Of mikið vald einfalds meirihluta

Guðbjörg Þórey Gísladóttir ·  Virkur í athugasemdum · Vinnur hjá Eigið fyrirtæki
 
Ég var búin að ákveða að merkja við JÁ í spurningu nr. 1, en vegna gr. 109, 110, og111 í tillögunum neyðist ég að merkja við nei.

Ástæðan: Þessi ákvæði gefa Alþingi vald sem ég vil ekki að 33-65 einstaklingar sem kosnir hafa verið á þing til 4jra ára hafi. 

Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem viðbættur meirihluti er samþykkur, (75% kjörfylgi) þurfi til að skuldbinda þjóðina til lengri tíma en umboð þingmanna gildir. 

Því mun ég merkja við nei í spurningu 1.
 
Á visir.is segir í frétt frá því að Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, ætli að greiða atkvæði gegn tillögum stjónrlaganefndar á morgun. Margir rita í athugasemdadálk með fréttinni og misgáfulega.
 
Mér þótti Guðbjörg Þórey Gíslaóttir vera mög málefnaleg í sinni. Raunar kemur hún að því mikilvæga máli að það á að vera erfitt að breyta stjórnarskránni. Hún á ekki að endurspegla hverfulan nútíma.
 
Oft les ég ekkert annað en óhróður í athugasemdakerfum dagblaða en þó koma fyrir afspyrnu skynsamleg innlegg og þetta er eitt þeirra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Varðandi 109 þá kemur hún t.d. í veg fyrir að tveir menn geti ákverðið að íslendingar fyrir sitt leyti taki formlegan þátt í stríðsrekstri, heldur þurfi að leggja málið fyrir þignið. Þetta held ég að sé mikil framför.

Varðandi 110 þá er breytingin sú að ráðherra en ekki forseti gerir samninginn. Annars er hún einfaldlega ítarlegri en núverandi samsvarandi grein nr. 21.

Varðandi 111 þá er panikið út af henni óþarft þar sem málinu líkur alltaf með bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er ekki gallalaust plagg en miðað við umræðuna þá hef grun um að ansi margir hafi ekki samlesið gögnin.

Haraldur Rafn Ingvason, 19.10.2012 kl. 18:36

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvers vegna á að vera heimilt að gera samninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana?

Í 111. greininni er ekki sagt hvort það geti verið þing eða ríkisstjórn sem megi framselja ríkisvald til alþjóðlegra stofnana.

Að auki getur þjóðin staðið frammi fyrir gerðum hlut áður en farið er í þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þing eða ríkisstjórn hafi þegar framselt ríkisvaldið og það er með öllu óásættanlegt.

Þetta er að mínu mati nægileg ástæða til að hafna tillögu stjórnarskrárnefndar nema því aðeins að menn telji fullveldi landsins ekki skipta miklu máli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.10.2012 kl. 20:10

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

 ...

 Ég er enginn sérstakur áhugamaður um framsal ríkisvalds, en það er að nokkru leyti þegar staðreynd gegn um EES.

Hver svo sem sér um samningagerð þá kemur fram að það er alþingi sem samþykkir samning - og ekki nóg með það þá þarf einnig Þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar er því kominn öryggisventill á pólitíkina og er ekki vanþörf á.

Það að staðið verði frammi fyrir gerðum hlut, þá ertu væntanlega að tala um ESB aðild - að aðlögunin verði svo langt gengin eða hvað?

Eftir sem áður þá verður þjóðaratkvæðagreiðsla um það mál - nái það svo langt. Ef aðstæður verða þá þannig að meirihluti þjóðarinnar vilji ganga í ESB þá er lítið við því að gera.

Ef svo er hins vegar ekki þá er alveg tryggt að landið mun áfram standa utan ESB því engin ríkisstjórn mundi voga sér að ganga gegn slíkum úrskurði - hún yrði einfaldlega borin út af þingi daginn eftir!

Haraldur Rafn Ingvason, 19.10.2012 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband