Einfaldar aðgerðir gegn atvinnuleysi

Engu líkar er en að minnihlustastjórnin geri sér ekki grein fyrir stöðu mála. Atvinnuleysi upp á 9% er háalvarlegt vndamál í þjóðfélaginu og hefur beint eða óbeint áhrif nærri því á hverja einustu fjölskyldu í landinu.

Geri menn sér grein fyrir vandanum þá vantar aðgerðir og grunnur að þeim verður ekki lagður með innihaldslausu orðagjálfri heldur beinskeyttum tillögum.

Vandamálið er knýjandi og lausnin þarf að vera fljótvirk. Héðan af mun núverandi minnihlutastjórn ekkert gera í málinu, hún er máttlaus og hugmyndasnauð. Verkefnið bíður næstu ríkisstjórnar. 

Og hvað á að gera? 

Raunar er það tvennt. hið fyrra lýtur að umhverfi atvinnurekstrar á landinu.

  1. Koma þarf efnahagsreikningi nýju bakanna í lag.
  2. Tryggja að atvinnureksturinn í landinu hafa aðgang að lánsfé í bönkunum.
Hið seinna lýtur að atvinnulífinu sjálfu.
  1. Stofnað verði eignarhaldsfélags á vegum ríkisins og einkaaðila með 12 milljarða eigin fé sem er aðeins hluti af því sem atvinnuleysibætur kosta ríkissjóð á hverju ári
  2. Eignarhaldsfélaginu verði heimilit að kaupa hlut í áhugaverðum fyrirtækjum sem sinna verðmætasköpun og hugsanlega útflutningi
  3. Grundvöllur kaupanna er að fyrirtæki leggi fram viðskiptaáætlun sem sýni með óyggjandi hætti framtíðarmöguleika þess og að það geti ráðið nýja starfsmenn til starfa.
  4. Kaupin eiga að vera skilyrt á þann veg að innan tiltekinns tíma, t.d. fjögurra ára, skulu aðrir eigendur kaupa hlut eignarhaldsfélagsins á markaðsverði.
Með réttri útfærslu er hægt að koma „startkapli“ til bjargar atvinnulífinu. Aðalatriðið er þó að fyrirtækin fá fé til knýjandi verkefna og ráða nýtt starfsfólk. Verðmætasköpunin er í fullan gang, fækka mun hratt á atvinnuleysisskrá og hliðaráhrifin munu verða afar mikil.
Auðvitað verður sagt að hér sé um einhvers konar ríkiskapítalisma að ræða. Aðrir munu halda því fram að hér sé verið að boða einhvers konar sósíalisma. Ég blæs á þannig tal. Ef stjórnvöld hafa ekki getu til að byggja upp atvinnulífið í landinu þá eru þau einfaldlega gagnslaus og við getur flutt austur á Jótlandsheiðar.
 

 


mbl.is Atvinnuleysi mest meðal ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Við fyrstu sýn þá hljómar þetta mjög vel. Byggir mikið á heiðarleika þeirra sem sjá um að lána þessa peninga en ef það er ágætlega fjölmenn nefnd af hæfu fólki þá gæti þetta gengið.  Málið er að virkja góðar frumlegar hugmyndir og kraft mikið fólk og þetta gæti virkað til þess.

Mofi, 17.4.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband