Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sýnum þakklæti

Þökkum nú Alþjóða gjaldeyrissjóðnum fyrir að kreppunni sé lokið.

Þökkum fjármálaráðherra fyrir að verðbólgan sé aðeins 6% vegna þess að fyrirtækin eru farin á hausinn.

Þökkum forsætisráðherra fyrir að hafa fundað svo mikið að aðeins 16.000 íslendingar eru atvinnulausir.

Þökkum félagsmálaráðherranum fyrir að spara ríkissjóði stórfé með því að frysta greiðslur Tryggingastofnunar til öryrkja og eldri borgara sem eru að sliga þjóðina.

Þökkum viðskiptaráðherranum fyrir að hafa tekið afstöðu með þjóninni gegn kerfinu.

Þökkum utanríkisráðherra fyrir að ætla að leiða þjóðinna inn í ESB gegn vilja hennar. 

Þökkum Fjármálaeftirliti og Seðlabank fyrir að hafa vit á því að hundsa dóm Hæstaréttar.

Þökkum ríkisstjórninni fyrir að nenna yfirleitt að standa þessu ölu, svona í miðjum heyskap.


mbl.is 95 fyrirtæki í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deponera skv. greiðsluáætlun án gengistryggingar

Í sannleika sagt er það ótrúlegt að Seðlabanki og Fjármálaeftirlit skuli hlutast til um og gefa línuna til fjármálafyrirtækjanna. Það er ekki verkefni þeirra. Ljóst má vera að lántakendur, einn eða fleiri, munu nú stefna fjármögnunarfyrirtækjunum við fyrsta tækifæri og samhliða verður Seðlabanka og Fjármálaeftirliti stefnt þar sem þau hafa skapað sér skaðabótaábyrgð með því að hvetja til þess að ekki verði farið eftir dómi Hæstaréttar.

Þetta er svipað eins og dómsmálaráðuneytið og Fangelsismálastofnun muni ákveða að sýknudómar skipti ekki máli, krafist verður að lögreglan sæki fólk til fangelsisdvalar.

Nú er kominn brýn þörf á biðleik. Ástæða er til að hvetja fólk til að greiða samkvæmt upphaflegri greiðsluáætlun að gengistrygginunni frádreginni, deponera greiðslunni og tilkynna það bréflega til viðkomandi fjármögnunarfyrirtækis. 


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri grænir ... þvílík della

Stofnun stjórnmálaflokks með „hægri sinnaðrar umhverfisstefnu“ er ein sú mesta della sem upp hefur komið miðað við forsendur þær sem gefnar eru í frétt Morgunblaðsins.

Auðvitað eru til fjölmargir áhugamenn um náttúruvernd innan Sjálfstæðisflokksins og ég er einn þeirra. Ekki veit ég um neinn þeirra sem dettur í hug að stökkva til þó maður sem hingað til hefur ekki lagt neitt til málanna í umhverfeismálum eða náttúruvernd stekkur og segist hafa stofnað „græanan“ flokk. Veitt hann yfirhöfuð hver munurinn er á náttúruvernd og umhverfismálum? 

Og mikið dæmalaust er þetta mikill barnaskapur að halda því fram að Sjálfstæðismenn hafi stofnað Ferðafélag Íslands og Útivist. Og þó svo væri, hvaða máli skiptir flokkspólitísk afstaða fólks sem stendur í því ásamt fleirum að stofna ópólitískt félag? 

Ekki þótti mér heldur forsvarsmaður flokksnefnunnar traustvekjandi í morgunútvarpi RÚV. Hann gat ekki einu sinni nefnt einn einasta mann sem stofnaði flokkinn með honum.

Svo klykkir hann út með því að segja í vitalinu við mbl.is:  Og blessunin hún Jóhanna þarf nú að kalla fyrst til kosninga, en er ekki rétt að leyfa henni að minnsta kosti að njóta hveitibrauðsdagana fyrst." Það er aldeilis munur fyrir Jóhönnu að fá frið um sinn, en til hvað skyldi hún hafa gert til að verðskulda slíkan frið frá nýstofnuðum flokki?

Ég spái því að ekkert verði úr þessum flokki. Sjálfstæðisflokkurinn er afskaplega góður kostur fyrir okkur sem erum áhugafólk um náttúruvernd og umhverfismál á miðju og hægri hlið stjórnmála.


mbl.is Hægri-grænir stofna flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Montkassinn verður ábyggilega flottur

Á tímum þegar mest spurn er eftir verðmætasköpun í landinu þá er verið að klára montkassa af því að það svaraði ekki kostnaði að hætta við hana eða geyma. Kassinn er hrikalegasta minnismerki um bruðl útrásarinnar. Í þokkabót mun rekstur hennar kosta meira en svo að hún geti nokkurn tímann halað inn nema stutt sé við hana með styrkjum frá Reykjavíkurborg og ríkissjóði.

Hefur engum hugkvæmst að nota þessa peninga sem nú fara í montkassann í vegakerfið? Byggja upp ný fyrirætki, lána eða bara styrkja frumkvöðla?

Þjóðin hefur ekki efni á svona kassa. 


mbl.is Glerjað í líkingu stuðlabergs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til að hætta þessari vitleysu

Er nú ekki komin tími til að hættar þessari vitleysu? Ekki er enin ástæða til að lögsækja þennan hóp frekar en lyðinn sem felldi og brendi jólatréð. Eða þá sem brutu glugga í húsi stjórnarráðsins við Lækjartorg.

Við þurfum að standa vörð um rétt fólks til mótmæla og jafnvel þó þau fari lítilsháttar úr böndunum. Markmiðið með lögsókn ákæruvaldsins er að skapa fordæmi og fá fram refsingu fyrir háttalag sem þykir slæmt fyrir almannaheill.

Mótmæli á ekki að banna. Þau hafa engin áhrif á heill almennings, að minnsta kosti ekki til hins verra. Upp úr stendur að almannafrið var rofinn af allt öðrum en þeim níumenningum sem nú eru ákærðir og þaðan af síður var friðurinn ekki úti vegna þeirra hundruða sem óumbeðin tekið hafa líka á sig sök í þessu máli.

Banakhrunið upphafði allsherjarreglu íslensks þjóðfélagsi. Efnahagur þjóðarinnar hrundi af ástæðum sem öllum er fullkunnugt um. Þjóðin varð reið og sumir leyfðu hugsanlega tilfinningarnar bera skynsemina ofurliði. Þetta sama fólk myndi áreiðanlega ekki ganga inn á Alþingi í dag með sömu látum enda aðstæður allt aðrar. ástæðan er einfaldlega sú að valdstjórnin er ekki að berja á síbrotamönnum heldur fólki sem ann sinni þjóð og vildi mótmæli meðferð framkvæmdavalds og löggjafarvalda á henni.

Valdstjórnin stendur fyrir sínu. Þrátt fyrir mótmælin hefur enginn blettur fallið á viruleika hennar. Því væri henni sæmast að halda áfram við önnur verk og mikilvægari en að hlutast til um afleiðingar mestu óáran sem komið hefur fyrir íslensks þjóðfélags.

Við nánari umhugsun hefði nú verið gaman að leggja fram ályktun þessa efnis á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi. Þá hefðu orðið meiri læti en vegna ESB sem þó var ágæt skemmtun.

 


mbl.is Fyrirtaka í máli níumenninganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lifeyrissjóðirnir virðast hafa einkenni hjarðar

Hvað vita lífeyrissjóðirnir um Iclandair sem almenningur veit ekki? Félagið sagði nýlega upp fjölda flugmanna, raunar eru það eins og jójó, segir þeim ýmist upp eða ræður aftur. Slíkt virðist ekki bera vott um stöugleika né góðar framtíðarhorfur.

Fyrirtækið er alfarið í eigu ríkisins. Miklar breytingar eru árlega í hópi yfirmanna, sem var ekki hér á árum áður, það er fyrir yfirtöku útrásarliðsins. Þá voru lykilstarfsmenn áratugum saman hjá félaginu og hjá þeim safnaðist gríðarleg reynsla. Yngri starfsmenn þurftu að vinna sig upp áður en þeim var treyst í mikilvægar stöður. Þannig var það jafnvel með starf forstjóra. Nú er eins og starf í ferðaþjónustu og flugmálum skipti minnstu enda heitir fyrirtækið útlensku nafni þó Group viðbótin sé horfin.

Lífeyrissjóðir virðast sem fyrr hafa einkenni hjarðarinnar, þegar einni beljunni er mál míga hinar líka. Þeim virðist vera nóg að einn lífeyrissjóðurinn sjái sér hag í að kaupa hlut í Icelandair til að hinir álykti sem svo að það sé í lagi.

Það vekur engu að síður athygli að lífeyrissjóðirnir telji Icelandair góðan fjárfestingarkost þrátt fyrir nýlega sögu fyrirtækisins. Ef til vill er það vegna einhvers sem okkur hinum er hulið eða þá að betri kostur er ekki hér innanlands.

 


mbl.is Spenntir fyrir Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúklingurinn dauður en allt annars í góðu

AF þessari frétt má ráða að þó sjúklingurinn sé dauður hefur gengið afar vel að annast hann og líkur til að hann haldist dauður um ókomna framtíð.

Hversu mikið er eiginlega að marka Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og íslensk stjórnvöld?  Í síðustu viku hélt viðskiptaráðherra því fram að dómur Hæstaréttar vegna gengistryggingarinnar vekti mikinn óróa innan AGS. En núna virðist AGS telja þetta allt í fínasta lagi.

Er von þó maður skilji ekki stöðu mála þegar Gylfi Magnússon túlkar stöðuna á annan hátt en AGS eða öfugt.

 


mbl.is Kreppunni lokið segir AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðnaði göngustafur á Fimmvörðuhálsi?

Meðfylgjandi frétt birtist á visir.is í morgun, mánudaginn 28. júní 2010. Ég held að blaðamaðurinn hafi látið plata sig duglega:
Kona brenndi sig á hendi um helgina, þegar hún tók upp hraunmola á Fimmvörðuhálsi. Molinn reyndist glóandi að innan þótt yfirborðið væri meinlaust að sjá.
Gönguleiðin úr Þórsmörk að eldstöðvunum er orðin mjög vinsæl og búið er að stika þokkalega örugga gönguleið.
Ferðamenn eru þó hvattir til að fara að öllu með gát, enda sést enn í glóandi kviku í sprungum þótt tveir og háflur mánuðir séu liðnir frá goslokum.
Ferðamaður stakk göngustaf úr áli ofan í slíka hviku, og bráðnaði stafurinn á skammri stundu.
Hvergi á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi sér í kviku (ekki „hviku“ eins og segir í fréttinni. Víða leggur þó gufu upp úr hrauni og eldstöðvunum en að þar sé bráðið hraun er alveg fráleitt.
Hins vegar er ekki útlokað að konan sem frá segir í fréttinni hafi grafið svona einn km ofan í jörðu og orðið þar á að taka upp heita kviku í hugsunarleysi og þá brennt sig. Hins vegar má spyrja hvort hafi gerst á undan, að göngustafurinn hafi bráðnað eða konan hafi brent sig.
Lærdómurinn er þá sá að grafa ekki djúpt í jörðu og alls ekki taka á glóandi hrauni.

Stefnan gagnvart ESB er ekki ný

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári tók afdráttalausa afsöðu gegn ESB aðild. á þessari skoðun var hnykkt á síðasta landsfundi. Það er því ekkert nýtt að Sjálfstæðisflokkurinn sé á móti ESB aðild.

Öllum ætti að vera ljóst hvers vegna og því varla þörf á að tíunda það hér. Hins vegar voru þær skoðanir uppi á tveimur síðustu landsfundum að ekki ætti að lýsa yfir afdráttarlausum stuðningi þar sem stór hluti Sjálfstæðismanna eru annað hvort hlyntir aðild að ESB eða vilja sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum, nái ferlið svo langt. Þessi síðarnefnda skoðun hlaut ekki stuðning og þar af leiðandi sætta landsfundarfulltrúar sig við niðurstöðuna.

Hins vegar vekur furðu þetta tal um að fólk sé í unnvörpum að flýja Sjálfstæðisflokkinn vegna stefnu hans í ESB. Ég tel mig þekkja vel til meðal bæði stuðningsmanna og andstæðinga ESB og hef síður en svo rekist á fólk sem hefur svona heiftarlegar innantökur vegna ESB að það vilji hreinlega ganga úr Sjálfstæðisflokknum vegna þeirra.

Aðild að stjórnmálaflokki fleur ekki í sér að maður skuli vera hlyntur öllum stefnumálum hans. Mestu skiptir að sátt sé um grunnhugsjónirnar. Til er sá flokkur sem hefur ekki grunnhugsjónir og eitt af stefnumálum hans er að ganga í ríkjabandalag með öðrum. Það er í raun eins stefnan sem ekki breytist með vindátt og ber að virða það. Að ganga úr Sjálfstæðisflokknum og í slíkan flokk held ég að séu afar slæm býtti.


mbl.is Víglínur skýrast gagnvart ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaup ofan í hlaup

100627_sunnudagur.jpgFyrra hlaupi í Skaftá var ekki einu sinni búið þegar hið hinn ketillinn opnast. Þetta sést best á meðfylgjandi línuriti sem er af mælistöð við Sveinstindi.

Rennslið er nú í 867 rúmetrum á sekúndu en fyrra hlaupi fór rennslið hæst í rétt rúmlega 600. 

Og nú má búast við því að Fjallabaksleið nyrðri lokist um talsverðan tíma fyrir neðan Hólaskjól. Þar kom ég einu sinni að rétt eftir hlaup og þvílíkur aur sem borist hafði á flatlendið á þeim slóðum.

Auðvitað sjatna öll hlaup um síðir. Vandinn er bar sá að þegar aurinn þornar þá fýkur hann til og getur kæft gróður og dregið úr vexti. Við því er auðvitað ekkert að gera. Þó svo að náttúran sé mesti eyðileggingakrafturinn þá er lítil ástæða til að maðurinn fari á sama hátt gegn umhverfinu. Við vitum hvað er að gerawst á þessum slóðum. Virkjunarsinnar líta hýru auga til virkjunar Skaftá og jafnvel að hafa komið upp hugmyndir um að veita henni í Langasjó. 

Erum við sammála slíkum aðgerðum? 


mbl.is Fer að flæða yfir vegi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband