Tveggja klukkustunda verkefni, það er allt of sumt

Það tekur að hámarki tvær klukkustundir að fá upplýsingar um kostnað við gerð Icesave samninganna, vinna þær í litla skýrslu, prenta út og fjölfalda. Auðvitað að því tilskyldu að bokhaldskerfi ríkissins sé eins og það á að vera og starfsmenn séu starfi sínu vaxnir. Um hvorugt þarf að deila.

Hið eina sem áhöld eru um, er hvort vilji stjórnmálamannsins í embætti fjármálaráðherra sé þannig að hann vilji gefa út þessar upplýsingar.

Allar líkur benda til þess að maðurinn sé ekki að fela neitt ... og hvað dvelur þá orminn langa. Allar tafir benda til feluleiks eða einhvers konar pólitískra klækjabragða. Steingrímur má hins vegar ekki við því, hann er í nógu slæmum málum út af Icesave. 


mbl.is Kostaði yfir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Í Helfararríkisstjórninni sem einnig er þekkt sem "ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna" tekur svona útreikningur að minnsta kosti 3 vikur.... mest vegna þess að noturð er til verksins talnagrind (A la Gím Il Sjúung) þar sem ´reiknivélar og þá sér í lagi Excel er uppfynning auðvaldasinna og kapítalista og svoleiðis var ekki til 1984.

Alvöru kommar nota hendurnar (til að berja á lýðnum)

Óskar Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 11:35

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kannski er búið að skipta Excel út fyrir talnagrindur í ráðuneytinu. Hins vega er talsverð list að nota talnagrind, slíkt tól er ekki fyrir meðalmanninn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.4.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mafían er allstaðar!

Sigurður Haraldsson, 7.4.2011 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband