BSRB eignar öllum þingmönnum fjárlagafrumvarpið

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem kennir sig við norræna velferð er andstyggilegt í flestum aðalatriðum. Það mun vissulega leggja of þungar byrðar á almenning og hann mun í fyrsta lagi varla standa undir því au þess sem allt framtak einstaklinga og fyrirtækja er hreinlega fryst.

Svo virðist sem BSRB sé líka á móti frumvarpinu ef miðað er við vel útfærðar auglýsingar samtakanna. Ég hnýt hins vegar um orðalagið í auglýsingu dagsins í dag á bls. 5 í Mogganum. Í henni segir:

Kæri þingmaður. Það er dapurleg lesning sem þingheimur býður þjóðinni upp á fyrir þessi jól. Fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp heggur að rótum velferðarkerfis sem forfeður okkar byggðu upp á tímum báginda og krappra kjara. Það er undir þér komið að tryggja að óbreytt frumvarp nái ekki fram að ganga! Verjum velferðina! 

Eitt er að gagnrýna fjárlagafrumvarpið hitt er lakara að BSRB kennir öllum alþingismönnum um frumvarpið sem auðvitað er rangt og raunar ósatt. Það er AÐEINS ríkisstjórnin sem stendur að frumvarpinu, hún hefur látið semja það og leggur fram í nafni meirihluta Alþingis.

Af hverju segir stjórn BSRB það ekki beinum orðum að hún er að gagnrýna ríkisstjórnina? Hvers vegna kennir hún það öllum „þingheimi“? Er það einhver pólitík í þessu hjá BSRB?


mbl.is Stjórn BSRB skorar á þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband