Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Landbrot verður að Land ...
9.2.2012 | 10:14
Landbrot er sunnan eða suðaustan Kirkjubæjarklausturs. Skaftá rennur norðan og austan við sveitina. Nafnið er fornt, getið er um það í Njálssögu þar sem segir:
Flosi mælti að þeir skyldu taka vöru hans í Meðallandi og flytja austur og svo í Landbroti og í Skógahverfi.
Síðan ríða þeir til Skaftártungu og svo fjall og fyrir norðan Eyjafjallajökul og ofan í Goðaland og svo ofan um skóga í Þórsmörk.
Björn úr Mörk gat séð mannareiðina og fór þegar til fundar við þá. Þar kvöddu hvorir aðra vel. Sigfússynir spurðu að Kára Sölmundarsyni.
Þetta bendir til að Akaftá hafi brotið þarna land í árhundruð, jafnvel lengur. Nema því aðeins að nafnið Landbrot eigi við eitthvað annað. Hins vegar hefur Skaftá alla tíð verið mikill örlagavaldur á þessum slóðum. Hætta hefur líka stafað af hraunrennsli eins og þekkt er frá dögum móðuharðindanna í lok 18. aldar og ekki síður öskufalli úr Eyjafjallajökli og Grímsvatnagosi síðustu tvö árin.
Landbrot er tvimælalaust falleg sveit. Þar eru Landbrotshólar, gervigígar sem mynduðustu í Eldgjárgosinu 934. Margir þekkja Grenlæk sem er fræg stangveiðiá og veiðist þar sjóbirtingur, urriði og bleikja. Skammt frá eru Seglbúðir. Þar ólst upp og bjó Jón Helgason, alþingismaður og ráðherra Framsóknarflokksins.
En nú vilja menn koma í veg fyrir ítrekað landbrot Skaftár. Þarf þá ekki að breyta nafni sveitarinnar? Kemur á ugglaust til greina nöfn eins Landbrotsstopp, Ekkilandbrot eða bara að fella niður brotið og skilja eftir Land.
![]() |
Gróður Landbrots í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glamúr og mannréttindabrot
8.2.2012 | 17:34
![]() |
Evróvisjón í skugga kúgunar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skilningur og skilningsleysi á vanda almennings
8.2.2012 | 10:24
Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins vex nú þeirri skoðun ásmegin að taka þurfi á vanda vegna skuldastöðu íbúðareigenda. Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður lagði þetta til í góðri grein í síðustu viku. Vitað er að Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, og fleiri þingmenn eru sama sinnis. Þetta er einnig skoðun þingmanna Hreyfingarinnar, Framsóknarflokksins og stórs hluta Samfylkingar og Vinstri grænna. Eftir hverju er þá beðið? Er ekkert gert út af tillitssemi við formenn stjórnarflokkanna sem ekkert vilja gera?
Guðlaugur ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann gagnrýnir réttilega forseta ASÍ fyrir að skilja ekki hversu vandinn er alvarlegur og djúpstæður. Hann segir í niðurlagi greinar sinnar:
Það er algjör samhljómur á milli hans og Samfylkingarinnar þar sem þessi stjórnmálaöfl segja í fullri alvöru að ekkert sé hægt að gera í verðtryggingarmálum þjóðarinnar nema taka upp evru! Þetta er fullkominn fyrirsláttur. Ef formaður ASÍ og forsætisráðherra eru svona mikið á móti verðtryggingunni, af hverju lögðu þessir aðilar ekki til að kippa henni tímabundið úr sambandi á þeim tímapunkti sem það hefði skilað launþegum þessa lands raunverulegum kjarabótum?
Undir þessi orð má taka. Hins vegar er ekki úr vegi að skoða þá sem leggjast gegn aðgerðum til stuðnings heimilunum í landinu. Einn slíkra er Helgi Magnússon, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og Samtaka iðnaðarins. Annar er Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur
Báðir rita líka grein í Morgunblaðið í morgun. Þetta eru skynsamir en ættu að reyna að kynna sér stöðu fólks sem á í erfiðleikum vegna húsnæðislána sinna. Ekki væri nú úr vegi að þeir ræddu við þá sem hafa tapað íbúðum sínum í kjölfar hrunsins. Nei, í stað þess grípa þeir til bjúrókratískra málalenginga, ræða um tæknilega útfærslur og skilgreiningar á verðtryggingu sem hvorugt skiptir nokkru máli í þessu samhengi. Helgi Magnússon segir. segir:
Þegar horft er á tilfinnanlegt tjón íslensku lífeyrissjóðanna af hruninu, sem nam rúmum 20% af eignum þeirra, er óhjákvæmilegt að setja þessar tölur í alþjóðlegt samhengi. Við megum ekki láta eins og áföllin hafi einungis orðið á Íslandi alþjóðleg kreppa gekk yfir og afleið- ingar hennar bitnuðu á Íslandi af enn meiri þunga vegna bankahrunsins sem átti sér margháttaðar orsakir, m.a. í kerfi sem hafði vaxið samfélagi okkar yfir höfuð.
Helgi Magnússon og Ragnar Önundarson eiga einbýlishús sín skuldlaust og skilja ekki þann nagandi kvíða og vanda sem heltekið hefur nær helming þeirra sem skráðir eru fyrir eigin íbúð. Raunar hefði ekki verið úr vegi fyrir Helga og Ragnar að bregða sér á fundi hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og hlusta á raunarsögur fólks. Þær eru ekkert skemmtiefni en þeir sem taka til máls gegn hagsmunum almennings verða að minnsta kosti að kunna að hlusta. Margir hafa tapað miklu meira en 20% af eigin fé í íbúðum sínum vegna hrunsins. Skyldi Helgi og Ragnar vita það? Er þeim ljóst að sá sem tapar öllu eigin fé í íbúð sinni missir hana væntanlega? Er hægt að jafna sama slíkum skaða við svo og svo mikið tap eins lífeyrissjóðs? Nei ...
Staðreynin er einfaldlega sú að þjóðfélagið hefur ekki efni á að halda fólki í klemmu vegna skulda sinna. Þjóðfélagið hefur ekki efni á því að íbúðir fólks séu annað hvort í stórum stíl fluttar undir eignarhald fjármálastofnanna eða almenningur verði leigutaki þeirra sem tekst að hrifsa þær til sín á nauðungaruppboðum. Það er ekki þannig sem við eigum að reka íslenskt samfélag. Heimilið hvers og eins er grundvöllur þjóðfélagsins.
Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn á að gott fólk komi saman, þvert á pólitískar línur, og leysi húsnæðisvanda almennings, leggi slíkar tillögur fyrir Alþingi og þar verði þær samþykktar. Menn eins og Helgi Magnússon og Ragnar Önundarson eru ekki hagsmunaaðilar og eiga því ekki að standa í vegi fyrir þjóðfélagslegum endurbótum. Það er ljós að svona leiðréttingar munu aldrei verða án þess að einhver skaðist. Mestu skiptir að allir fái aftur tækifæri til að leggja sitt til þjóðfélagsins, þá verður endurnýjunin hröð og góð.
![]() |
Guðlaugur Þór: Gylfi og skýrslan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Varla þarf að deila um háspennulínur
7.2.2012 | 14:39

Einhvern veginn verður að koma rafmagni til notenda en það er alls ekki sama hvernig það er gert. Háspennulínur eru óumdeilanlega hundleiðinlegar í landslagi sem jafnvel hörðustu virkjunarsinnar geta ekki mótmælt né haldið því fram að þúsundir ferðamanna komi til að dást að þeim. Þetta er nú ein rösksemd margra fyrir virkjunum að þær séu mikilvægar fyrir ferðaþjónustuna.
Fyrir mörgum árum var deilt um háspennulínu sem lá í gegnum Árbæinn og var íbúum þar mikill þyrnir í augum. Það þurfti kosningaloforð frá Sjálfstæðisflokknum til að koma þessum andskota ofan jörðina og það var auðvitað efnt.
Síðan hefur enginn sífrað um

háspennulínur í Árbæ eða kostnað við að fela þær.

Eitt fegursta útivistarsvæðið á suðvesturlandi var Hellisheiði. Nú er Orkuveita Reykjavíkur búin að eyðileggja hana með hamslausum virkjunarframkvæmdum.


Um heiðina liggja svo ótal háspennulínum sem gera hana lítið spennandi fyrir gönguferðir. Lá þó þar um þjóðbraut frá nánast fyrstu tíð búsetu í landinu. Hundruðir kynslóða mörkuð götu ofan í hart hraunið og má enn sjá glögg merki hans. Gamli hellukofinn var byggður 1830 á grunni krossvörðu sem þarna var fólki og skepnum til skjóls, líklega í hundruðir ára.
Allt þetta er nú orðið eitthvað svo lítilfenglegt þarna við rætur hárra háspennumastra og girðinga sem einhverjir vitleysingar létu reisa þarna fyrir nokkrum árum í óljósum tilgangi. Ætti nú enginn að vera hissa á andstöðu við þessar háspennulínur og kröfur um að setja þær í jörð þar sem það er hægt.
![]() |
Deilt um línur í lofti og á láði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af hverju ekki kort af svæðinu?
6.2.2012 | 13:31

Fyrst ég get gert þetta á nokkrum mínútum getur mbl.is gert hið sama með fyllri upplýsingum og betra korti. Hins vegar er þetta prýðilegt kort sem Samsýn gerir og hægt að nálgast á ja.is.
Fyrir nokkrum árum birtust oft gríðarlega fín kort í Morgunblaðinu, minnir að kortagerðarmaður hafi starfað þar í fullu starfi. Líklega er hann hættur en það væri miður ef í staðinn hafi komið fólk með litla landfræðilega þekkingu hvað þá grænan grun um það sem getur komið lesendum til góða.
![]() |
Þyrlan lögð af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr meirihluti á Alþingi fyrir leiðréttingu skulda?
6.2.2012 | 11:09
Eftir hverju er verið að bíða? Vantar forystu í málið? Með grein Kristjáns Júlíussonar, alþingismanns, í Morgunblaðinu í morgun má gera ráð fyrir því að nýr meirihluti hafi myndast á Alþingi fyrir leiðréttingu á íbúðarlánum heimilanna.
Grein Kristjáns er afar kærkomin og mikill léttir að sjá þingmann sjálfstæðisflokksins taka svo sterkt til orða eins og hann gerir. Hann segir til dæmis:
Það er athyglivert að stjórnvöld virðast oftast einblína á kostnað lánastofnana en minna fer fyrir umræðunni um kostnað lánþega. Því síður virðast stjórnvöld vilja horfast í augu við vaxandi kostnað þjóðarbúsins vegna vaxandi vanskila og versnandi lífsskilyrða þeirra tugþúsunda Íslendinga sem heyja að því er virðist vonlausa baráttu við það að verja stærstu fjárfestingu lífs síns: Þakið yfir höfuðið.
Í þessum orðum felst kjarni málsins. Hvorki þjóðin né þjóðarbúið hefur efni á að láta eins og ekkert hafi í skorist. Jafnvel þó ríkið þurfi að kosta 200 milljarða króna til að leiðrétta stöðuna er þeim fjármunum afskaplega vel varið og gera má ráð fyrir að það fái þessa fjármuni fljótlega til baka þar sem þjóðfélagið hjarnar fljótt við á ný.
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í haust var samþykkt ályktun um skuldamál heimilanna. Það var hörð barátta að fá hana samþykkta. Gæslumenn lífeyrissjóða rökræddu gegn ályktuninni og drógu upp ófagra mynd af afleiðingum þess yrði hún samþykkt. Ekkert sögðu þeir þó um þá ófögru stöðu sem nær helmingur allra íbúðaeigenda stendur í vegna hrunsins. Hún fékkst þó samþykkt og má hiklaust telja hana til tímamótaályktunar hjá Sjálfstæðisflokknum.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir leiðréttingu á lánum skuldsettra heimila og staðið sig vel. Fyrir skömmu var haldinn borgarafundur í Háskólabíói um skuldastöðuna. Óhætt er að segja að þar var ekki mjög jákvætt viðhorf gagnvart Sjálfstæðisflokknum og óhætt að segja að fæstir búist við að hjálpin berist úr þeirri átt. Þetta getur þó breyst því eins og áður sagði bendir grein Kristjáns Júlíussonar til þess að nýr meirihluti geti myndast eða hafi myndast á Alþingi fyrir leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna.
Núna vantar bara póitíska forustu á þinginu um máið. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hafnað því að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir íbúðaeigendur og vilja helst að almenningur hangi enn í 110% snörunni og fjármálastofnanir haldi áfram að sanka að sér íbúðum.
Nú er tími til kominn að stjórnmálamenn reki af sér slyðruorðið og taki á honum stóra sínum. Þjóðin hefur ekki efni á því að helmingur hennar sé afskiptur, fjárhagslega útilokaður frá þjóðfélaginu. Þannig er það engu að síður núna. Fólk reynir fyrst og fremst að eiga fyrir nauðþurftum og margir krafsa í bakkann og greiða af íbúðalánum en aðrir geta það ekki. Þetta er ófremdarástand sem má ekki líðast.
... fjallshlíðar Esju!
5.2.2012 | 15:19

Hvort er slysið í fjallshlíðum Esju eða í fjalllendi norðan Móskarðshnúka? Þó ég þekki bæði Esju og Móskarðshnúka ágætlega er ég ekki nær um slysstaðinn þó ólíkum örnefnum sé hent inn í fréttina.
Esjan er fjall. Um það villist enginn. Hlíðar Esju, fjallshlíðar eins og þær eru nefndar svo menn fari nú villist alls ekki á fjallinu og ... kannski hótelinu.
Móskarðshnúkar eru snarbrattir, norðan og sunnan. Þangað á enginn erindi á vélsleðum. Fjallið Trana er þar norðan við og kannski má fara þar upp á sleðum. Eyjadalur held ég að gangi inn að Móskarðshnúkum að norðan. Hann er langur og mjór.

Meðfylgjandi mynd er teknin af Móskarðshnúk, göngufólk á leið upp og í baksýn eru fjallhlíðar Esju. Hátind, 909 m, má greina lengst til vinstri, efst.
Bætti við tveimur myndum. Mynd nr. tvö er tekin að sumarlagi og horft niður Eyjadal.
Þriðja myndin er af sviðuðu sjónarhorni og sú fyrsta. Horft vestur yfir Móskarðshnúka til Esju.
Á þessum myndum má hiklaust draga þá ályktun að á þessum slóðum er lítið færi fyrir vélsleða. Þess vegna held ég að slysið sé annars staðar nema vélsleðamenn hafi verið þarna í tómri vitleysu.

![]() |
Féll af vélsleða í Esjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óheiðarlegur íslenskur stjórnmálamaður
5.2.2012 | 13:04
Óheiðarlegur stjórnmálamaður er eitt hið versta sem þjóð getur eignast. Slíkur getur verið hlaupastrákur sem ræðst með persónulegu níði eða einelti á aðra, er rætinn og leiðinlegur maður. Sá sem missir sjónar af málefnalegri rökræðu er eins og knattspyrnumaðurinn sem nær ekki til boltans en tæklar andstæðinginn í þeirri von að sá skaðist og verði þar af leiðandi ekki lengur í veginum.
Kjósendur eru engin fífl. Óheiðarlegum stjórnmálamönnum er hollt að muna það ella fer illa fyrir þeim.
Margt gott er án efa hægt að segja um þingflokksformann VG. Mér kemur það eiginlega ekkert við þótt einhverjir eigi óuppgerðar sakir við hann. Mig skiptir engu þó hann efni ekki kosningaloforð sín. Hann má mín vegna eyðileggja pólitískan grundvöll VG. Hann má fimbulfamba um aðra stjórnmálamenn eins og hann vill. Hins vegar er mér eins og fleirum annt um sóma Alþingis sem hefur því miður farið hnignandi á undanförnum þremur árum.
Segir eitt í blaðagrein en framkvæmir þveröfugt
4.2.2012 | 14:47
Það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem tók ákvörðun um að láta alþjóðlega lánardrottna íslenzku bankanna sitja uppi með tapið af eigin lánveitingum til bankanna hér. Þar með varð Ísland að eins konar fyrirmynd annarra þjóða um það hvernig taka ætti á hruni bankakerfa. Þá voru það ekki ríkjandi viðhorf. Nú eru þau alls staðar ráðandi.
Fjölmargir taka til máls í fjölmiðlum en fáir eru skýrir og skynsamir auk þess að vera svo vel máli farni og ritfærir að eftir er tekið. Einn slíkra er Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri, Morgunblaðsins og dálkahöfundur þar. Tilvitnunin hér fyrir ofan er úr grein hans í blaðinu í morgun sem nefnist Pólitísk samstaða um róttækar breytingar á bankalöggjöf?
Í greininni rekur Styrmir fjölmargt sem leiðtogar sex vinstriflokka á Norðurlöndunum segja í sameiginlegri grein sinni í Fréttablaðinu síðasta fimmtudag. Afar brýnt er að taka fram að einn höfundanna er Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG.
Styrmir er sammála flestu því sem fram kemur í greininni og bætir við:
Allt sem leiðtogar þessara sex vinstriflokka segja í þessari grein, sem gera má ráð fyrir að hafi birtzt í einhverjum blöðum á öllum Norðurlöndum, er rétt og í samræmi við þau sjónarmið sem uppi hafa verið í flestum Evrópuríkjum og að hluta til í Bandaríkjunum hjá flestum stjórnmálaflokkum, þar á meðal Íhaldsflokknum í Bretlandi að því undanskildu að bæði Bretar og Bandaríkjamenn eru andvígir skatti á fjármagnstilfærslur, sem hins vegar bæði Angela Merkel og Nicholas Sarkozy, leiðtogar tveggja hægriflokka í Evrópu, mæla með.
Grein leiðtoga hinna norrænu vinstriflokka sýnir að það er víðtæk samstaða þvert yfir hið pólitíska svið um þær grundvallarbreytingar sem þarf að gera til þess að koma böndum á fjármálamarkaðinn á Vesturlöndum og raunar um heim allan.
En svo kemur kjarni málsins og hann vekur einfaldlega undrun lesandans.
Sú ríkisstjórn, sem tók við völdum á Íslandi 1. febrúar 2009, og Steingrímur J. Sigfússon hefur verið mestur valdamaður í, hefur hins vegar ekki litið á það sem forgangsverkefni sitt að setja nýja löggjöf um starfsemi bankanna hér, þótt hrun þeirra hafi verið kjarninn í hruninu mikla haustið 2008. Sú ríkisstjórn hefur hvorki séð ástæðu til að setja löggjöf um aðskilnað viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi eins og leiðtogar vinstriflokkanna á Norðurlöndum leggja til, né hefur sú ríkisstjórn gert nokkrar ráðstafanir til að koma böndum á bankakerfið, sem enn er alltof stórt og alltof dýrt fyrir þetta litla samfélag.
Ekki fer þó hjá því að flestir þekki til verka Steingríms og VG. Flokknum hefur tekist að koma sér undan því sjálfsagða verki að efna kosningaloforð sín. Því er ekki nema eðlilegt að Styrmir spyrji:
En þar að auki hefur sú ríkisstjórn, sem Steingrímur J. Sigfússon ræður mestu í, selt tvo íslenzka banka af þremur til þeirra erlendu spákaupmanna, sem réttilega eru gagnrýndir í grein leiðtoganna sex, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni.
Hvernig er hægt að segja eitt á vettvangi flokkasamstarfs á Norðurlöndum en gera það þveröfuga heima fyrir?
Líklega er fátt um svör rétt eins og varðandi aðlögunarviðræðurnar við ESB.
Tekst illa að sinna fréttum og afþreyingu samtímis
3.2.2012 | 21:02
Með fullri virðingu fyrir Ríkisútvarpinu er vefur stofnunarinnar alls ekki góður. Með honum er reynt að að sinna fréttaþörf sem og dagskrárkynningu. Þetta fer einfaldlega ekki saman. Þar af leiðandi leitar maður í aðra miðla í fréttaleit; þeir helstu eru mbl.is, vísir.is, dv.is aðrir eru einfaldlega miklu síðri og þar með talinn ruv.is.
Oftar en ekki er maður að reyna að finna beina útsendingu í útvarpi eða sjónvarpi og alltaf skal maður lenda í tómum vandræðum. Viðurkenni þó að það kann að vera frekar mér að kenna en vefnum. Hins vegar hafa fleiri lent í þessum vanda og kvarta í mín eyru.
Þar af leiðandi held ég að Samtökum vefiðnaðarins hafi orðið á mistök í kvöld og velja ruv.is sem besti afþreyingar- og fréttavefurinn. Þetta tvennt fer ekki saman og síst af öllu er vefurinn vel útfærður og aðgengilegur. Hann er frekar erfiður og honum illa ritstýrt ef þá nokkur ritstýri honum.
![]() |
RÚV vann verðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |