Þjóðin klofin, næsta skref eru sættir

Kjörsókn í ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá veldur vonbrigðum. Ljóst er að á þessari stundu hefur um helmingur landsmanna situr heima, ca. 49%.

Já atkvæðin við fyrstu spurningunni eru yfirgnæfandi, víða allt að tvöfalt fleiri en nei atkvæðin um. Þetta gefur vísbendingar. Út frá þessu má örugglega vinna á löggjafarþinginu.

Þátttakan í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslum var þessi:

  • Árið 2010 þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave, 63%
  • Árið 2010, kosning um stjórnlagaþing, 35%
  • Árið 2011, þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave, 75% 
  • Árið 2012, ráðgefandi atkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs, 51% (?) 

Um niðurstöður þessarar atkvæðagreiðslu verður enginn friður fyrr en löggjafarþingið sammælist um að vinna stjórnarskrármálið í einingu og sátt.

Já fólkið mun ábyggilega leggja áherslu á afgerandi niðurstöðu við flestum spurningum. Nei fólkið mun benda á lélega kosningaþátttöku og að þeir sem heima sátu hafi verið á móti. Báðir aðilar hafa eitthvað til síns máls. 

Nú þarf hins vegar að sætta aðila. Stjórnarskrármálið fer nú til þingsins og þar verður að gera þá kröfu að meira en tveir þriðju hlutar þingmanna verði sammála um niðurstöðurnar. Að öðrum kosti verður um ókomna tíð klofningur meðal þjóðarinnar um málið. Við höfum nóg annað að gera heldur en að efna til áframhaldandi úlfúðar á milli fólks.


mbl.is 67% sagt já á landsvísu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Um niðurstöður þessarar atkvæðagreiðslu verður enginn friður fyrr en löggjafarþingið sammælist um að vinna stjórnarskrármálið í einingu og sátt."

Dream on, Sigurður minn. Hið rétta er að á löggjafarþingi þjóðarinnar verður enginn friður fyrr en að þjóðin hefur sammælst um að henda fjórFLokknum út.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 00:00

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hehe..Þú kannt að orða ósigurinn...

hilmar jónsson, 21.10.2012 kl. 00:01

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hilmar Hafsteinsson, vertu raunsær. Stjórnmálaflokkar verða alltaf til hversu margir sem þeir eru. Þú hlýtur að styðja ábyrga afstöðu hvernig sem stjórnmálaflokkar haga sér.

Hilmar Jónsson: Það er nákvæmlega þessar skotgrafir sem menn eiga ekki að fara í, sigur eða ósigur. Niðurstaðan er að hyrnja inn og ábyrgir menn eiga að taka afstöðu í ljósi hennar. Að öðrum kosti er einfalt að fara í skítkast og leiðindi. Það er hins vegar ekki það sem þjóðin þarf mest á að halda um þessar mundir. Ég hefði nú eiginlega búist við því að þú hefðir frekar tekið undir þetta með mér en hitt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.10.2012 kl. 00:05

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það eru því miður nánast engar líkur á að hringleikahúsið við Austurvöll fari að stunda eitthvað sem gæti flokkast sem eðlileg vinnubrögð. Maður var að vona að hin mikla endurnýjun sem hefur orðið eftir hrun mundi laga málið en það virðist ljóst að þeir sem koma nýjir inn hafa ekkert lært í uppeldisbúðum flokkana annað en að gera eins og stóru strákarnir.

Þetta er ástæðan fyrir því að traust á þessu fyrirbæri mælist á bilinu 10-15%

Haraldur Rafn Ingvason, 21.10.2012 kl. 00:44

5 identicon

Opnaður augun Sigurður minn og viðurkenndu raunveruleikann í stöðunni. Þjóðin er búin að fá nóg af fjórFLokknum og þeirri gengdarlausu sjálftökuáráttu sem einkennir valdabrölt slímsetustjórnmálamanna.

Menn skiptast að sönnu í flokka/hópa eftir áhugamálum/bæjarmálum/landsmálum, en skárra væri það nú að þeir flokkar fjármögnuðu starfsemi sína sjálfir í stað þess að seilast í vasa varnarlauss, ofurskattlagðs almennings eftir litlum 400 milljónum á ári í rekstur fjórFLokksins!

En þetta vilt þú sjálfsagt ekki kannast við að skilja Sigurður minn, enda kominn á biðilsbuxurnar í wannabe-framboðsblæti hjá fjórFLokknum!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 00:57

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Svona eru þjóðaratkvæðagreiðslur Sigurður. Sumir fylgja skoðunum sínum aðrir ákveða að sætta sig við meirihluta þeirra sem kjósa.

Niðurstaðan er afgerandi og best væri að sjórnlagaráð yrði nú með í ráðum þegar frumvarpið verður samið og sett fyrir þingið. Ný stjórnarskrá er fyrir fólkið í landinu ekkert frekar fyrir þingmenn en aðra þegna þessarar þjóðar og afkomendur okkar. 

Eitt var algerlega afgerandi og það er afstaðan til auðlindakaflans og þar með kvótakerfisins. Þarna eru skilaboðin það skýr að réttast væri að sett yrði fyrir þjóðina spurning um áfram hald núverandi kerfis eða sóknarmark og láta þar með þjóðina eiganda auðlindarinnar ákveða hvernig að fiskveiðistjórnun verður staðið í framtíðinni.

Ólafur Örn Jónsson, 21.10.2012 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband