Kastað á fjölda þingmanna á næstu vikum

Nú bregst forsætisráðherra og raunar ríkistjórnin öll. Yfirleitt þegar hún verður fyrir miklu áfalli, kvarnast úr liðsstyrk stjórnarinnar, þjóðaratkvæðagreiðsla dæmist ógild, þjóðaratkvæðagreiðslur tapast og skoðanakannanir eru í óhag þá hefur það hingað til verið álitið að það styrki ríkisstjórnina. Látum nú rökræðum um þetta viðhorf vera en skoðum hitt.

Ríkisstjórnin ætlar að meta það á næstu dögum eða vikum hvort hún hafi nægan þingstyrk til að koma í gegn mikilvægum málum.

Nú hef ég fengið það staðfest sem mig grunaði. Ríkisstjórnin á í erfiðleikum með að telja upp í 63, en það eru þingmenn Alþingis. Rúman helming, 32 þingmenn, þarf ríkisstjórn að hafa í liði sínu hið minnsta ætli hún að geta komið hugðarmálum sínum í gegnum þingið. 

Hversu marga daga eða vikur þarf til að telja upp í þrjátíu? Hvað þarf marga daga til að telj atvinnulausa á landinu, illa stödd heimili vegna myntkörfulána ... og hvað þarf í ofanálag marga daga til að bregðast við.

Ríkisstjórn sem þarf langan tíma til að „meta“ hvort hún hafi nægan þingstyrk hefur hann ekki. Líklega er þá ætlunun að gera nokkrum þingmönnum tilboð sem þeir geti ekki hafnað ... 


mbl.is Styrkur ríkisstjórnar metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband