Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012
Nýtum orkuna innanlands
12.4.2012 | 15:43
Ríkisstjórnin sem er búin að leggja fram rammaáætlun um virkjanir, ríkisstjórn sem þykist styðja náttúruvernd, ríkisstjórn sem er á móti stóriðju, ríkisstjórn sem leggst gegn atvinnulífinu, ætlar nú að skipa nefnd um sæstreng til að sjá Bretum fyrir raforku.
Miðað við það hvernir ríkisstjórnin hefur látið er mörgum spurn hvort eitthvað sé aflögu af rafmagni til útflutnings?
Í sannleika sagt er það pólitísk ákvörðun hvað við viljum flytja til annarra landi. Viljum við vinna vörur hér á landi og skapa þannig atvinnu eða ætlum við að vera hráefnisútflytjandi flytja út óunnar vörur eða rafmagn?
Ég á ákaflega auðvelt með að leggja fram eigin pólitíska stefnu í þessum málum. Hún hljóðar svo: Við eigum að nýta orkuna innanlands, skapa hér verðmæti, efla atvinnulíf og gera landið vænt til búsetu aftur eftir hrun og hrunstjórnun núverandi ríkisstjórnar.
Það er vonlaust að útflutningur raforku skapi okkur meira í vasann en útflutningur á varningi sem unnin er hér að meira eða minna leiti. Svo er þeirri spurningu ósvarað hvar á að taka orkuna þegar við getum ekki einu sinni skaffað rafmagn í iðnaðarframleiðslu á Reykjanesi.
Ég trúi ekki öðru en að fleiri séu sammála þessari pólitísku stefnu.
Afgangsorka verður sennilega aldrei til hér á landi að óbreyttri tækni.
Skipar starfshóp um sæstreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hver talar svona ...?
12.4.2012 | 08:53
Deilt er um hlutleysi Ríkisútvarpsins, stofnunar sem oft er nefnd Ruv. Bergþór Ólafsson sagði í gær frá sláandi niðurstöðum könnunar er hann gerði fyrir eigin reikning. Í morgun er fjallað um málið í Morgunblaðinu. Þar tjá stjórnarandstæðingar sig og það nokkuð ákveðið.
Einnig er rætt við þann mann sem ætti að þekkja vel til inviða Rúvs. Og hér eru orð hans ognú bið ég lesendur að bera kennsl á hann byggða á talsmátanum. Þetta segir maðurinn:
Við erum auðvitað með skýrar kröfur um hlutlægni á Ríkisútvarpinu, og raunar ætlumst við til þess af öllum fjölmiðlum en ekki síst af Ríkisútvarpinu, en það er ekki þar með sagt að dagskrárgerðarfólk megi ekki hafa skoðanir og birta þær, segir XXX, spurð út í viðbrögð sín vegna gagnrýni Bergþórs Ólasonar, og bætir við: Það er auðvitað spurning hvar línan liggur milli þeirra sem annast fréttir, þar sem þetta er viðkvæmara, og síðan þá sem eru í annarri dagskrárgerð, við erum auðvitað með mörg dæmi um það að þáttastjórnendur séu þekktir fyrir sínar skoðanir.
Hver talar svona?
- Gamall og þreyttur yfirmaður í Rúvi.
- Fyrrverandi embættismaður í menntamálaráðuneytinu
- Hægri sinnaður stjórnmálamaður, þreyttur og latur
- Ung og frísk vinstri sinnaður stjórnmálamaður sem gegnir stöðu mennta- og menningarmálaráðherra.
- Íhaldsamur blýantsnagari í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem hefur upplýsingamál á sinni könnu.
Svör óskast hið snarasta.
Guernica og örlög guðanna
12.4.2012 | 08:39
Örlög guðanna er nafnið á athyglisverðri sýningu í Víkingaheimum og segir frá henni í Morgunblaðinu í morgun. Greint er frá myndum eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, myndlistakonu, og meðal annars birt meðfylgjandi mynd og segir í myndatexta blaðsins: Atgangur Það er farsælast að reita ekki jötna til reiði.
Myndin er sérstök og um leið og ég sá hana minnti hún mig á myndina Guernica eftir Piccasso.
Í henni túlkar listmaðurinn loftárás þýskra og ítalskra herflugvéla á bæinn Guernica á Spáni þann 26. apríl 1937 í borgarastyrjöldinni. Árásina gerði Picasso ódauðlega og sýnir mynd hans gríðarlegar þjáningar og vakti athygli á glæpaverkum fasistastjórnar Francós.
Mynd Kristínu Rögnu er stórskemmtileg og lýsandi fyrir viðfangsefnið og ég er ákveðinn í því að skoða þessa skemmtilegu sýningu í Víkingaheimum.
Helgi dagsins
12.4.2012 | 08:22
Sagt var að í gömlu Sovétríkjunum og leppríkjum þeirra hafi kommúnistarnir getað stjórnað öllu nema tvennu, skopskyni almennings og efnahagsmálum. Menn héldu geðheilsu sinni með því að hvísla brandara um stjórnvöld og loks kom að þeim degi að þessi einræðisríki hrundu innanfrá vegna slakrar efnahagsstjórnar. Einræðið er dýrt, miklu dýrara en lýðræðið.
Helgi Sigurðsson skopmyndateiknari Morgunblaðsins skýtur föstum skotum að íslenskum stjórnvöldum. Meðfylgjandi mynd þarfnast ekki skýringar. Ljóst er þó að innganga í ESB verður íslenskri þjóð dýr.
Smiley og Steingrímur
11.4.2012 | 11:15
Siv vill fá broskallinn til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kolvitlaust veður eða maður ...
11.4.2012 | 08:47
Orð dagsins kemur frá nafn mínum, Sigurði Þór Guðjónssyni, sem heldur út afskaplega fróðlegu veðurbloggi. Hann segir eftirfarandi:
Því betur sem ég kynnist mönnunum því vænna þykir mér um veðrið og því meira sem það er kolvitlausara.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óþolandi ...
10.4.2012 | 08:59
Eftir þriggja ára aðlögunarviðræður við Evrópusambandið tjáir Steingrímur J. Sigfússon, allsherjarráðherra, sig loksins um þær. Og það er helst í fréttum að honum finnst óþolandi að ekki sé búið að ganga frá aðildinni fyrir næstu þingkosningar. Honum finnst óþolandi að fara í kosningar með aðlögunarviðræðurnar í fullum gangi.
Ríkisstjórninni og meirihluta hennar á þingi hefur tekist að klúðra hverju málinu á fætur öðru og sleppt því að taka á þeim sem almenningur telur mikilvægast; atvinnumálu, skuldastöðu heimilanna, uppbyggingu atvinnulífsins og framfærslumálum. Auðvitað skipta þessi mál mestu. Engin önnur eru mikilvægari, hvorki stjórnarskráin eða kvótamálið þó ríkisstjórnin reyni að villa um fyrir almenningi og beina sjónum fólks frá öllu klúðrinu.
Þrýstir á ESB að opna lykilkaflana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimskuleg "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla"
4.4.2012 | 08:58
Venjulega hefur almenn skynsemi getað dugað venjulegum manni sem fengið hefur þokkalegt uppeldi og aflað sér þekkingar eftir því sem árunum fjölgar. Bara í ljósi almennrar skynsemi er klárt að leiksýning ríkisstjórnarinnar og meirihluta hennar á Alþingi um svokallaða ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu hefur kolfallið. Raunar var það svo á sjálfu þinginu þó svo að þeir sem héldu málinu fram væru á þeirri skoðun að um væri að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu sem skipti máli.
Hafi einhver verið í vafa um rökin fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins við þessari atkvæðagreiðslu ætti sá að skilja málið betur eftir að hafa lesið óvenju skýra grein Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, alþingismanns, í Mogganum í morgun.
Guðlaugur telur upp spurningar sem orka í það minnsta tvímælis, nema því aðeins að viðkomandi ráði yfir almennri skynsemi.
1. spurning. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? [...]
Þess má geta að tillögur stjórnlagaráðs eru í 115 greinum.
Augljóst er að skilgreina þarf viðfangsefnin mun betur; hvað er átt við með að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar? Óbreyttar? Í heild? Að hluta og þá að hve miklu leyti? Hvaða tillögur? Er það skýrt í hugum fólks sem mætir á kjörstað hvaða tillögur er verið að tala um, hvað þær innihalda og þýða?
Og svo á að svara já eða nei ...
2. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Hvað átt er við með náttúruauðlind, er það hafið? Fiskurinn? Jarðvarmi? Fallvötnin? Fallegir staðir sem nýta má í þágu ferðamanna?
3. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? Já eða nei.
Þjóðkirkja hvað? Hvernig ákvæði? Er verið að vísa til skilgreiningar á þjóðkirkju líkt og hún hefur verið skilgreind fram til þessa? Hvernig hefur hún verið skilgreind fram til þessa? Er það skýrt í hugum fólks? Hafa allir sama skilning á því?
4. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? Já eða nei.
Persónukjör hvað þýðir það? ... heimilað í meira mæli en nú? í hve miklum mæli og hvernig væri því háttað? Þetta þarf að skýra. Hér er um að ræða óskýra hugtakanotkun og ekki fyrirfram gefið að allir skilji á sama veg.
5. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? Já eða nei.
Þetta er óvenju skýrt.
6. spurning
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosn- ingarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Já eða nei.
Tiltekið hlutfall hve hátt hlut- fall geti krafist þess að mál hvernig mál? Öll mál? Fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvernig verður því háttað?
Niðurstaðan er sú að þetta hefði aldrei getað orðið þjóðaratkvæðagreiðsla eða fullburða könnun um hugmyndur um stjórnarskrá. Þetta var bara hrákarsmíði til þess ætluð að róa nokkra þingmenn og þá sérstaklega þingmenn Hreyfingarinnar, sem voru keyptir með þessu til að styðja ríkisstjórnina.
Og nú sjá flestir að upphrópanir formanns stjórnlaga- og eftilitsnefndar Alþingis um að stjórnarandstaðan þori ekki að leggja mál undir dóm kjósenda er tóm vitleysa. Meira að segja innan stjórnarliðisins er fólk sem þorir að leggjast gegn heimskulegum verkefnum sem engu mun skila.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ársreikningar ESB
3.4.2012 | 10:03
Helgi Sigurðsson, auglýsingahönnuður og skopmyndateiknari Morgunblaðsins, lætur ekki deigan síga í pólitískri ádeilu sinni.
Mynd dagsins þarfnast ekki skýringa annarra en þeirra að frá upphafi ársreikningar ESB ekki verið samþykktir af endurskoðendum vegna veigamikilla galla í þeim og framkvæmd fjármála.
Skilgreininar kratans á feminismanum
3.4.2012 | 09:14
́Ég veit þó það að þegar einhver segir ég er femínisti, þá er það álíka ónákvæm skilgreining og ef einhver segir ég er pólitískur. En pólitískur hvað kommúnisti, kapítalisti, sósíaldemókrati, falangisti? Allir þessir flokkar ætla sér eins og femínistar að bæta líf einstaklinga og þjóða.
- Frjálslyndur femínismi tekur einstaklinginn fram yfir samfélagið. Þar á konan sig sjálf. T.d. er það hennar einnar að taka ákvörðun um fósturvöxt í eigin líkama.
- Kommúnískur femínismi hafnar skilgreiningu frjálslyndra femínista um rétt og frelsi einstaklinga. Hjá kommúnískum femínistum felst leið konunnar til frelsis í möguleikum hennar til vinnu utan heimilis. Því er móðurhlutverkið skilgreint sem fjötur á konum, sem samfélaginu ber skylda til að leysa. Kommúnískir femínistar hvetja til að konur hafi börn sín á uppeldisstöðvum og heimsæki þau eftir þar til settum reglum.
- Kristinn femínismi herbergjar mörg afbrigði af ólíkum skoðunum kirkjudeilda og einstaklinga á stöðu konunnar og á frjálsum vilja hennar og siðferðisvitund. Er frjáls siðferðisvitund syndsamlegur farvegur freistarans að mannssálinni eða er hún leiðin að uppfyllingu fyrirheita um samfélag með Guði?
- Póstmódernískur femínismi gagnrýnir og hafnar patentlausnum þeirra sem höggva í stein einfaldaðan stórasannleika og skúffukenningar um orsakir kvennakúgunar. Gagnrýni þeirra getur orðið svo óvægin að talsmenn annarra gilda verða orðlausir.
Þegar einhver segir ég er femínisti finnst mér eðlilegt að spyrja: femínisti hvað?Að auki hendir að fólk þjakað af refsihneigð og flengingaþörf reynir að göfga vanlíðan sína undir hylmingu femínisma og svala henni þannig með árásum á einstaklinga.Það fólk veldur skaða og kemur óorði á femínisma eins og ofneytendur á brennivín.