Ríkisstjórnin gerir ekkert vegna atvinnuleysis

Mesta mein þjóðfélagsins eftir hrun, og raunar alla tíð, er atvinnuleysi. Vissulega er það dýrt fyrir þjóðfélagið, kostar tugmillljarða króna. Verst er þó hið persónulega áfall sem sá verður fyrir er missir atvinnu sína. í því er fólgin sá mesti kostnaður sem um getur.

Þetta vita allir og ekki síst ríkisstjórn Íslands. Hún og þinghluti hennar hreykir sér af því að atvinnuleysi hafi minnkað hér um einhverja prósentu á milli ára. Um leið er ekki tekið tillit til þeirra sem hafa flutt úr landi og fengið vinnu í útlöndum og þeir gleymast líka smáverktakarnir sem fá ekki einu sinni að skrá sig á atvinnuleysisskrá.

Á sama tíma og atvinnuleysið grasserar í þjóðfélaginu stendur ríkisstjórnin og mundar hnífinn og ætlar að rista upp sjávarútveg landsins, eyðileggja það starf sem þar hefur verið unnið með fljótfærnislegum tillögum um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Og svo er milljörðum eytt í ESB umsókn og aðlögun og loks er milljöðrum eytt í uppstokkun á stjórnarráðinu sem engu mun skila nema útgjöldum. 

Í þokkabót kemur svo forsætisráðherrann reglulega fram í fjölmiðlum og lofar þúsundum starfa. Engar efndir hafa verið á þeim loforðum. Ástæðan er einföld, getuleysi.


mbl.is Tapið 2-300 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband