Svo latur er Landsbankinn ...

utibu_l_1057417.jpg

Banki sem á undir högg að sækja hjá almenningi vegna mikillar gagnrýni þarf að grípa til einhverra ráða.

Hvaða ráð skyldu vera góð?

Jú, hann gæti sent bankastjóra sína og æðstu stjórnendur út á örkina og haldið fundi með viðskiptavinum og öðrum þeim sem áhuga hafa.

Hvað gæti svona  ráð í almannatengslum haft í för með sér?

Hugsanlega væri hægt að eyða misskilningi og efla um leið traust á bankanum og jafnvel styrkja stöðu hans meðal hugsanlegra viðskiptavina.

En er þetta nákvæmlega það sem Landsbankinn er að gera?

Um það hef ég ekki græna glóru nema uppleggið sé eins og ég lýsti hér á undan. Hitt veit ég að Landsbankinn er latur, kannski á það frekar við æðstu stjórnendur hans en hver er munurinn?

Landsbankinn ætlar að halda fundi um allt land og auglýsir það rækilega á heimasíðu sinni. Á henni er að finna þennan texta:

Á fundunum munu stjórnendur Landsbankans kynna nýja stefnu bankans og framtíðarsýn, breytingar sem orðið hafa og aðgerðaáætlun næstu mánaða. Við viljum hlusta eftir skoðunum og viðbrögðum ykkar, eigenda bankans, til að efla bankann enn frekar. Framkvæmdastjórn bankans mun sitja fyrir svörum í opnum umræðum. Við hvetjum ykkur til að koma og eiga opinská samskipti við okkur

Takið eftir þessu skrýtna orðalagi; „... eiga opinská samskipti við okkur.“. Þetta þýðir eiginlega að bankastjórnendurnir ætla að koma ofanúr fílabeinsturningum til að „eiga opinská samskipti“. Hver konar bull er þetta. Ætla þessir kallar ekki að tala við fólk eða er ætlunin að veifa spjöldum með texta. Síðan hvenær kom þessi frasi í staðin við spjall, viðræður, tal ...? Nei, þeir ætla að „eiga opinská samskipti“ við lýðinn. 

Jú, Landsbankinn er latur vegna þess að hann beygir sig ekki til að hirða smápeningana, reynir bara að komast af með því að fleyta rjómann. 

Svo latur er Landsbankinn að hann nennir ekki að fara í öll útibú sín á landsbyggðinni, velur bara þau stærstu. Við viðskiptavini þeirra litlu nennir hann ekki að „eiga opinská samskipti“. Á meðfylgjandi korti eru öll útibú Landsbankans og hringur dreginn í kringum þá staði sem þeir Landsbankastjórar nenna að heimsækja og leyfa lýðnum að „eiga opinská samskipti við okkur“.

Er þetta nú í lagi? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband