Ómarktæk skoðanakönnun

Grundvallaratriðið í skoðanakönnun meðal almennings er að fólk sé spurt á sama tíma. Helst á tveimur dögum, allra best á einum degi. Skoðanakönnun sem sækir niðurstöður sínar yfir þrjátíu daga er marklítil. Ástæðan er fyrst og fremst sú að forsendur svarenda eru mismunandi, aðstæður eru aðrar frá einum degi til annars.

Þess vegna er þessi skoðanakönnun marklítil. Hún er í skársta falli vísbending. Staðfesting á óáreiðanleika könnunarinnar er t.d. sú staðreynd að ríkisstjórnin fær minni stuðning en sem nemur stuðningi við Samfylkingu og VG. Niðurstaðan getur verið sú að fleiri hafi stutt ríkisstjórnarflokkana á einhverju tímabili á þessum þrjátíu dögum en öðrum. Það veldur auðvitað skekkju í niðurstöðunum.

Hin eina vísbending sem könnunin gefur er að stjórnin nýtur ekki stuðnings nema lítils hluta þjóðarinnar. Umsóknin um ESB aðild hefur þannig enn minna fylgis, ef út í það er farið.

Það hefði ekki þurft skoðanakönnun Gallups til að fá þessa niðurstöðu. Nóg hefði verið að tala við fimm manns á götunni og slá því upp með stríðsletri á forsíðu.


mbl.is Rúmlega þriðjungur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband