Hlaup ofan í hlaup

100627_sunnudagur.jpgFyrra hlaupi í Skaftá var ekki einu sinni búið þegar hið hinn ketillinn opnast. Þetta sést best á meðfylgjandi línuriti sem er af mælistöð við Sveinstindi.

Rennslið er nú í 867 rúmetrum á sekúndu en fyrra hlaupi fór rennslið hæst í rétt rúmlega 600. 

Og nú má búast við því að Fjallabaksleið nyrðri lokist um talsverðan tíma fyrir neðan Hólaskjól. Þar kom ég einu sinni að rétt eftir hlaup og þvílíkur aur sem borist hafði á flatlendið á þeim slóðum.

Auðvitað sjatna öll hlaup um síðir. Vandinn er bar sá að þegar aurinn þornar þá fýkur hann til og getur kæft gróður og dregið úr vexti. Við því er auðvitað ekkert að gera. Þó svo að náttúran sé mesti eyðileggingakrafturinn þá er lítil ástæða til að maðurinn fari á sama hátt gegn umhverfinu. Við vitum hvað er að gerawst á þessum slóðum. Virkjunarsinnar líta hýru auga til virkjunar Skaftá og jafnvel að hafa komið upp hugmyndir um að veita henni í Langasjó. 

Erum við sammála slíkum aðgerðum? 


mbl.is Fer að flæða yfir vegi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það erum við ekki!

Hins vegar eru þessi hlaup hluti af þeim hamförum sem eru í gangi þessa dagana það er nokkuð bein tenging við gosin og jarðskjálftana sem eru búnir að vera á þessu svæði undanfarið!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband