Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Ekki krónunni að kenna þó gengið breytist
3.2.2012 | 14:00
Stundum hafa félagar, vinir og jafnvel ókunnugt fólk bent mér á að síðan íslenska krónan var tekin upp hafi hún fallið um mörg þúsund prósent miðað við þá dönsku. Þetta séu rök fyrir því að við ættum að taka upp t.d. Evruna.
Ég hef bent á að atvinnulíf þjóðarinnar hafi verið mjög einhæft allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir vikið sveiflaðist gengi krónunnar eftir verðlagi fiskafurða á erlendum mörkuðum. Mörgum finnst þessi skýring léleg. Engu að síður segir hún stóra hluta sögunnar. Staðreyndin er einfaldlega sú að gjaldmiðill endurspeglar þau verðmæti sem hann stendur fyrir. Þeim mun fleiri stoðir sem eru undir útflutningi ríkis þeim mun minni verða áhrif verðsveiflna á einstökum vörutegundum.
Stefán Jóhann Stefánsson, hagfræðingur, ræddi nokkuð um krónuna okkar á fundi Heimssýnar á Húsavík um miðjan janúar síðast liðinn. Hann sagði meðal annars (hef bætt við feitletrun og greinaskilum):
Förum við hins vegar ekki þessa leið þá held ég að það sé vert fyrir okkur að hafa í huga að þrátt fyrir allt er Ísland með best settu velferðarríkjum í veröldinni. Það er margt sem er betra einhvers staðar annars staðar en í heildina tekið höfum við það hvað best. Þannig hafa tekjur á mann að meðaltali verið lengst af síðustu áratugi með því mesta sem gerist.
Við höfum stundum verið í einu af efstu fimm sætum á tekjulista þjóða heims og það þrátt fyrir þessa blessaða krónu. Það er ekki til marks um galla eða gagnsleysi krónunnar að gengi hennar hafi fallið svo og svo mikið gagnvart dönsku krónunni frá því sjálfstæð myntskráning hófst fyrir um 90 árum. Það er á vissan hátt þvert á móti kostur að gengi gjaldmiðla breytist miðað við aðstæður.
Það er ekki gjaldmiðlunum að kenna að gengi breytist heldur eru það yfirleitt aðrir þættir í efnahagslífinu sem því ráða. Það er eðli gjaldmiðla að gengi þeirra breytist og þeir væru gagnsminni ef svo gerðist ekki. Gengisbreytingar jafna hagsveiflur gengisfall hjálpar ríkjum að komast út úr vandræðum og gengishækkun getur kælt hagkerfið þegar hitinn er orðinn of mikill. Þetta er grunnstefið þótt þessu geti fylgt flöktandi hljóð og einhver óþægindi um stund.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mynd er betri en þúsund orð
3.2.2012 | 10:34

Eru ekki svona fréttir orðnar frekar ódýrar þegar blaðamaður gerir það eitt að skoða kort Vegagerðarinnar og þylja síðan upp langloku um efni þess? Í raun og veru segir kortið ekki neitt og alls ekki nein ástæða til að fullyrða til dæmis að snjóþekja sé á Holtavörðuheiði.
Hvað er eiginlega snjóþekja? Er átt við að snjór þekji veginn yfir Holtavörðuheiði eða snjór sé utan við hann?
Ég er nýhættur að ferðast svo mikið á milli höfuðborgarsvæðisins og norðurlands sem ég gerði. Aldrei fannst mér nein leiðbeining í svona fréttum mbl.is eða annarra fjölmiðla. Ef á þurfti að halda fór ég miklu frekar inn á vef Vegagerðarinnar og skoðaði myndir af fjallvegum.
Hér er mynd af veginum tekin klukkutíma eftir að frétt mbl.is birtist. Efst á Holtavörðuheiði er engin snjóþekja, miklu frekar lítur út fyrir að hálka sé á veginum. Þetta er einfaldlega ástæðan fyrir því að langloka mbl.is um færð á vegum á ekki við. Mynd er betri, segir meira en þúsund orð. Þulan sú arna getur aldrei verið til neinnar aðstoðar.
![]() |
Snjór á Holtavörðuheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pennastrik ...
3.2.2012 | 09:47
Hversu mikla skuldsetningu þola íslensk heimili? Þannig vildi Illugi Gunnarsson, alþingismaður, að ríkisstjórnin hefði spurt Hagfræðistofnun HÍ er hún óskaði eftir skýrslu um hugmyndir Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar og leiðréttingar á stökkbreyttum lánum.
Í stað þess að gera eins og Illugi nefnir óskaði ríkisstjórnin eftir svari við þvi hversu miklar afskriftir á skuldum heimilanna bankarnir þyldu ...
Og Illugi segir:
Ef niðurstaðan er sú að íslensk heimili eru skuldsett umfram greiðslugetu, þá þarf að afskrifa meira af lánum heimilanna. Miklu skiptir að niðurstaða þessarar rannsóknar sé eins óumdeild og hægt er, deilur um þetta mál eru mjög erfiðar og til þess fallnar að sundra þjóðinni.
En rannsókn Hagfræðistofnunar er ekki eins óumdeild og talið er. Ástæðan er bankaleyndin. Þetta fullyrðir Marinó G. Njálsson í sláandi pistli á bloggi sínu þann 26. janúar síðast liðinn. Hann segir m.a.:
Sem sagt, vegna "bankaleyndar" gat Hagfræðistofnun ekki sannreynt eitt eða neitt. Tölur í skýrslu Hagfræðistofnunar (og líklegast ályktanir) eru mataðar upplýsingar, þar sem stofnunin fékk ekki færi á að rannsaka hlutina.
Ég sæi nú fyrir mér hvort dómstólar samþykktu sönnunarfærslu sem byggð væri á munnmælasögum. Okkur er aftur ætlað að trúa Hagfræðistofnun sem hafði þó ekkert annað en munnmælasögur.
Það sem verra var, að Hagfræðistofnun lagði ekki einu sinni vinnu í að kanna hvernig munnmælasögurnar féllu að raunveruleikanum. Nei, þeim var bara trúað eins og um heilaga ritningu væri að ræða. Ósk HH um að tölur væru sannreyndar voru því hunsaðar algjörlega. Við hvað eru menn hræddir?
Við þetta reka lesendur áreiðanlega upp stór augu enda hvergi annars staðar komið fram að Hagfræðistofnun hafi ekki getað staðreynt það sem hún fullyrðir í skýrslu sinni. En undrun manna beinist þó frekar að bönkunum eða eins og Illugi segir:
Sú óánægja sem hefur farið vaxandi vegna uppgjörs á skuldum heimilanna grefur undan markaðshagkerfinu og tefur fyrir efnahagsbatanum. Bankarnir sjálfir eiga því allt undir því að sátt náist og skuldastaða íslenskra heimila verði bærileg. Það er miklu mikilvægara verkefni heldur en til dæmis fjárhagsleg endurskipulagning einstakra fyrirtækja.
Þessi orð Illuga eru hárrétt. Við getum ekki rekið þjóðfélaga þar sem helmingur landsmanna á í fjárhagslegum erfiðleikum vegna hamfara sem þeir bera ekki nokkra ábyrgð á.
Hins vegar held ég að það sé borin von að ríkisstjórnin geri nokkurn skapaðan hlut vegna skuldastöðu heimilanna. Í viðtali í RÚV í morgun fullyrti forsætisráðherra að hún hefði samúð með þessu fólki rétt eins og þetta fólk væri í fjarlægum heimshluta og komi henni ekki við en ekki samlandar hennar. Og eina lausnin fyrir almenning er að samþykkja að ganga í ESB ... Heldur einhver að almenningur kokgleypi þessa gulrót?
Ég er hins vegar á þeirri skoðun að Alþingi þurfi að taka af skarið og brúka það pennastrik sem forðum var mikið rætt um. Verði ekki sett lög fyrir vorið þar sem áskipað er að veðskuldir íbúðarhúsnæðis breytist í átt til þess sem þær voru í upphafi árs 2008 má búast við því að enn frekari vandræði steðji að þjóðinni.
Þar er nefnilega rangt hjá forsætisráðherra að allt sé á uppleið og fjölmargt í pípunum. Ekki þarf annað en að benda á viðtal við Ragnar Árnason hagfræðiprófessor í Morgunblaðinu í gær sem greint hefur t.d. hagvöxtinn sem forsætisráðherra gumar af. Hann á ekki rætur sínar að rekja til efnahagsráðstafanna ríkisstjórnarinnar.
Hann er hetja
2.2.2012 | 16:14
Ég hlustaði á viðtalið við Eirík Inga Jóhannsson og gerði mér enga grein fyrir því hversu langt það var fyrr en að því loknu. Áttatíu mínútna, nærri því heil bíómynd, og hann var allan tímann einn í mynd og hélt athygli áhorfenda.
Þetta var einstök og átakanleg frásögn manns sem upplifði hrikalegar hörmungar, sinnti störfum sínum af æðruleysi og dugnaði, tapaði af samstarfsmönnum sínu og vinum í hafið svo að segja fyrir augunum á honum, lenti sjálfur í sjónum en bjargaðist fyrir dugnað og skynsemi.
Ekki eru allir svo opnir sem lent hafa í mannraunum. Fólk er mismunandi.
Eiríkur tekur ósjálfrátt til þess bragðs að tala sig út úr sálrænu áfalli sem hann hefur auðsjáanlega orðið fyrir. Hann mun því komast út úr erfiðleikunum en sorgin vegna fráfalls vina mun alla tíð vera með honum. Þannig er það bara.
Rík ástæða er til að þakka Eiríki fyrir söguna af ótrúlegum aðstæðum og óska honum góðs gengis í allri framtíð. Hann er hetja.
![]() |
Aðdáunarverður lífsvilji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dagur hlær og skríkir vegna skattahækkunar
2.2.2012 | 14:17
Þegar kemur að svo íþyngjandi ákvörðun fyrir áhugafólk um tiltekna afþreyingu lætur Reykjavíkurborg hana athugasemdalaust ganga í gegn. Ég er ekki hestamaður en mér blöskrar þessi hækkun fasteignaskatts á hesthús. Enn meir finnst mér þessi tilvitnuðu orð Dags B. Eggertssonar vera honum til mikils vansa.
Lögum hefur verið breytt vegna ómerkilegri hluta. Stjórnendur sveitarfélaga sem og ríkis eiga aldrei að sætta sig við sjálfvirka afgreiðslu mála. Hvernig Dagur og Jón Kristinsson komast að þeirri niðurstöðu að ekkert sé við þessu að gera er óskiljanlegt. Og Dagur hlær bara eins og þau fjárhagsvandræði sem blasa við þúsundum manna vegna hækkunarinnar sé bara skemmtiefni. Svona er nú húmorinn hjá þessu samfylkingarliði.
Hestamennska er afþreying og fyrir suma mikil og góð íþrótt. Hvernig sem maður veltir málinu fyrir sér kemst maður seint að þeirri niðurstöðu að hesthús sé iðnaður eins og yfirfasteignamatsnefnd kemst að fyrir hönd þeirra spéfugla Dags og Jóns borgarstjóra. Fyrir aðra er þetta einum of mikið að hesthúsa.
![]() |
Oft dottið á höfuðið en ekki nú |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Úrskurðarvaldið um eignir þúsunda
2.2.2012 | 13:46
Í mínum huga er þetta ekki ólíkt því að þjófagengi hafi brotist inn á heimili landsmanna og stolið þaðan öllu steini léttara. Það sem þau hirtu ekki tóku minni gengi. Nú þegar lögreglan nappaði gengin, stór og smá, þá fá þau að velja hverju er skilað og hverju þau eða þýfiskaupendur þeirra fá að halda eftir. Síðan þurfa heimilin að greiða fyrir allar viðgerðir að auki.
Staðan í skuldamálum heimilanna er hrikalega erfið. Nær helmingur landsmanna á í erfiðleikum eða getur ekki staðið undir húsnæðislánum sínum. Á sama tíma segir forsætisráðherra að fjölmargt hafi verið gert til aðstoðar heimilunum. Þetta er auðvitað rangt hjá forsætisráðherra og er í átt við annað sem hún hefur sagt, til dæmis um atvinnumál og að svo ótalmargt sé í pípunum. Það hefur nú reynst vera ... tja píp, ekkert annað.
Ég tek mikið mark á Marinó Njálssyni, ráðgjafa, þegar kemur að fjármálum heimilanna. Hann hefur ritað marga góða og skynsama pistla um þau mál á bloggið sitt og tekið þátt í stefnumótun fyrir Hagsmunasamtök heimilanna. Ofangreind tilvísun er úr síðasta bloggi Marinós og ég leyfi mér að birta fleira úr sama pistli (hef leyft mér að breyta aðeins uppsetningu tilvitnaðra orða):
Meðan ekki er búið að lagfæra afleiðingarnar á efnahagshruninu, sem átti sér stað frá áramótum 2008 fram að því þegar neyðarlögin voru sett, þá er ekki búið að koma hlutunum í samt lag. Að fjármálafyrirtæki (þó þau séu ný) fái að stinga í vasann bara einhverri af þeirri hækkun skulda sem varð á þessu tímabili er staðfesting á því, að fjármálafyrirtæki eru hafin yfir lög.
- Þau mega setja heilt hagkerfi á hausinn og stinga afrakstrinum í eigin vasa!
- Þau mega stunda vafasöm viðskipti, sem líklegast stangast á við lög, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
- Þau mega fella krónuna og skapa verðbólgu til að hækka kröfur sínar á saklausa lántaka og þannig stefna öllu í voða, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
- Þau mega hunsa alla varúð, sýna gróft vanhæfi, svíkja, svindla, beita blekkingum og bjóða ólöglega þjónustu, en samt stinga hagnaðinum í vasann.
Meðan stjórnvöld líta svo á, að fjármálafyrirtækin séu löglegir eigendur þess fjár sem haft var af viðskiptavinum með þeim aðferðum sem lýst er að ofan, þá verður ekki friður í þjóðfélaginu. Traustið er farið og það mun taka mörg ár að byggja það upp aftur.
Eitt skref í þá átt, er að unnið verði út frá skuldastöðu í upphafi árs 2008 og fundin út aðferð til að leiðrétta skuldir einstaklinga, heimila og fyrirtækja í samræmi við það. Hvort að lagt er 2,5% eða 4,0% árlega ofan á skuldastöðuna þá eða einhver önnur aðferð notuð, skiptir kannski ekki megin máli. Hins vegar er út í hött að fara í leiðréttingar sem miða við að tjónið frá áramótum fram að hruni verið ekki bætt.
Það er út í hött að fjármálafyrirtæki sem voru þátttakendur í ruglinu (hvort heldur beint eða bara þáðu tekjurnar) eða voru stofnuð á rústum þeirra sem voru stærstu gerendurnir, fái að ráða hvernig leiðréttingin fari fram, hafi úrskurðarvald um líf og dauða fyrirtækja eða hvort fólk tapi eigum sínum, að ég tali nú ekki um, fái að hagnast um geðveikislegar háar upphæðir.
Eftir að hafa lesið þessi harkalegu skoðanir Marinós undrast maður að ekkert skuli vera gert. Hversu illa stendur ekki þjóðfélagið af því að það er búið að hafa af tuguþúsundum manna eignir þeirra. Þetta fólk er margt hvert í þokkabót atvinnulaust. Fyrir vikið erum við að reka ríki þar sem stór hluti borgaranna eru tekjulausir, greiða enga skatta, hafa ekki efni á að taka þátt í innri gerð þjóðfélagsins, fjöldi fyrirtækja eru í eigu fjármálastofnana, önnur hafa fari á hausinn og víxlverkun þessa alls veldur enn frekara atvinnuleysi eða landflótta.
Þetta gengur ekki mikið lengur. Verið er að slátra borgurunum og forsætisráðherra fullyrðir að markmið ríkisstjórnarinnar sé allt annað en að lagfæra skuldastöðu heimilanna, heldur að koma þjóðinni i ESB. Þar sé henni borgið.
Sjálfsagðir hlutir ...
2.2.2012 | 11:04
Alltaf gaman af góðum fyrirsögnum, sérstaklega þeim sem segja sjálfsagða hluti. En þarf að hafa orð á því sem sjálfsagt er? Ekki samkvæmt orðana hljóðan:
- Snjórinn góður fyrir jöklanna
- Regnið gott fyrir stöðuvötnin
- Matur góður fyrir svanga
- Sólin góð fyrir gróðurinn
- Ríkisstjórnin góð fyrir heimilin (... úbs)
![]() |
Snjórinn góður fyrir jöklana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftirmálarnir eru jafnvel skaðlegri en hrunið sjálft
2.2.2012 | 09:32
Hrunið í október 2008 var slæmt, en það sem á eftir kom er einhver mesti skaðvaldur þjóðarinnar, og ef einhvers staðar hefur verið framinn glæpur þá er það í stjórnartíð norrænu velferðarstjórnarinnar, t.d. í málefnum heimilanna, þar átti að taka strax heildstætt og skynsamlega á þessum málum, það svaðalegasta við þetta er að Samfylkingin vildi að landinn fengi almennilega á kjaftinn svo þau gætu kennt krónunni um, til þess eins að koma okkur inn í ESB.
Ástæða er til að vekja athygli á skorinorðri grein Halldórs Úlfarssonar í Morgunblaðinu í morgun, en ofangreind tilvitnun er úr henni.
Þetta er nákvæmlega það sem ég hef fundið í spjalli við fólk víða um land. Öllum fannst hrunið slæmt en stjórnartíð hinnar norænu vinstristjórnar eins og þetta lið kennir sig við er óskiljanleg. Heimilunum blæðir út, atvinnuleysið er gríðarlegt, fólk flýr land, verðbólgan er á uppleið og atvinnulífinu hrakar með hverjum mánuðinum sem líður.
Þetta er auðvitað ekki bjóðandi á sama tíma og reynt er að troða landinu inn í brennandi rústir Evrusvæðisins. Halldór Úlfarsson og þúsundir annarra sem eru á sömu skoðun mega ekki láta nægja að skrifa eina grein, menn þurfa að standa upp, flykkjast út á Austurvöll og berja í búsáhöld og hringja dómkirkjuklukkunni. Þessi ríkisstjórn verður að fara frá, allt er betra en hin norræna sýndarstjórn.
Mistök stuðningsmanna Vaðlaheiðarganga
2.2.2012 | 09:20
Vaðlaheiðargöng verða tvímælalaust mikil samgöngubót, hvenær sem þau koma. Hins vegar virðist öll framkvæmdin vera í málefnalegum hnút. Ástæðurnar eru margar en þó einkum þær að forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. hafa verið mislagðar hendur í kynningu á verkefninu.
Ein alvarlegustu mistökin eru þau að horfa til smáatriða en líta framhjá aðalatriðinum. Þannig segir Pétur Þór Jónasson formaður félagsins í grein í Morgunblaðinu í dag:
Eðlilega spyrja væntanlegir notendur ganganna sig að því hvað fái menn til að berjast svo hart gegn samgöngubótum sem notendur ætla sjálfir að greiða fyrir.
Þetta er beinlínis rangt eftir því sem ég best fæ séð. Flestir þeirra sem gagnrýnt hafa fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng gera það vegna kostnaðarins og mér sýnst margir þeirra hafi góð rök fyrir máli sínu. Í stað þess að ræða þetta málefnalega segir formaðurinn í áðurnefndri grein:
Fyrr má nú vera skekkjan í forsendum, jafnvel svo að enginn bíll fari um göngin.
Talsverður munur er nú á því að enginn bíll muni aka um gönginn eða nægilega margir til að framkvæmdin borgi sig. Út á það gengur raunverulega deilan. Fjölmargir eru hræddir við að framkvæmdin verði dýrari, færri bílar aki göngin en ráð er fyrir gert og kostnaðurinn falli endanlega á ríkissjóð en ekki Vaðlaheiðargöng ehf. Þegar svo er komið sögu væri líklega best að koma hreint fram í upphafi og setja göngin á samgönguáætlun. Þar munu þau verða hin þriðju í röðinni nema eitthvað kraftaverk gerist, t.d. að ríkisstjórnin segði af sér. Þau verða seint sett á samgönguáætlun á vegum þessarar ríkisstjórnar.
Á meðan beðið er eftir því að endanlega fjari undan ríkisstjórninni er skynsamlegra fyrir forsvarsmenn Vaðlaheiðarganga ehf. og annarra stuðningsmanna framkvæmdarinnar að efla kynningarstarf sitt og sýna málefnalega fram á að kostnaðaráætlun vegna gangnanna geti staðist. Rökræða í stað þess að gera þá sem ekki eru sammála að andstæðingum.
Ollu eldgos litlu ísöldinni?
1.2.2012 | 10:07
Það sem við sýnum fram á er að ef þú færð fjögur mjög stór eldgos á 50 ára tímabili þá sýna öll loftslagslíkön að brennisteinsagnir í andrúmsloftinu geta viðhaldið sér og stuðlað að kólnun yfirborðs jarðar. Það veldur aukningu í hafísmyndun í norðurhöfum sem endurvarpar sólarljósi. Þá erum við komin með einhvers konar keðjuverkun.
Rannsóknin byggðist annars vegar á aldursgreiningu á gróðri á Baffinslandi í Kanada og hins vegar á set-ögum í Hvítárvatni við Langjökul. Þær benda til þess að jöklar hafi byrjað að ganga hraðar fram í kringum 1270 til 1300 á báðum stöðum og enn frekar í kringum 1430 til 1455. Þetta eru einmitt þekkt tímabil mikilla eldgosa í hitabeltissvæðinu. Á þessum tíma eru annálar um stór eldgos á Ís- landi svo það getur verið að íslensk gos hafi eitthvað hjálpað til þó að við höfum svo sem engin gögn um það, segir Áslaug.