Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
1% borgarstjóri í gleðigöngu
5.8.2011 | 07:57
Fólk er auðvitað hætt að taka eftir því að í Reykjavík er borgarstjóri nema þegar einhverjar hátíðir, borðaklippingar eða veislur eru í vændum. Þá skyndilega sprettur Gnarrinn upp og segir nú get ég og kann.
Hvar var maðurinn þegar rætt var um efnahagsvanda borgarinnar? Hvar faldi hann sig þegar upp komast að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar braut landslög og skilaði ekki rekstraráætlun næstu ára? Hvar var maðurinn að hugsa þegar yfirmenn leikskóla og grunnskóla fengu uppsagnarbréf?
Sá sem leitaði eftir þægilegri innivinnu hefur verið í felum nema á tyllidögum. Hann kann ekki til verka, skilur ekki rekstur og hefur enga hugmynd um starfsemi borgarinnar nema það sem hann hefur lært frá síðustu kosningum. Hann hefur ekki einu sinni þá sómatilfinningu að segja af sér. Þó er gerð sú krafa til starfsmanna ríkis og sveitarfélag sem og almennra fyrirtækja að fólk sem ekki ræður við stjórnunarstörf er látið hætta eða fært til í starfi.
Sagt er að Jón Gnarr hafi verið færður til i starfi og skrifstofustjóri borgarinnar hafi verið starfandi borgarstjóri í þeim málum sem sá kjörni hefur ekki þekkingu á. Gnarri sinnir því tæpu 1% af starfi borgarstjóra - og gerir það skammlaust, svona oftast.
![]() |
Borgarstjóri endurtekur leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svört atvinnustarfsemi á fullan rétt á sér
5.8.2011 | 07:48
Svört atvinnustarfsemi á fullan rétt á sér þegar aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar eru svo hrikalegar og um þessar mundir. Þessi hluti atvinnulífsins er algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar sem hefur vanrækt tvo meginþætti sem það ber algjörlega ábyrgð á. Hið fyrra er að efla verðmætasköpun hjá þjóðinni og hið seinna er að útrýma atvinnuleysi.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafa beinlínis fullyrt að ekki sé fé í ríkissjóði til að koma hjólum atvinnulífisins í gang, hvað þá að herja gegn atvinnuleysi. Þetta getur verið rétt hjá þeim en jafnframt hafa þeir ekki hugmynd um hvernig megi auka tekjur ríkissjóð með því að efla atvinnulífið.
Þeir byggja á gamaldags hugmyndafræði sósíalismans, skilja hvorki né vilja skilja hvernig ríkisvaldið getur haft forystu í því uppbyggingu þjóðfélagsins eftir hrun. Þess í stað sitja þeir hnípnir með hendur í skauti og tuða um að engir peningar séu til.
Hvernig má afla tekna fyrir ríkissjóð með hendur í skauti. Í raun og veru hefur skattastefna ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur mistekist. Minni tekjur eru af sköttum og gjöldum. Ríkisstjórnin leggur með offorsi til atlögu við grundvallar atvinnuveg þjóðarinnar, eykur á óvissu og hvetur fyrirtækin í landinu til að halda að sér höndum.
Og svo háir eru skattar almennings orðnir að það borgar sig ekki fyrir fólk að vinna mikið, jaðarskattarnir eru það hrikalegir.
Lausnin er því að koma þessari ríkisstjórn frá og það hlýtur að vera hægt að fá Kristján Möller fyrrverandi samgönguráðherra og núverandi alþingismann til að skilja það að stuðningur við þessa ríkisstjórn skilar þjóðinni engu.
Tómleikinn er orðinn slíkur að skattar eru hækkaði og Ríkisskattstjóra er sigað á nokkra aumingjans menn sem hafa ekkert annað fyrir stafni en að afla tekna til að eiga fyrir húsnæði og mat á krepputímum. Og það er kölluð svört atvinnustarfsemi. Það er líklega líka svört atvinnustarfsemi þegar stuðningsfólk íþróttafélaga bakar kökur og selur til að safna fé til ungilngastarfs.
![]() |
Hundruð mála í athugun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bullið í honum Jóni Baldvini Hannibalssyni
4.8.2011 | 13:45
Jón Baldvin Hannibalsson heitir gaur sem eitt sinn var utanríkisráðherra og var frægur að endemum. Hann var í þætti Jóns Orms Halldórssonar og Ævars Kjartanssonar í Ríkisútvarpinu eftir hádegi á fimmtudeginum 4. ágúst.
Þar fékk sá gamli strigakjaftur að leika lausum hala. Hann gat átölulaust skammast út í alla og alla og sett fram lygilegar kenningar sínar um íslenskt þjóðfélag og borið fjölda fólks lavarlegum ávirðingum. Allir eru vondir og spilltir nema maðurinn sem á sínum tíma var frægur fylliraftur í utanríkisráðuneytinu. Aldrei á þeim tíma gat hann komið nokkru í framkvæmd sem hann bullar um í dag.
Hann er líkastur manninum sem fékk á sig svo þá lýsingu að hann vissi allt best eftir á. Eiginlega er það ekki svo því Jón veit ekki, hann giskar á, puðrar út í loftið og oftar en ekki lýgur hann blákalt. En vissulega er sá afar sennilegur í málflutningi sínum eins og þeir gjarnan eru sem blanda saman sannleika og lygi eins og þaulæfðir skítkokkar.
Get ég fengið tíma í þættinum Landið sem rís og rætt pólitískar skoðanir mínar, sett fram kenningarnar mínar um ástæður hrunsins og spjallað svona um daginn og veginn við minn gamla kunningja Jón Orm og félaga hans Ævar? Aldrei nokkrun tíman átöldu þeir Jón fyrir framsetningu hans eða skoðanir heldur alltaf átu þeir upp það sem kallinn sagði og samsinntu honum. Hvers konar þáttur er þetta eiginlega?
Vilji svo til að þeir lesi þennan pistil þá óska ég hér með eftir tækifæri til að fá að koma fram í þættinum, þó ekki sé nema til að leiðrétta bullið í Jóni Baldvini Hannibalssyni.
Skaftárkatlar og ríkisstjórnin
4.8.2011 | 10:27
Hvað er líkt með meintu Skaftárhlaupi og ríkisstjórn lýðveldisins Íslands?
Jú, hlaupið er ekki að koma úr Vestri-Skaftárkatli en alveg að koma úr þeim Eystri.
Frá fjármálaráðherra ríkissstjórnar Íslands kemur ekkert, enda ríkissjóður jafn tómur og hugmyndafræðileg staða ráðherrans.
Innanríkisráðherra ríkisstjórnar Íslands segist allur að vilja gerður og allt sé nú að koma hjá fjármálaráðherranum.
Velferðar- og fátæktarmálaráðherrann segir að þetta komi allt um næstu helgi.
![]() |
Hlaupið lætur bíða eftir sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvíta koffortið og óráðsía Evrópubandalagsins
4.8.2011 | 08:36
Ein áhugaverðasta greinin í Morgunblaðinu í morgun, fimmtudag, er sú eftir Guðmund Kjartansson, hagfræðing. Greinin nefnist Hvíta koffortið í Brussel og í henni fjallar hann um nokkur atriði sem lítt hefur verið haldið á lofti um ESB. Margt af því er sláandi. fyrir alla muni lsesið greinina sem er á blaðsíðu 20.
Í henni er meðal annars eftirfarandi:.
ESB-þingið og 4-5.000 starfsmenn taka pjönkur sínar og flytja til Strassborgar mánaðarlega, fjóra daga í senn. Verð á hótelherbergjum í borginni tvöfaldast þessa daga. Árlegur kostnaður hleypur á hundruðum milljóna evra. Á meðan þingmennirnir, sem eru með um 100.000 evrur í laun á ári, fyrir utan aukasporslur, eru staddir í þinghúsinu bíða flotar af lúxusdrossíum eftir að flytja hina hæstvirtu allt mögulegt. Þar með talið í prívat verslunarferðir. Sýningin sem er haldin í kjallara þinghússins jafnast á við hina árlegu bílasýningu í Genf.
Grein Guðmundar byggist á ferð bresks blaðamanns til Brussel og sá hafði óvart rekið sig í hvítt koffort hjá embættismanni. Þetta koffort er sérlega hannað til flutningana til Strassborgar:
Sagan af hvítu koffortunum er ekki búin. Koffortið sem blaðamaðurinn rak sig á er af endurbættri gerð í stað eldri sem ekki þótti henta nógu vel. Kostnaðurinn við að endurhanna hina nýju gerð var um 830.000 evrur.
Hagkvæmnin er slík í rekstri þessa bákns að ESB þingið með þúsundum starfsmanna flytjast nokkra daga í mánuði til Strassborgar.
Guðmundur segir um bókhald og reikninga ESB:
Talað er um að hundruð milljarða evra séu týnd í bókhaldi ESB og reikningar þess hafa ekki verið lagðir fram endurskoðaðir í 16 ár.
Og kostnaðurinn við óráðsíu ESB er auðvitað greiddur úr sameiginlegum sjóðum hvers aðildarlands fyrir sig.
Bretar borga 48 milljónir punda á dag til þess að Brussel geti sagt þeim hvernig útigrill þeir megi nota og hvað megi standa á umbúðum utan um matinn sem þeir borða.
Breskir skattgreiðendur sitja nú uppi með heildarskuldastabba upp á 4,8 billjónir sterlingspunda. GBP 4.800.000.000.000 Geta þeir borgað?
Hér á hin gamla klisa ágætlega við: Þegar stórt er spurt verður sjaldnast mikið um svör.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ögmundur segir nei ...
4.8.2011 | 07:44
Innanríkisráðherra hefur tekið upp nýja siði. Hann er núna nei-maðurinn, sá sem hafnar öllum framkvæmdum og vísar ábyrgðinni til flokksbróður síns fjármálaráðherrans. Sjálfur segjir hann hlyntur Norðfjarðargöngum og telur þau arðvænleg.
Af þessum orðum hans má ráða að ekki sé nú samkomulag þeirra fóstbræðra í bræðralagi Vinstri grænna ekki sem best. Ögmundur er góði gæinn og vísar öllu neikvæðu til ábyrgðar Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG og fjármálaráðherra.
Auðvitað vinnur samhentur hópur ekki þannig og langt í frá er ríkisstjórnin einhuga í verkefnum sínum. Það má greinilega sjá af afleiðingum rúmlega tveggja ára óstjórnar.
Engum skiptir það máli þótt óeining ríki í flestum málum innan ríkisstjórnarinnar. Verkefni þjóðarinnar ætti að vera að losa sig við ríkisstjórn sem ekki skilur að í þrengingum þarf að leggja í stórar framvæmdir til að koma atvinnulífinu í gang. Vinstri menn skilja ekki þessa staðreynd og þess vegna geysar pólitískur sinubruni í íslensku atvinnulífi og verðmætasköpunin minnkar stöðugt, atvinnuleysi eykst og fólk flýr land.
Og Ögmundur segir nei við samgöngubótum, nei við fangelsi, nei við öllum sköpuðum hlut, vísar ábyrgð á Steingrím en situr sjálfur sem fastast af því að það er svo gaman að vera ráðherra ...
![]() |
Peningar fyrir göngum ekki til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Til hvers að mæla greind vafranotenda?
3.8.2011 | 08:34
Þó fréttin sé nokkuð fyndin og skemmtileg, sérstaklega fyrir okkur sem látum ekki Microsoft stjórna tölvunotkuninnni, er hún lík stórskrýtin.
Um 100.000 einstaklingar tók þátt í könnun og létu framkvæma á sér greindarvísitölupróf eins og það er þýtt í fréttinni. Eitt er svosem að gera könnun á notkun vafra í tölvum, annað er að gera greindarpróf á þátttakendunum. Úr því að engar skýringar koma fram á tilganginum með þessu öllu má einfaldlega gera ráð fyrir að þeir sem könnunina framkvæmdu séu nokkuð greindarskertir sjálfir, í það minnsta þjást þeir af skynsemisskorti.
Vilji einhverjir kanna notkun á vöfrum er hægt að komast að útbreiðslu þeirra á langtum einfaldari hátt. Hægt er að láta vefi lesa þá vafra sem koma inn á þá. Þannig er til dæmis fyrirtæki sem ég á aðild að með vef hér á landi og á heimasíðu vistunaraðilans mælast tíu efstu vafrarnir og tíu efstu stýrikerfin hjá þeim sem koma inn á vefinn.
Vinsælustu vafrarnir hjá þessu fyrirtæki mínu eru þessir:
- MS Internet Explorer 26,8%
- Safari 20,8%
- Óþekkt 19,7%
- Firefox 17,4%
- Mozilla 9.05%
- AppleSyndication (RSS Reader) 5,2%
- Opera 0,6%
- Netscape 0,1%
Staðan breytist talsvert þegar komið er að vinsælustu stýrikerfunum, en þau eru þessi:
- Macintosh 36.6 %
- Windows 34 %
- Óþekkt 28.8 %
- Linux 0,4%
![]() |
Notendur IE greindarskertir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ómarktæk skoðanakönnun
2.8.2011 | 23:58
Grundvallaratriðið í skoðanakönnun meðal almennings er að fólk sé spurt á sama tíma. Helst á tveimur dögum, allra best á einum degi. Skoðanakönnun sem sækir niðurstöður sínar yfir þrjátíu daga er marklítil. Ástæðan er fyrst og fremst sú að forsendur svarenda eru mismunandi, aðstæður eru aðrar frá einum degi til annars.
Þess vegna er þessi skoðanakönnun marklítil. Hún er í skársta falli vísbending. Staðfesting á óáreiðanleika könnunarinnar er t.d. sú staðreynd að ríkisstjórnin fær minni stuðning en sem nemur stuðningi við Samfylkingu og VG. Niðurstaðan getur verið sú að fleiri hafi stutt ríkisstjórnarflokkana á einhverju tímabili á þessum þrjátíu dögum en öðrum. Það veldur auðvitað skekkju í niðurstöðunum.
Hin eina vísbending sem könnunin gefur er að stjórnin nýtur ekki stuðnings nema lítils hluta þjóðarinnar. Umsóknin um ESB aðild hefur þannig enn minna fylgis, ef út í það er farið.
Það hefði ekki þurft skoðanakönnun Gallups til að fá þessa niðurstöðu. Nóg hefði verið að tala við fimm manns á götunni og slá því upp með stríðsletri á forsíðu.
![]() |
Rúmlega þriðjungur styður stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ákvarðanir teknar við eldhúsborðið hafa áhrif
2.8.2011 | 14:41
Buddpólitík er undarlegt fyrirbrigði. Í henni felst einfaldlega skynsemi. Nefna má að þegar bensín hækkar í verði, dregur fólk úr akstri. Þegar áfengi hækkar í verði, selst minna af göróttum drykkjum. Almennt séð á sá von á minni sölu þegar verðið er hækkað. Á þessu eru þó margar undantekningar. Nefna má að öll verðlagning hefur sársaukamörk. Oft er reynt með handafli að halda verði á góðum vörum undir honum en slæmu vöurnar fá að hækka. Dæmi um þessar vörur eru til dæmis mjólk og tóbak.
Það sem ákveðin er við eldhúsborðið hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif út í þjóðfélagið. Fjölskyldur marka sér oftast eyðslu. Grunnurinn er sá að geta greitt fyrir húsnæði og mat. Til viðbótar er dregið er úr margvíslegri annarri neyslu svo sem ferðalögum.
Skattahækkanir takmarka fjárhagslegt olnbogarými almennings. Afleiðing þeirra eru einnig þær að fólk dregur úr vinnu, vitandi að auknar tekjur fara í hærri skattaflokka.
Fæstir sem aðild hafa seturétt við eldhúsborðið undrast að sala á áfengum drykkjum minnkar. Séu tölur frá ÁTVR skoðaðar nánar kemur án efa í ljós að sala á einstökum vörutegundum hefur breyst. Salan leitar örugglega í ódýrari tegundir áfengis.
Fólkið við eldhúsborðið rekur ekkert upp stór augu þó umferð minnki um 12% um nýafstaðina verslunarmannahelgi. Ekki heldur þó mælingar fyrri hluta ársins sýni svart á hvítu að umferð á þjóðvegum landsins hafi minnkað. Íbúar suðvesturhornsins draga við sig langan akstur um landið, fara skemmra. Á móti kemur að hugsanlega er dvalið lengur á hverjum stað. Þeir sem búa á landsbyggðinni eru eiginlega áskrifendur að skattahækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir eiga ekkert val.
Ríkisstjórnin skilur ekki þessar einföldu staðreyndir.
Nefna má að fyrir Skagstrendinginn bætist við verð hvítvínsflöskunar 45 km akstur. Sami maður þarf oft að að sækja til Reykjavíkur og þangað og til baka eru 490 km auk aksturs í höfuðborginni.
Nú kunna ýmsir að halda því fram að Skagstrendingurinn velji sér stað til að búa á. Hann geti einfaldlega drullast til að flytjast á mölina hafi hann ekki efni á að búa í sínum heimabæ.
Auðvitað er það rétt. Hins vegar hafa íbúar á landsbyggðinni kosningarétt og þeim er því í lófa lagið að kjósa ekki þá landsbyggðarþingmenn sem á Alþingi styðja núverandi ríkisstjórn. Þessir þingmenn, auk samflokksmanna þeirra í kjördæmunum höfuðborgarsvæðisins eiga að taka pokann sinn og koma sér heim og endurnýja tengslin við þjóð sína:
- Atli Gíslason
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björn Valur Gíslason
- Eygló Harðardóttir
- Guðbjartur Hannesson
- Jón Bjarnason
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Kristján L. Möller
- Lilja Rafney Magnúsdóttir
- Margrét Tryggvadóttir
- Oddný G. Harðardóttir
- Ólína Þorvarðardóttir
- Róbert Marshall
- Sigmundur Ernir Rúnarsson
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Steingrímur J. Sigfússon
- Þuríður Backman
![]() |
Minni umferð en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |