðisflokkurinn að gera sjálfum sér gríðarlegan grikk. 

Prófkjör er eina heiðarlega leiðin til að velja á framboðslista. Allar aðrar leiðir munu verða til þess að efasemdir vakna um lýðræðið í flokknum og þá fækkar eðlilega atkvæðunum.


mbl.is Ásbjörn hyggst hætta á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Sæll Sigurður.

Í fréttinni hér á mbl.is er farið rangt með (þrátt fyrir að fréttin sé eiginlega ,,copy/paste" frá Skessuhorni.

Aðalfundur kjördæmisráðs verður 13. október.

Kær kveðja

Örvar

Örvar Már Marteinsson, 11.9.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband