Eru lóðir í Reykjavík takmörkuð gæði ...?

Tveir hópar múslima vilja reisa mosku í Reykjavík fyrir trúariðkun sína og hefur hvort félagið fyrir sig sótt um lóð til borgaryfirvalda. Sem kunnugt er stjórnar borginni núna víðsýnn meirhluti sem gætir í hvívetna að mannréttindum borgaranna.

Þegar svo bregður við að þessir tveir trúarhópar vilja ekki eiga samstarf um byggingu einnar mosku í stað tveggja kemur til kasta borgaryfirvalda, svokallaðs „mannréttindasstjóra“ og hún segir í viðtali við visir.is:

Anna Kristinsdóttir ítrekar hins vegar að borgin eigi fáar lóðir sem henti undir bænahús. „Það er ekki þannig að hver 200 eða 300 manna söfnuður í borginni geti komið og sagt: Nú viljum við að fá lóð. Mér finnst mjög eðlilegt að menn segi á einhverjum tímapunkti að nú geti þeir ekki lengur, án greiðslu, fengið úthlutað svona takmörkuðum gæðum. En ég geri mér alveg grein fyrir því að ef það er úthlutað lóð til annars félagsins er ekki hægt að ganga framhjá hinu félaginu heldur," segir mannréttindastjórinn.  

Hvað eru borgaryfirvöld að skipta sér af málinu. Eru þau ekki til þess að þjónusta borgaranna? „Mannréttindastjórinn“ heldur því fram að lóðir séu fáar innan borgarlandsins. Þvílíkt bull er þetta.

Reykjavíkurborg á einfaldlega að bjóða þessum tveimur hópum og öðrum sem til hennar leita upp á lóð til byggingar. Annað er ekki boðlegt. Svar Önnu virkar hrokafullt og yfirlætislegt og borginni til skammar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband