Skoðanakönnum um Icesave meðal flokksmanna

Gríðarleg óánægja er innan Sjálfstæðisflokksins með ákvörðun þingmanna flokksins í fjárlaganefnd Alþingi að samþykkja Icesave frumvarpið. Nú þegar hafa fjölmargir flokksmenn sagt sig úr flokknum vegna þessa. Það er mjög skiljanlegt.

Við erum fjölmargir óbreyttir flokksmenn sem teljum að Icesave frumvarpið sé svo viðurhlutamikið að þingmenn flokksins eigi ekki að taka einir ákvörðun um afgreiðslu þess án þess að kalla eftir skoðunum flokksmanna.

Formaður Sjálfstæðisflokksins á ekki að hvetja til afgreiðslu frumvarpsins á þingi. Hann og miðstjórn flokksins á að efna skoðanakönnunar meðal flokksbundinna og kanna hug þeirra til samningsins. Geri hann það ekki má flokkurinn eiga von á fjöldaúrsögnum og gríðarlegri gagnrýni okkar sem eftir sitja.

Gerum nú hlutina rétt, Sjálfstæðismenn. Berum Icesave samninginn undir álit flokksmanna í rafrænni atkvæðagreiðslu. Það þarf ekki að taka svo langan tíma, tæknin er fyrir hendi, við þurfum aðeins að spyrja hvort flokksmaður er hlyntur eða andstæður samningnum, Já eða Nei. 


mbl.is Óánægja kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Góð tillaga.

En hvað liggur á að afgreiða málið á þingi?

Halldór Jónsson, 2.2.2011 kl. 18:17

2 Smámynd: Þórður Einarsson

Mikil vonbrigði.Ef þessi samningur verður samþykktur verður samningsstaða okkar á alþjóðavettvangi mjög veikur til frambúðar.Meðvirkni á það til að vinda uppá sig.

Þórður Einarsson, 2.2.2011 kl. 18:23

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð ábending, Halldór.

Mikil vonbrigði, sammála þér Þórður.

Þrýstum á um að minnsta kosti könnun verði gerð meðal Sjálfstæðismanna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 18:30

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Er því miður hræddur um að Bjarni og þeir innan xD sem styðja hann, séu að gæta hagsmuna einhverra fárra  en ekki þjóðarinnar í heild.

það er nefnilega ekki svo auðvelt að skilja hvað er á móti og hvað með því að afgreiða Icesave núna, eða láta reyna á fyrir dómi, hjá honum og hans mönnum, bara einhver "skynsamlegri" ákvörðun eftir "langa" skoðun.

Góð hugmynd að láta jafnmikilvægt mál fá lýðræðislegri meðferð í flokknum, en raunin er núna.

Og eins og Þórður er inni á, sýna fordæmi og fá virðingu annarra þjóða Evrópu og þessvegna Ameríku líka, vísa Icesave til dóms AGS úr landi, bretta upp ermar og byggja upp landið fyrir alla eins og það getur best orðið.

MBKV

KH 

Kristján Hilmarsson, 2.2.2011 kl. 18:37

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, Kristján. Svona tilgátur eru gagnslausan og heimskulegar. Ég veit ekki um neinn stjórnmálamann sem ekki trúir á að hann sé að gera landi og þjóð það gagn sem hann getur. Hins vegar eigum við að halda okkur við lýðræðislegar aðferðir. Ég vil að Sjálfstæðismenn kanni stöðu Icesave í sínum röðum. Síðan á að bera samninginn í heild sinni undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég trúi því enn að hægt sé að kanna hug þjóðarinnar skammlaust.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 18:55

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Í þessu Icesave máli átti að segja Bretum og þeim er varðaði, það hreint út úr pokanum og það strags að við borguðum allt sem okkur bæri skylda til en ekki meira.  

Í því máli átti hvergi að gefa eftir en við fengum að tillögu þjóðarinnar, Steingrím og kumpána hans til að skríða fyrir G. Brown eins og vanþroska hvolpar að biðja um klór á magann. 

Sé Steingrímur og Jóhanna,  valin af Íslenskri þjóð búin að koma málum þannig fyrir að hagkvæmt sé fjárhagslega að samþykkja vitleysuna með aðstoð Sjálfstæðisflokksins þá á ég enga leið.  Þar fór það.    

Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2011 kl. 19:42

7 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Bjarni Ben á að segja af sér forustu í Sjálfstæðisflokknum strax hann ræður ekki við vekefnið,

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 2.2.2011 kl. 19:50

8 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Bjarni Ben á að segja af sér forustu í Sjálfstæðisflokknum strax, hann ræður ekki við verkefnið átti þettað að vera ekki (     vekefnið) afsakið

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 2.2.2011 kl. 20:02

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Við eigum ekki að hrapa að niðurstöðum. Bjarni hefur staðið sig vel sem formaður, hefur verið röggsamur og ákveðinn. Vandamál Sjálfstæðisflokksins núna felst í Icesavesamningnum sem virðist vera að kljúfa flokkinn. Það má ekki gerast og þess vegna geri ég kröfu til þess að formaðurinn eða miðstjórn flokksins taki til sinna ráða og komi í veg fyrir það.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 20:46

10 identicon

Mér finnst formaðurinn minn taka skynsamlega afstöðu í þessu máli.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:47

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel og einarðlega skrifuð grein, Sigurður. Heilar þakkir fyrir það!

Telur þú og þínir gestir, að hrossakaup um kvótamálið og Icesave geti búið að baki hjá forystu flokksins? Hvernig fær maður eins og Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd, sem talaði afar hart gert Icesave árið 2009, sjálfan sig til að skrifa upp á þessa ólögvörðu lygaskuld, þar sem réttinda okkar er alls ekki gætt? (sjá t.d. hina ótrúlega frábæru grein Icesave – Áhættan er enn til staðar eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í Mbl. í dag).

Svo er Kristján Þór Júlíusson einn þriggja fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd, sjálfur talinn tengdur Samherjamönnum (frá því að hann var bæjarstjóri á Dalvík eða fyrr?). Er hann traustur og trúverðugur? Um það síðarnefnda leyfi ég mér að efast, sbr. hálfkaraðan greinarstúf á mínu bloggi, nýbirtan: 'Sjálfstæðisflokkur svíkur þjóðina í Icesave-máli; ótrúlegur aulaháttur!' (og ég á eftir að rökstyðja aulaháttinn; þó eru ummæli Kristjáns líka í þá veru).

Eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking að fallast í faðma?

Vilja Sjálfstæðismenn aftur fá Hrunsstjórnina frá 2007–2009?

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 20:54

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ekkert að þakka, Jón Valur. Reynum að vera sanngjörn í garð annarra. Hvorki þú eða aðrir hafa neinar ástæður til að gera Ásbirni eða Krisjáni Þór upp skoðanir eða skálda upp ástæður fyrir gjörðum þeirra í dag.

Hversu reið við erum vegna Icesave þá verðum við að halda virðingu okkar og gæta að talsmátanum. Þú ert væntanlega sammála mér og fleirum um að þessir tveir þingmenn hafi gert skyssu í dag. Þeir eru að öllum líkindum ósammála okkur en ég dreg það ekki í efa að vilji þeirra er góður.

Til að koma í veg fyrir alvarlegan klofning í Sjálfstæðisflokknum vegana afleiðinga skulda óreiðumanna í útlöndum vil ég að formaður flokksins gangist fyrir því að kannaður verði vilji flokksmanna til þessa samnings.

Sanngjarnari og einfaldari kröfu er ekki hægt að leggja fram.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 21:05

13 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Því miður sýnist mér Bjarni vera á góðri leið með að setja flokkinn í rúst.

Mér er spurn!!!  Hvaða hrossakaup eru í gangi, hverju hefur Jóhanna og Steingrímur lofað Sjálfstæðisflokknum???

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.2.2011 kl. 21:25

14 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sigurður ! ég tek við reglustikusmellinum yfir "kjúkurnar" á mér og bít bara á jaxlinn, það er rétt hjá þér að maður á ekki þó manni sé pínu heitt í hamsi að koma með svona órökstuddar dylgjur, og halda grunsemdun sínum fyrir sig í kyrrþei, hér með er það viðurkennt, framtíðin leiðir svo í ljós hvað það er sem eiginlega liggur að baki þessum orðum og álitsgerð Bjarna.

En ég stend við seinni málsgreinina sem reyndar tengist lauslega þeirri fyrri, þetta með vöntunina á skýrum og skorinortum ástæðum fyrir þessari ákvörðun Bjarna & co og allt verður þetta enn meira grunsamlegt þegar svo þessi frétt kemur seinna um kvöldið. 

 MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 2.2.2011 kl. 21:41

15 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tómas, engin hrossakaup eru í gangi. Enginn vinnur þannig með fjöregg þjóðarinnar.

Kristján, ég vissi að það þetta var sagt í hita leiksins. Við verðum hins vegar að passa okkur, segja ekki nema það sem við getum auðveldlega rökstutt. Að sjálfsögðu eigum við að krefjast ítarlegra svara frá stjórnmálamönnum og ef við erum ekki sáttir þá spyrjum við aftur. Mér finnst aftur á móta að fjármálaráðherrann sé ekki í þeim aðstæðum að geta gefið nein komment á aðra flokka. Ríkisstjórnin er með allt á hælunum, henni hefur ekkert tekist sem máli skiptir og fyrri Icesave samningurinn er meirihluta Alþingis til ævarandi skammar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 21:49

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög sanngjörn og eðlileg krafa af þinni hálfu, Sigurður.

Þó að ég vilji ekki gefa mér neitt um hugsanleg tengsl Icesave- og kvóta-málanna, verð ég að láta þess getið, að ég hafði heyrt það fullyrt úr einni átt, að þreifingar um þetta stæðu yfir milli S-flokkanna, var svo spurður af öðrum aðila, hvort sögusagnir um þetta gætu verið sannar, en það fór virkilega að fara um mig, þegar þriðji maðurinn, sem er heimagangur í Sjálfstæðisflokknum og ég í ágætu sambandi við, staðhæfði að menn þar væru einmitt að ræða þetta við höfuðóvininn (hinn S-flokkinn!).

Þú veizt það eins vel og ég, Sigurður, að góð meining enga gerir stoð, ef menn svíkja í reynd sína huldumey (þjóðina) og ættland sitt í tryggðum. Alþingismenn hafa svarið eið að stjórnarskránni og mega ekki brjóta 77. grein hennar fremur en neina aðra.

Ekki geta allir flett upp í grein Sigmundar Davíðs – sem ég held að sé nánast orðin ígildi okkar beztu réttarvarnar – í blaðinu eða á netinu, en þá fá þeir í staðinn svolitla kynningu á henni hér: Albezta Icesave-greinin frá upphafi birtist í Morgunblaðinu í dag: Glæsigrein hins skelegga varnarmanns þjóðarinnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

PS. Þarna ofar átti vitaskuld að standa um Ásbjörn: "talaði afar hart gegn Icesave árið 2009".

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 21:50

17 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Menn skrifa hratt, Jón Valur, og stundum skilur tölvan ekki hugsunina.

Við Sjálfstæðismenn eigum í gríðarlegum vanda. Ég tel útilokað að vinna með VG nema þeir láti af forræðishyggju sinni. Vont er að eiga við Samfylkinguna því erfitt er að láta sér lynda við þá sem stunda gamaldags kjaftbrúk í stað rökræðu.

Að vísu eru margir skynsamir menn innan þessara tveggja flokka og líklega hægt að vinna með þeim. Við þurfum þó að taka á nokkrum vandamálum, þeirra á meðal Icesave, ESB, atvinnuleysinu, rekstrarumhverfi fyrirtækja, skattamálum og fleira. Á þessum málum er ekki tekið í dag á viðunandi hátt.

Ég hef þá trú að Sjálfstæðisflokkurinn vilji taka á þessum knýjandi málum. Spurningin er aðeins sú hverjir vilja vera með og eru þeir tilbúnir til að hugsa út fyrir kassann eins og það er kallað.

Ég sé allstaðar stöðnum, þreytu og doða og það sem verst er, stjórnmálamenn virðast jafn þreyttir og við almenningur. Þess vegna þurfum við nýtt fólk, nýtt blóð, hugmyndir og eldmóð í stað stöðnunar eða afturhalds.

Manni er svo mikið niðri fyrir að ég myndi yrkja ljóð, herhvöt, í anda Hannesar Hafstein ef ég kynni það. Það er líka bara gamaldags aðferð við að vekja fólk til umhugsunar eða hvað?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 22:02

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir fyrir hressilegt svar, Sigurður. Fer ekki nánar út í það í bili, því að samflokksmaður þinn, Loftur Altice Þorsteinsson, varaformaður Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave, bað mig að koma eftirfarandi orðsendingu til þín til skila á þessa vefsíðu, "og hefst nú lesturinn":

Góð tillaga Sigurður sem gæti bjargað heiðri Flokksins og fylgi í nærstu

kosningum. Hvað liggur á spyr vinur vor Halldór og það með réttu, því á

síðustu mánuðum hefur það verið kjörorð þingamanna Sjálfstæðisflokks, að

ekkert liggi á að afgreiða málið. Hvað hefur skyndilega breytst ?

Ef menn vilja bera Icesave-III saman við Icesave-I eða II, þá kemur auðvitað

í ljós að í eðli sínu er ekkert breytt. Vextir eru lægri en vita menn ekki

að nýlenduveldin eru tilbúin að fella vexti algerlega niður ? Niðurlægingin

er líka jöfn og söm. Hvað hefur breytst í hugum þingmanna sjálfstæðisflokks?Efnisatriðin hafa ekkert breytst.

Hvers vegna ætlar Sjálfstæðisflokkur að koma Sossum og Kommum til bjargar.

Allir vita að Icesave-stjórnin hefur gert í bólið sitt, með öðrum orðum

skitið á sig. Finnst forustu Sjálfstæðisflokks heiður að því að þrífa óærði

endann á Steingrími og Jóhönnu ? Ekki verður annað séð og má telja til

mikilla ótíðinda.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Jón Valur Jensson, 2.2.2011 kl. 23:39

19 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka fyrir skilaboðin frá Lofti. Í sannleika sagt ætti okkur, og raunar engum, að koma við í hvaða stöðu VG og Samfylking eru. Það sem öllu máli skiptir er íslensk þjóð og íslenska ríkið sem við stöndum að.

Ég get eiginlega ekki annað en tekið undir orð Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, en ég veit að þúsundir Sjálfstæðismanna eru sammála því semhann segir í bloggi sínu í kvöld:

„Fyrirliggjandi samningar og frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð, byggja á sömu forsendum og þjóðin hafnaði, þ.e.a.s. að eðlilegt teljist að íslenskir skattgreiðendur beri ábyrgð á starfsemi einkabanka í öðrum löndum. Um 93% þeirra sem tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðu nei við þessum skilningi. Undir þetta viðhorf hefur breska stórblaðið Financial Times tekið. Í leiðara blaðsins í desember var á það bent að ríkisábyrgð á Icesave byggi ekki á lagalegum grunni og alls ekki á sanngirni. Bent var á þá augljósu staðreynd að bresk eða hollensk yfirvöld myndu aldrei taka á sig kröfur erlenda innistæðueigenda upp á þriðjung landsframleiðslu, ef einn af stóru bönkunum þeirra færi á hausinn.

Þingmenn geta og hafa ekkert leyfi til að samþykkja hinn svokallaða nýja Icesave-samning. Því miður virðist sem brestur sem kominn í varðstöðu þeirra þingmanna sem staðið hafa vaktina. Ef það er vilji Íslendinga að taka á sig þessar skuldbindingar, sem þeim ber engin lagaleg skylda til, þá verða þeir sjálfir að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu. 63 þingmenn hafa engan siðferðilegan rétt til að taka slíka ákvörðun.“

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.2.2011 kl. 23:45

20 Smámynd: Elle_

Spurningrnar sem koma að ofan og víðar um hvað liggi að baki eins og frá Tómasi að ofan eru alveg eðlilegar, Sigurður.  Við erum að tala um kúgun og lögleysu.

Elle_, 3.2.2011 kl. 11:09

21 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, ég er ekki sammála þér. Við megum ekki missa stjórn á okkur þótt við séum ekki sammála einhverjum. Þeir sem vilja láta samþykkja Icesave hafa rök fyrir máli sínu og það ber að virða. Það er ekkert að því að spyrja málefnalegra spurninga eða velta málum fyrir sér.

Það sem er hins vegar að eyðileggja samfélagið er skortur á virðingu og umburðarlyndi fyrir andstæðum skoðunum. Og ekki síst þessi árátta að gera fólk upp einhvern annarlegan tilgang. Mér finnst meira en nóg komið af þessum ósiðum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.2.2011 kl. 11:22

22 Smámynd: Elle_

Ég er ekki að meina ruddaskap eða spurningar um annarlegan tilgang, Sigurður, heldur hvað liggi að baki.  Engum er stætt á að styðja niðurlægingu og ofbeldi og ICESAVE er það.  Og það eyðileggur. 

Elle_, 3.2.2011 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband