Björn Val langar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn

Þó allt sé í kalda koli innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs herfur formaður flokksins ekkert annað þarfara að gera en að spá og spekúlera í Sjálfstæðisflokknum. Honum líst vel á flokkinn og gæti eflaust hugsað sér að ganga í hann. Ekki er furða þó svo sé, þingsæti Björns Vals Gíslasonar er hvort eð er tapað enda er hann áttundi þingmaður Norðausturkjördæmis.

Þó hann langi verður ólíklegt verður þó að telja að hann komist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn þó hann langi. Um nokkra þröskulda þarf hann að fara áður en að því geti komið. 

Hvers vegna? Jú, Sjálfstæðisflokkurinn hefur hvort tveggja gert, lýst yfir andstöðu við inngöngu Íslands í ESB og þingmenn hans hafa flestir lagst gegn aðildinni.

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur samþykkt stefnu flokksins sem leggst gegn aðild að ESB en engu að síður gengur hann gegn henni og hefur á Alþingi samþykkt inngönguna.

Fyrir að hafa tungur tvær og geta talað sitt með hvorri var hann kjörinn formaður þingflokks VG. Þetta hafa til dæmis Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason ekki getað og því hrakist úr þingflokki VG. Á máli Björns Vals heitir þetta klofningur jafnvel þó hann vilji ekki viðurkenn það og þaðan af síður að hann þori að ræða það.

Nei, Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki taka við Birni Val og hann þarf að fara aftur á sjóinn eftir næstu þingkosningar, það er öruggt. Hins vegar væri ekki úr vegi að nefna hér tilsvar Guðna rektors í MR þegar hann hvatti lata nemendur til að fara á sjóinn. Þá sagði hann jafnan: Nei, það þýðir víst ekki að senda yður á sjóinn, þangað vantar menn ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband