Bloggfærslur mánaðarins, október 2012
Björn Valur að ná sér í sálinni
21.10.2012 | 12:43
Hvað sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum formaður þingflokksins, eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave samninginn sem var 9. apríl 2010? Jú þetta hrökk í bloggsíðuna hans undir fyrirsögninni Þjóðarviljinn er skýr:
Niðurstaða kosninga er yfirlýsing um þjóðarvilja. Þannig ber þjóð hverju sinni ábyrgð á afleiðingum kosninga. Þjóð fær því alltaf það sem hún á skilið í kosningum.
Og hvað sagði hann núna eftir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs:
Í stuttu máli má segja að niðurstaða kosninganna í gær hafi verið sú að þjóðin lætur ekki sjálfstæðisflokkinn segja sér fyrir verkum.
Það er gott.
Það má maðurinn eiga að hann er stuttorður. Í dag ræður hann sér ekki fyrir fögnuði og telur að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið halloka. Þetta er í áttina að þeim skotgrafarhernaði sem Vinstri grænir og stór hluti Samfylkingarinnar vill vera í. Þeir um það.
Staðan í dag vekur auðvitað hlátur. Í þrígang hefur ríkisstjórnin verið flengd, ekki látið ríkisstjórnarflokkana segja sér fyrir verkum. Þá staðreynd reynir Björn Valur að fela. En núna heldur hann því blákalt fram að tapið sé Sjálfstæðisflokksins. Gott að Birni líði betur í sálinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sameiningin klýfur Garðbæinga í tvo jafnstóra hópa
21.10.2012 | 00:16
Ótrúlega margir sem ekki vilja sameiningu Garðabæjar og Álftaness. Hélt af lestri blaðagreina þangað til í morgun að munurinn yrði miklu meiri, sameiningarsinnum í vil.
Garðbæingar eru greinilega klofnir í herðar niður. Á að krefjast aukins meirihluta við svona afdrifaríkar ákvarðanir?
Af 4.326 atkvæðum samþykkja 51,66% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin klofin, næsta skref eru sættir
20.10.2012 | 23:57
Kjörsókn í ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá veldur vonbrigðum. Ljóst er að á þessari stundu hefur um helmingur landsmanna situr heima, ca. 49%.
Já atkvæðin við fyrstu spurningunni eru yfirgnæfandi, víða allt að tvöfalt fleiri en nei atkvæðin um. Þetta gefur vísbendingar. Út frá þessu má örugglega vinna á löggjafarþinginu.
Þátttakan í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslum var þessi:
- Árið 2010 þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave, 63%
- Árið 2010, kosning um stjórnlagaþing, 35%
- Árið 2011, þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave, 75%
- Árið 2012, ráðgefandi atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs, 51% (?)
Um niðurstöður þessarar atkvæðagreiðslu verður enginn friður fyrr en löggjafarþingið sammælist um að vinna stjórnarskrármálið í einingu og sátt.
Já fólkið mun ábyggilega leggja áherslu á afgerandi niðurstöðu við flestum spurningum. Nei fólkið mun benda á lélega kosningaþátttöku og að þeir sem heima sátu hafi verið á móti. Báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls.
Nú þarf hins vegar að sætta aðila. Stjórnarskrármálið fer nú til þingsins og þar verður að gera þá kröfu að meira en tveir þriðju hlutar þingmanna verði sammála um niðurstöðurnar. Að öðrum kosti verður um ókomna tíð klofningur meðal þjóðarinnar um málið. Við höfum nóg annað að gera heldur en að efna til áframhaldandi úlfúðar á milli fólks.
67% sagt já á landsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2012 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Of mikið vald einfalds meirihluta
19.10.2012 | 17:43
Guðbjörg Þórey Gísladóttir · Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá Eigið fyrirtækiÉg var búin að ákveða að merkja við JÁ í spurningu nr. 1, en vegna gr. 109, 110, og111 í tillögunum neyðist ég að merkja við nei.Ástæðan: Þessi ákvæði gefa Alþingi vald sem ég vil ekki að 33-65 einstaklingar sem kosnir hafa verið á þing til 4jra ára hafi.Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem viðbættur meirihluti er samþykkur, (75% kjörfylgi) þurfi til að skuldbinda þjóðina til lengri tíma en umboð þingmanna gildir.Því mun ég merkja við nei í spurningu 1.
Stjórnarskrá á að setja í sátt við þjóðina
19.10.2012 | 13:56
Hún nefnist opinberlega ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla og sagt er í bæklingnum sem dreift var inn á hvert heimili að niðurstöðurnar séu ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Hvort tveggja þurfum við að muna.
Hér er ekki um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu á borð við Icesave. Það er einnig alvarleg hagræðing á sannleikanum sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins í dag:
Nei við fyrstu spurningunni þýðir að stjórnarskrármálið er sent aftur á upphafsreit, eða aftur fyrir upphafsreit; vinna stjórnlagaráðs sett til hliðar og endursamning nýrrar stjórnarskrár send inn í óráðna framtíð og að öllum líkindum í sama eða svipaðan farveg og verið hefur mörg undanfarin ár.
Þetta er andstyggilega sagt og beinist eingöngu að koma því inn hjá lesendum að stjórnarskráin hafi verið óbreytt frá 1944. Það er rangt. Henni hefur ótal sinnum verið breytt þó í heildina hafi hún gefist vel. Það er hins vegar engin ástæða til þess að fólk samþykki eitthvað fljótheitum og þetta tækifæri gefist ekki aftur. Þeir sem halda þessu fram eru að skrökva. Stjórnarskrármálið hefur rofið friðinn í þjóðfélaginu og þannig eigum við ekki að breyta stjórnarskránni.
Ástæðan fyrir því að við sem nú viljum segja NEI í þessari atkvæðagreiðslu eru einfaldlega þau orð er sú að það er svo ótalmargt óljóst í tillögum stjórnlagaráðs. Þó ekki sé dregin í efa áhugi og vilji ráðsins til að láta gott af sér leiða vekur það athygli að laganefnd sem þingið skipaði um skoðun á tillögunum á ekki að skila niðurstöðum fyrr en síðar í mánuðinum.
Það vekur líka athygli hversu aukaspurningarnar eru einhliða og taka ekki á þeim raunverulegu álitamálum í þjóðfélaginu. Til dæmis eru ákvæðin um stöðu forsetans gjörsamlega út í hött. Af hverju var ekki spurt um það hvort Íslendingar vilja yfir höfuð hafa forseta eða takmarka vald hans eða auka við?
Hvers vegna er ekki spurt um fullveldi Íslands? Þess í stað er óljósa hugtakinu þjóðareign gert hátt undir höfði og spurt um það á leiðandi hátt. Hefði nú ekki verið skynsamlegra í ljósi aðstæðna að spyrja þjóðina hvort hún vildi gefa eftir hluta eða allt fullveldi ríkisins til alþjóðlegra stofnana eins og ESB?
Eins og má sjá af ofangreindu, sem og hugsanlegum mótrökum, er engin samstaða um að tillögur stjórnlagaráðs verði grunnur að nýrri stjórnarskrá.
Þess vegna er betra að segja NEI núna og vinna síðan að stjórnarskrárbreytingum í sátt við sem flesta.
Litmyndir úr hildarleik heimsstyrjaldarinnar
19.10.2012 | 11:18
Svo langt er nú orðið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar að nútímamaðurinn getur varla ekki sett sig í spor kynslóðanna sem þá þjáðust.
Ég velti því fyrir mér hvort ein af ástæðunum sé ekki sú að við þær myndir sem við sjáum úr þessum hildarleik eru að langmestu leyti svart-hvítar og þær blikna einfaldlega í samanburðinum við litadýrð nútímans.
Berum saman efstu myndina, þá svart-hvítu (tekin í útrýmingarbúðunum í Auschwitz) við hinar myndirnar (sú svart-hvíta er ekki tekin af sama manni og hinar). Áhrifin finnast mér allt önnur.
Pressan.is sagði um daginn frá myndum sem birtust á vefsíðunni life.time.com. Þar segir meðal annars:'
Magnaðar litmyndir sem Hugo Jaeger, einkaljósmyndari Hitlers, tók af gyðingum í bænum Kutno í Póllandi komu nýlega í leitirnar. Litlu mátti muna að hann yrði handtekinn og þá hefði þessum myndum líklega verið fargað.
Hugo var einn af fáum ljósmyndurum á árum fyrir stríð sem tók myndir í lit.
Ljósmyndirnar eru teknar í bænum Kutno, sem er um 100 kílómetrum frá Varsjá, höfuðborg Póllands. Gyðingunum var haldið föngnum í gamalli sykurverksmiðju þar sem hundruð þeirra dóu úr vosbúð og kulda.
Ekki er alveg vitað hvað vakti fyrir Jaeger með þessari seríu en svo virðist sem hann hafi reynt eftir fremsta megni að leyfa fólkinu að halda reisn sinni. Á aðeins einni mynd er hægt að greina þýska hermenn.
Ég skoðaði þessar myndir á vefsíðunni life.time.com en þar birtust enn fleiri myndir en á pressan.is. Þær eru allar magnaðar.
Ekki er laust við að sá sem horfir á þessar myndir verði alvarlega hugsi. Fólk er alla tíð eins, það má glögglega sjá. Það vill fá að lifa í friði, sinna sínum nánustu, njóta lífsins, sjá börnin vaxa upp og þroskast. Þannig er mannkynið við fyrstu sýn. Um leið vekur það ótta og ekki síður sorg hversu margir eru tilbúnir til að eyðileggja líf náungans.
Út um allan heim grípa menn til vopna og ráðast á næstu nágranna sína af því að þeir eru af öðru þjóðerni, ættbálki eða kynstofni. Svo þarf ekki mikið til að fólk sé lagt í einelti fyrir engar sakir en stundum er útliti um kennt, kynhneigð eða öðru.
Hér á landi var fólk fyrr á öldum kastað á bálið vegna gruns um galdra. Við ráðumst jafnvel á náungann og misþyrmum honum rétt eins og nær daglega má sjá í fréttum
Í dag ritum við ofbeldisfull ummæli í athugasemdakerfi fjölmiðla, erum tilbúin til að trúa öllu ljótu um náungann, lokum fyrir skynsemina.
Mannkynið er hrikalega ofbeldisfullt og hatrið fær alltof oft að ráða gjörðum. Þá er stutt ekki í ofbeldið, jafnvel hjá okkur Íslendingum?
Er það ekki sorglegt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Höfnum tillögum stjórnlagaráðs á morgun
19.10.2012 | 10:44
Jón Magnússon rifjar upp á bloggsíðu sinni orð Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem sagði um stjórnarskrármálið (feitletranir eru mínar):
Ég hef ætíð talið að það skipti ekki öllu máli, hvort stjórnarskrárbreytingar yrðu afgreiddar árinu fyrr eða síðar. Miklu meira máli skipti, að þjóðin áttaði sig til hlítar á, um hvað væri að ræða, og eftir ítarlegar umræður og athuganir yrðu sett þau ákvæði sem skaplegt samkomulag gæti fengist um, svo að hin nýja stjórnarskrá hins íslenska þjóðfélags um langa framtíð.
Mikið finnst mér hér vel að orði komist. Dálítið annað en viðhorf þeirra stjórnlagaráðsliða sem hæst gapa og krefjast með munnsöfnuði að tillögur þeirra verði þjóðin að samþykkja og Alþingi megi enga skoðun hafa á þeim.
Hógværð og málefnaleg afstaða Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem og annarra góðra manna ætti að vera fyrirmynd.
Það gengur ekki að krefjast stjórnarskrár sem klýfur þjóðina í afstöðu sinni. Það er ekki sú leið sem boðuð var eftir hrunið að við þyrftum að byggja upp nýtt samfélag á grunni samstarfs og gagnkvæmrar kurteisi.
Bjarni Benediktsson, fyrrum forsætisráðherra, sagði í grein sem nefnist Virðum reglur lýðræðis og stjórnskipunar og birtist í bókinni Land og lýðveldi. Þar fjallar hann meðal annars um vísindamenn sem gera tilraunir á músum (bls. 28, III bindi):
Stjórnmálamenn hafa ekki þennan möguleika. Þeir búa ekki í tilraunarstöð, heldur í samfélagi lifandi manna, þar sem hver þeirra athöfn getur ráðið úrslitum um heill og hamingju þegnanna. En því fremur ber að huga að reynslunni, byggja á henni og haga framkvæmdum með þeim hætti, sem best hefur tekist.
Ég hvet lesendur mína eindregið til að mæta á kjörstað á morgun. Í mínum huga er heimasetan afar slæmur kostur og vatn á myllu þeirra sem vilja kollvarpa gömlu stjórnarskránni og jafnvel skaða fullveldi landsins.
Ég mun krossa við NEI við fyrstu spurninguna. Og til þess að ekkert fari á milli mála um afstöðu mína gegn tillögum stjórnarskrárnefndar mun ég krossa við NEI við aðrar spurningar.
Það er svo margt gagnrýnisvert í þessum tillögum stjórnlagaráðs að ég get ekki annað en hafnað þeim á þennan hátt þó ég sé vissulega tilbúinn til að ræða mörg atriði með jákvæðum huga, en ekki í þessu samhengi.
Alvarleg hætta á fullveldisafsali með nýrri stjórnarskrá
19.10.2012 | 09:51
Fjöli Íslendinga hefur miklar áhyggjur af því að með tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá sé opnað til dæmis fyrir aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eru þessar tillögur stórhættulegar.
Í tillögum stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá segir í 111. grein:
Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu.
Væri þetta í núverandi stjórnarskrá gæti ríkisstjórnin samþykkt samning um inngöngu inn í Evrópusambandið, hann tæki gildi og síðar myndi samningurinn fara fyrir þjóðaratkvæði. Þar með hefur ríkisstjórnin fengið áróðurslegt forskot á sæluna sem hún hefur ekki í núverandi stjórnarskrá. Í henni er fullveldisafsal á borð við þetta einfaldlega bannað.
Óskiljanlegt er með öllu hvernig fullveldisafsal geti átt sér stað vegna friðar ...! Þetta orð er ábyggilega sett inn til að gera ákvæðið snotrara, verið að villa um fyrir fólki.
Lýður Árnason, læknir og fyrrum ráðsmaður í stjórnlagaráði, ritar litla grein í Morgunblaðið í morgun um fullvelisafsalið í 111. grein tillagna stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá. Hann heldur því fram að engin hætta sé af þessari grein í tillögunum.
Um þetta hef ég skrifað áður og endurtek hér. Lítum síðan á annað atriði í tillögum stjórnlagaráðs. Í þeim eru engar takmarkanir gerðar á eignarhaldi erlendra aðila hér á landi, til dæmis í sjávarútvegi.
Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt á undan er klárt að verið er að búa í haginn fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en þar má ekki á nokkur hátt takmarka möguleika íbúa eða fyrirtækis eins ríkis á fjárfestingum eða kaupum á fyrirtækjum í öðru - jafnvel þó um sé að ræða hinn viðkvæma sjávarútveg okkar.
Í 72. grein íslensku stjórnarskrárinnar er þó afar mikilvæg vörn gegn þessu en þar segir.:
Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtækjum hér á landi.
Þetta vilja stjórnarráðsliðar að sett sé í almenn lög. Flestir telja það útilokað og síst af öllu verði Ísland aðili að Evrópusambandinu.
Bönnum jólaauglýsingar þar til í aðventu
19.10.2012 | 00:01
Jólin væru í þrjá mánuði á ári fengju kaupmenn að ráða. Nú er enn haust þó farið sé að kólna, sumarið rétt liðið, og þá er því skrökvað að okkur að jólin séu að koma.
Sá í fjölmiðlum í dag að innanríkisráðherra ætlar að setja á stofn happdrættisstofnun ríkisins sem á að hafa eftirlit með happdrættum landsmanna, að þau gangi rétt fyrir sig. Þetta er nú meiri bölvuð dellan. Honum væri nær að setja á stofn jólasstofnun ríkisins sem hefði eftirlit með því að enginn auglýsti jólin fyrr en þann fyrsta í aðventu. Þá myndi ég klappa Ögmundi Jónassyni lof í lófa.
Ég er ákveðinn í því að versla ekki á þessu ári við þau fyrirtæki sem þjófstarta á þennan hátt. Setja upp jólaskraut og jólavörur og auglýsa opinberlega jólin í október og nóvember. Hvet alla til að fylgja þessu fagra fordæmi.
Jólin eru ekki markaðstorg, hafa aldrei verið það og eiga ekki að vera það. Þau hafa verið misnotuð og eyðilögð. Boðskap jólanna hefur jólasveinninn kastað á glæ. Nú miðast allt við að gefa gjafir, éta á sig gat, drekka frá sér allt vit og skemmta sér svo rosalega, ofboðslega, hrikalega og hafa það svo æðislega næs og yndislega notalegt að flestir þurfa allan janúar til að ná sér og fjárhagurinn kemst ekki í lag fyrr en í mars.
Og blessuð börnin vita ekki muninn á frelsaranum, hvítskeggjuðum jólasveini eða heimskum heimatilbúnum gaurum sem búa í Esjunni.
Jólin komin í verslanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru lýðræðislegar nema ...
18.10.2012 | 17:48
Það viðhorf hefur náð mikilli útbreiðslu að þjóð hafi ekkert vit á fjárhagsáætlunum stjórnvalda eða fjárlögum. Þess vegna megi ekki bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál né heldur þau sem varða utanríkispólitík.
Það er sem sagt lýðræðislegt ef þjóðin fái að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslum en alls ekki lýðræðislegt ef ræða á um fjármál ríkisins, skatta eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þar endar lýðræðið.
Er þetta ekki enn ein ástæða til að segja NEI í hinni þjóðlegu skoðanakönnun meirihluta Alþingis?
Icesave ekki knúið í þjóðaratvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |