Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
Slógu Suðurríkin hitamet?
9.8.2011 | 09:49
Hana nú. Líklegast er fyrirsögnin á þessari frétt mbl.is sú alvitlausasta sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum geta Suðurríki Bandaríkjanna sett hitamet?
Skyldu þarna hafa verið samantekin ráð þessara ríkja um að hækka hitastigið eða hvað ...?
Nei, auðvitað ekki ... Það er ekki á færi manna að hækka hitastig þó ýmsar aðgerðir þeirra geti stuðlað að hlýnun jarðar, en það er annað mál.
Hins vegar mun þarna vera sú staða að aldrei áður hafi hærri meðalhiti mælst í Suðurríkjum Bandaríkjanna og má því tala um hitamet á þessu svæði en að tengja það mannlegum mætti er út í hött.
Dag eftir dag eru alls kyns málvillur og staðreyndavillur á mbl.is. Það er auðvitað algjörlega ómögulegt að reka fjölmiðil á þann hátt.
![]() |
Suðurríkin setja hitamet |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þverrandi hugmyndaauðgi velferðarstjórnarinnar ...
8.8.2011 | 21:50
Verði virðisaukaskattur á matvöru hækkaður eins og Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Framsóknarflokksins, hefur góðar heimildir fyrir, verður það einfaldlega rothögg ríkisstjórnarinnar.
Hækkunin ber einfaldlega vott um að fjármálaráðherrann og forsætisráðherrann séu bæði þrotin kröftum, hugsjónir löngu týndar í erli dagsins nema þessar gamaldags aðferðir vinstri manna, að hækka skatta. Minnir mann á skopmyndina af góða kallinum sem sker rófuna af hundinum til þess eins að gefa honum að borða.
Verði af hækkun virðisaukaskatts á matvælum fari fólk aftur út á göturnar og geri hróp að ríkisstjórninni. Hún ætti að vera að byggja upp en þess í stað brýtur hún heimilin niður. Ráherrarnir fara aldrei á undan með góðu fordæmi, þeir hvetja ekki, stappa ekki stálinu í landsmenn. Þess í stað tuða formenn ríkisstjórnarinnar um tóman ríkissóð. Aldrei tala þeir um að auka verðmætasköpun í landinu. Þeir vita ekki einu sinni hvernig á að standa að slíku.
Þetta er hin norræna velferðarstjórn sem engin styður lengur.
![]() |
Virðisaukaskattshækkun á mat? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góðar greinar í Mogganum í morgun
8.8.2011 | 08:58
Einn af mörgum ágætum blaðamönnum Morgunblaðsins er Pétur Blöndal. Hann er skemmtilega ritfær og í ofanálag ágætlega hagmæltur. Til skiptist rita blaðamennirnir í dálk á miðopnunni sem einfaldlega nefnist Pistill. Í morgun er komið að Pétri og hann segir i upphafi í tæru gríni:
Hann varð undrandi maðurinn sem gripinn var við að fara út með ruslið á Snæfellsnesi. Þar voru liðsmenn nýrrar eftirlitssveitar sem leitar uppi fólk í svartri vinnu. Það var gripið í öxlina á kauða og hann spurður: Hvað ertu að gera? Ekki stóð á svari: Konan mín segir að ég geri nú mest lítið.
En skammt er í alvöru málsins hjá Pétri og hann segir eftirfarandi sem ég get fyllilega tekið undir:
En þrátt fyrir allar skattahækkanirnar standast ekki áætlanir um að loka gatinu á fjárlögum og skeikar þar tugum milljarða. Á sama tíma og stjórnvöld eru upptekin við leitina að nýjum skattstofnum og fólki í svartri vinnu bólar hvergi á frumkvæði að framkvæmdum sem áttu að ýta undir hagvöxt og lofað var í tengslum við gerð kjarasamninga.
Og Pétur gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega:
Það er líka áhyggjuefni að margar þær framkvæmdir sem talað er um að ríkið ráðist í eru óarðbærar og óskynsamlegasta hugmyndin af þeim öllum er að reisa nýjan spítala. Engin þörf er á því að setja skattpeningana, sem skrapað hefur verið saman úr skjóðum landsmanna, í steinsteypu á sama tíma og ekki eru til peningar til að borga læknum viðunandi laun. Það var vægast sagt auðmýkjandi þegar velferðarráðherrann fór bljúgur í norska fjölmiðla með bónina: Ekki taka frá okkur læknana. Og það er glöggt dæmi um viljaleysi stjórnvalda til að ráðast að rót vandans.
Annar en ónefndur blaðamaður ritar Víkverja á bls. 23. Sá hefur svo meinholla sýn á lífið að maður fyllist aðdáun, en auðvitað er hann bara að spauga:
Golf er dæmi um algerlega tilgangslausa iðju. Þetta er leikur sem gengur út á að slá kúlu ofan í holu. Síðan þegar kúlan er komin á sinn stað er hún tekin upp úr og aftur reynt að slá hana í holu.
Önnur tilgangslaus iðja sem margir borga fyrir er að veiða lax. Hámark fáránleikans er að rembast eins og rjúpan við staurinn við veiðarnar og sleppa laxinum svo þegar búið er að veiða hann. Það ætti auðvitað að kæra fólk fyrir brot á dýraverndunarlögum fyrir svona fáránlegt athæfi. Það er þá meira vit í því að fara á sjóstöng. Þar getur maður mokað upp afla á skömmum tíma og haldið síðan með hann heim í frystikistuna. Ef vel aflast ætti hann að duga fram að jólum. Talandi um jólin, er nokkurt jafn tilgangslaust fyrirbæri til og jólin?
Eftir misheppnaða ferð í gær á golfvöllinn er ég fyllilega sammála blaðamanninum. Þvílík della að eltast þetta við kúlu og berja hana með sérhönnuðum kylfum. Svo skoppa kúlurnar út og suður og sjaldnast fyrr en um síðir ofaní þess holu sem um er rætt. Ég hef líka tekið þá ákvörðun að hætta golfiðkun, fer kannski út á völl seinnipartinn og tékka á því hvort einhverjar breytingar hafi orðið á lunderni kúlanna frá því í gær.
En mikið bölvuð vitleysa er þetta í blaðamanninum þegar hann ræðir um jólin. Þau eru fyrir kaupmanninn svo hann megi lifa því kristnihaldið hefur lotið í lægra haldi fyrir mammon.
Vinstri villa Lilju Mósesdóttur
8.8.2011 | 00:10
Er einhverjum kunnugt um það, hver sé pólitískur munurinn á Steingrími J. Sigfússyni, fjarmálaráðherra, og Lilju Mósesdóttur, þingmanns? Þau eru að vísu enn í sama flokki, VG, en sú síðarnefnda fór með öðrum úr þingflokki VG og er nú utanflokka.
Svarið er einfalt. Hún er á móti ESB aðild, hann með. Svo einfalt er það.
Veit þá einhver hvað sameinar þessa tvo fjandvini, ef ég má kalla þau tvö þessu orði?
Allt annað í vinstri pólitík sameinar þau enda bæði gamaldags vinstri menn, GV. og slíkt samband slitnar aldrei á milli selluvina. Hagfræðimenntn Lilju er þarna ósköp léttvæg.
Þetta kom alveg skýrt fram í þættinum Sprengissandur á Bygljunni í gærmorgun, sunnudag. Þar heldur þessi hagfræðimenntaði þingmaður því fram að hægt sé að leggja 10% skatt á útflutningsfyrirtækin til að ná inn 80 milljörðum króna í ríkissjóð, án þess að útflutningsfyrirtæki, eins og sjávarútvegsfyrirtæki finndu mikið fyrir því. Þetta er að minnsta kosti orðalagið eins og það kemur fram í visir.is í gærkvöldi.
Fyrir það fyrsta, mér er bara spurn, trúir því einhver að skattur upp á 10% af andvirði útflutnings komi ekki við eigendur hans?
Í öðru lagi, trúir einhver annar en gallharður sósíalisti eins og Lilja og Streingrímur, að hægt sé að tutla skatta endalaust út úr fyrirtækjum landsins?
Ég held að flest fyrirtæki séu eins og landsmenn allir einfaldlega komin í skattalegt þrot. Á þau verði ekki ekki meira lagt. Þessi hugmynd Lilju er einfaldlega vinstri villa eins og hún gerist verst.
Flausturslega gerð frétt
7.8.2011 | 14:11
Þau voru mjög heppin, segir Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur í Vík, sem hefur ásamt fleirum tekið þátt í að hlúa að Tékkunum sem lentu ofan í Blautulóni í gær. Hópurinn hefur ekki ákveðið framhald ferðalagsins, en samkvæmt ferðaplaninu átti hann að fara heim í vikunni.
Örnefnið Blautulón er fleirtöluorð, á við öll vötnin. Blautalón er ekki til á þessum slóðum. Beygist eins og hér segir:
- Blautulón
- Blautulón
- Blautulónum
- Blautulóna
![]() |
Þau voru mjög heppin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er Norræna húsið við Tjörnina?
6.8.2011 | 20:00
Af hverju í ósköpunum þarf Mogginn minn alltaf að fara rangt með í landafræði? Ég hrökk dálítið við og fór að pæla í því hvar þetta Blautalón sé. Man ekki eftir því á Fjallabaksvegi nyrðra. Munum að ekkert er til sem heitir FjallabaksLEIÐ. Þetta er vegur sem heitir Fjallabaksvegur nyrðri. Höfum það líka hugfast.
Í stuttu máli sagt er Blautalón ekki til á Fjallabakvegi nyrðri. Skiptir engu hversu mikill viljinn er, það er barasta ekki til þar. Blautulón (takið eftir muninum á örnefnunum) eru hins vegar til sunnan við fjall sem nefnist Grettir og erum um tíu kílómetra norðan við Fjallabaksveg nyrðri, í áttina að Langasjó.
Þessi fína mynd sem Ragnar Axelsson tók er hins vegar frá nágrenni Eldgjár. Nánar tiltekið norðan við hana. Hafi ég rangt fyrir mér þá munu einhverjir velviljaði sem leiðrétta mig.
Svo er ekki úr vegi, að minnsta kosti ekki 10 km, að beina því til tveggja ágætra ritstjóra Morgunblaðsins að hvetja blaðamennina til að leggja áherslu á landafræðina. Þetta með Blautulón er eins og að segja að Norræna húsið sé við Tjörnina í Reykjavík. Hvort tveggja er fjarri lagi.
Miklu skiptir að fréttir séu á lýtalausri íslensku. Sama á við landafræðina. Hið síðarnefnda er ég tilbúinn til aðstoða Moggann með.
![]() |
Rúta valt ofan í Blautulón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjölmiðlar | Breytt 7.8.2011 kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ríkisstjórnin skiptir sér ekki lengur af atvinnuleysinu
6.8.2011 | 09:36
![]() |
Á annan tug þúsunda verða án vinnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Endalaus vandræði Iceland Express
5.8.2011 | 13:55
Skýringar upplýsingafulltrúa Iceland Express eru ekki bjóðandi. Hann kemur seint og um síðir með einhverjar sögur um fyrirtæki sem þjónustar IE, kemur ábyrgðinni yfir á það, atyrðir svo starfsmann þess og smyr ofan á með sögusögnum um ástæður fyrir gerðum hans.
Þannig á ekki að vinna. Ábyrgð á mistökum er alfarið IE og fyrirtækið á fyrst og fremst að biðja þá tvo ferðamenn sem í hlut eiga afsökunar og ítreka þá afsökun opinberlega. Það dugar ekki að segja sem svo að fyrirtækinu þyki leiðinlegt að þetta hafi gerst.
Upplýsingafulltrúi IE fellur í þá gryfju sem bæði forstjóri fyrirtækisins og fyrri upplýsingafulltrúar hafa lent í að kenna öðrum um og rekja einhverjar skýringar sem fría fyrirtækið ábyrgð.
Viðskiptavinurinn skiptir við IE og engan annan. Grundvallaratriðið er að fyrirtækið viðurkenni sök ef ásakanir eiga við rök að styðjast. Síðan má taka á verktökum og koma í veg fyrir að mistökin endurtaki sig. Þannig á að vinna en ekki fálma eitthvað út í loftið í þeirri von að fólk gleymi því að viðskiptin voru eingögnu við Iceland Express.
Sagan um vandræði Iceland Express virðast vera endalaus og ofan á allt annað virðist engin þekking eða kunnátta í almannatengslum. Til að gera langa sögu stutta felast almannatengsl ekki í reddingum og bulli. Þau byggjast á fyrirfram ákveðnum aðgerðum til að koma í veg fyrir að aðstæður verði að vandamálum.
![]() |
Asa starfsmanns um að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað á fráfarandi forstjóri Bankasýslunnar við?
5.8.2011 | 08:54
Þá hefði gætt þeirrar tilhneigingar að aðrar leikreglur ættu að gilda um Landsbankann en aðra banka, en hann er í meirihlutaeigu ríkisins. Dæmi um þetta væri frumvarp til upplýsingalaga og þá stöðu að laun bankastjóra Landsbankans eru ákvörðuð af kjararáði. Ljóst sé að laun bankastjóra Landsbankans standist ekki samanburð og sé það óviðunandi.
Þetta eru sláandi orð sem birtast í frétt á blaðsíðu 16 í Morgunblaðinu í dag, föstudag, og þarfnast skilyrðislaust nánari skýringa. Þau eru höfð eftir Elínu Jónsdóttur, sem var að segja af sér sem forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hún vill ekki tjá sig neitt um ástæður afsagnar sinnar en vísar til inngangs forstjóra í ársskýslu stofnunarinnar þar sem ofangreind tilvitunun er fengin.
Margir hafa undrast hversu mikið Landsbankinn hefur verið á skjön við allar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Hann hefur fengið selt fyrirtæki á afar skrýtnum forsendum sem hafa sjaldnast verið í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjornarinnar um gagnsæi í bankamálum.
Orð fráfarandi forstjóra Bankasýslunnar benda til að ekki sé allt sem sýnist. Landsmenn hafa fengið nóg af vandamálum vegna banka frá hruni. Sú grunsemd að ekki sé enn allt með felldu í eina ríkisbankanum veldur eflaust fleirum en mér ónotum. Held þó að það þurfi frískan þingmann frá stjórnarandstöðunni til að krefjast frekari upplýsinga frá fjármálaráðherra. Þingmenn ríkisstjórnarinnar hafa fyrir löngu hætt að verja hana.
Alltaf slæmar fréttir af Iceland Express
5.8.2011 | 08:31
Af hverju eru alltaf slæmar fréttir af Iceland Express? Eiginlega eru aldrei góðar fréttir af þessu annars ágæta flugfélagi. Ég get þó bætt því við eftir að hafa flogið tvisvar í sumar með því að þjónustan var afskaplega góð, tafir litlar, og aðbúnaður hinn besti um borð.
Ég er bara eins og hver annar þegar kemur að fréttum. Sérstaklega hafa slæmar fréttir áhrif á neytendur. Þær berast með ógnarhraða meðal neytenda. Fjölmargir hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveða að ferðast með fyrirtæki sem hefur svona slæman orðstí.
Hvað skyldu þeir hafa verið margir upplýsingafulltrúar hjá IE síðustu árin? Þeim er sparkað eftir stuttan starfstíma og forstjórinn kemur rjóður fram í fjölmiðlum afsakar sig og reynir að skýra málin. Honum ferst eflaust margt betur en að koma fram í fjölmiðlum. Og nú segir Mogginn að hann hafi ekki verið viðlátinn við vinnslu fréttarinnar né heldur nýji talsmaðurinn.
Matti, þetta gengur ekki lengur. Hvenær ætlar fyrirtækið að taka á almannatengslum sínum af fagmennsku?
![]() |
Fjórtán ára stúlka skilin eftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |