Hver talar svona ...?

Deilt er um hlutleysi Ríkisútvarpsins, stofnunar sem oft er nefnd Ruv. Bergþór Ólafsson sagði í gær frá sláandi niðurstöðum könnunar er hann gerði fyrir eigin reikning. Í morgun er fjallað um málið í Morgunblaðinu. Þar tjá stjórnarandstæðingar sig og það nokkuð ákveðið.

Einnig er rætt við þann mann sem ætti að þekkja vel til inviða Rúvs. Og hér eru orð hans ognú bið ég lesendur að bera kennsl á hann byggða á talsmátanum. Þetta segir maðurinn:

Við erum auðvitað með skýrar kröfur um hlutlægni á Ríkisútvarpinu, og raunar ætlumst við til þess af öllum fjölmiðlum en ekki síst af Ríkisútvarpinu, en það er ekki þar með sagt að dagskrárgerðarfólk megi ekki hafa skoðanir og birta þær,“ segir XXX, spurð út í viðbrögð sín vegna gagnrýni Bergþórs Ólasonar, og bætir við: „Það er auðvitað spurning hvar línan liggur milli þeirra sem annast fréttir, þar sem þetta er viðkvæmara, og síðan þá sem eru í annarri dagskrárgerð, við erum auðvitað með mörg dæmi um það að þáttastjórnendur séu þekktir fyrir sínar skoðanir.

Hver talar svona?

 

  1. Gamall og þreyttur yfirmaður í Rúvi.
  2. Fyrrverandi embættismaður í menntamálaráðuneytinu
  3. Hægri sinnaður stjórnmálamaður, þreyttur og latur
  4. Ung og frísk vinstri sinnaður stjórnmálamaður sem gegnir stöðu mennta- og menningarmálaráðherra.
  5. Íhaldsamur blýantsnagari í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem hefur upplýsingamál á sinni könnu.

 

Svör óskast hið snarasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband