Ákvarðanir teknar við eldhúsborðið hafa áhrif

Buddpólitík er undarlegt fyrirbrigði. Í henni felst einfaldlega skynsemi. Nefna má að þegar bensín hækkar í verði, dregur fólk úr akstri. Þegar áfengi hækkar í verði, selst minna af göróttum drykkjum. Almennt séð á sá von á minni sölu þegar verðið er hækkað. Á þessu eru þó margar undantekningar. Nefna má að öll verðlagning hefur sársaukamörk. Oft er reynt með handafli að halda verði á „góðum“ vörum undir honum en „slæmu“ vöurnar fá að hækka. Dæmi um þessar vörur eru til dæmis mjólk og tóbak.

Það sem ákveðin er við eldhúsborðið hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif út í þjóðfélagið. Fjölskyldur marka sér oftast eyðslu. Grunnurinn er sá að geta greitt fyrir húsnæði og mat. Til viðbótar er dregið er úr margvíslegri annarri neyslu svo sem ferðalögum.

Skattahækkanir takmarka fjárhagslegt olnbogarými almennings. Afleiðing þeirra eru einnig þær að fólk dregur úr vinnu, vitandi að auknar tekjur fara í hærri skattaflokka.

Fæstir sem aðild hafa seturétt við eldhúsborðið undrast að sala á áfengum drykkjum minnkar. Séu tölur frá ÁTVR skoðaðar nánar kemur án efa í ljós að sala á einstökum vörutegundum hefur breyst. Salan leitar örugglega í ódýrari tegundir áfengis.

Fólkið við eldhúsborðið rekur ekkert upp stór augu þó umferð minnki um 12% um nýafstaðina verslunarmannahelgi. Ekki heldur þó mælingar fyrri hluta ársins sýni svart á hvítu að umferð á þjóðvegum landsins hafi minnkað. Íbúar suðvesturhornsins draga við sig langan akstur um landið, fara skemmra. Á móti kemur að hugsanlega er dvalið lengur á hverjum stað. Þeir sem búa á landsbyggðinni eru eiginlega áskrifendur að skattahækkunarstefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir eiga ekkert val.

Ríkisstjórnin skilur ekki þessar einföldu staðreyndir.

Nefna má að fyrir Skagstrendinginn bætist við verð hvítvínsflöskunar 45 km akstur. Sami maður þarf oft að að sækja til Reykjavíkur og þangað og til baka eru 490 km auk aksturs í höfuðborginni. 

Nú kunna ýmsir að halda því fram að Skagstrendingurinn velji sér stað til að búa á. Hann geti einfaldlega drullast til að flytjast á mölina hafi hann ekki efni á að búa í sínum heimabæ.

Auðvitað er það rétt. Hins vegar hafa íbúar á landsbyggðinni kosningarétt og þeim er því í lófa lagið að kjósa ekki þá landsbyggðarþingmenn sem á Alþingi styðja núverandi ríkisstjórn. Þessir þingmenn, auk samflokksmanna þeirra í kjördæmunum höfuðborgarsvæðisins eiga að taka pokann sinn og koma sér heim og endurnýja tengslin við þjóð sína:

  • Atli Gíslason 
  • Björgvin G. Sigurðsson
  • Björn Valur Gíslason
  • Eygló Harðardóttir 
  • Guðbjartur Hannesson
  • Jón Bjarnason 
  • Jónína Rós Guðmundsdóttir
  • Kristján L. Möller 
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir
  • Margrét Tryggvadóttir
  • Oddný G. Harðardóttir 
  • Ólína Þorvarðardóttir
  • Róbert Marshall 
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson 
  • Sigurður Ingi Jóhannsson
  • Steingrímur J. Sigfússon 
  • Þuríður Backman

 

 


mbl.is Minni umferð en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband