Aumingjaskapur Framsóknar

Fátt hefur verið gert í atvinnu- og efnhagasmálum frá því að minnihlutastjórnin tók við. Atvinnulausum hefur fjölgað um 6.000 manns og eru nú um 18.000. Stýrivextir eru 15,5% og hafa aðeins lækkað um 2,5% sem er tóm sýndarmennska. 

Hafi formaður Framsóknarflokksins gert sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið var og er gerði hann ekkert í því. Hann lét Samfylkinguna og Vinstri græna  leiða sig í bandi. Og núna finnst honum sæma að segja að Framsókn hafi ekkert getað gert í málunum þó hún hafi viljað.

Bölvaður aumingjaskapur er þetta. 


mbl.is Ræddu um að sprengja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Framsókn náði því þó fram að nú verður kosið.

Framsókn náði því fram að íhaldið er komið frá og það er verið að gera eitthvað örlítið, þótt ekki sé nóg að gert.

Framsókn hefur lært það að greinilega þarf að njörva allt niður á blað áður en Samfylkingu og Vinstri Grænum er veittur stuðningur.

Gestur Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jú, Davíð Oddsson var rekinn úr Seðlabankanum.

Hvað með það þó íhaldið sem komið frá þegar Framsókn, Samfylking og Vinstri grænir geta ekki tekið á atvinnuleysi, stýrivöxtum, gengislækkun ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 20.4.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Einmitt.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 20.4.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband