Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Eru ekki kosningar eru á næsta leyti?

Er það ekki rétt hjá mér að boðað hafi verið til kosninga þann 25. apríl næstkomandi? Jú, einmitt. Þá verður farið í þessa lýðræðislegu æfingu sem svo óskaplega mikið hefur verið talað um upp á síðkastið. Gæti ekki verið að þingmenn séu að komast í kosningaham?

Minnihlutaríkisstjórnin og fjöldinn allur af þingmönnum hafa verið uppblásnir af belgingi um lýðræðið. Beint lýðræði, óbeint lýðræði, tengslin við almenning, grasrótina osfrv.

Svo er allt annað uppi á tengingnum hjá þessu sama fólki þegar kemur að sjálfri framkvæmdinni, kosningum. Þá er allt í einu enginn tími til að iðka þetta sem allir tala svo mikið um. Enginn tími til að undirbúa kosningarnar og kynna framboðin.

Er málið kannski svipað og með efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík? Þau reyndust vera frátekin. Er einhver svipur með þessu og prófkjöri VG í Norvesturkjördæmi? Þar fékk enginn nema þingmaðurinn að líta í kjörskrána og auðvitað var hann endurkjörinn. Eða prófkjör VG um allt land, sárafáir tóku þátt. Dugar það?

Er lýðræðið þannig að látið sé duga að notast við skoðanakannanir Gallups og DV? Koma skoðanakannanir í staðinn fyrir kosningar?


mbl.is Þingmenn mæta illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert að marka svona sviðsetningu

Í ríkisstjórninni tala menn og tala eins og þeireigi lífið undan að leysa. Þeim dettur svo margt gáfulegt í hug. Hins vegar er ekki forgangsraðað heldur talað út í eitt.

Það er auðvitað ekkert nema leiksýning að halda að það skipti einhverju máli þótt reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum aþingismanna taki „þegar í stað gildi um ráðherra í ríkisstjórn“.

Flögrar það að einhverjum að í opnu þjóðfélagi komist ráðherrar upp með vafasama hluti eða að eitthvað í þeirra fari geri embættisverk þeirra vafasöm.

Þetta er bara leikrit, samið til að koma því inn hjá þjóðinni að minnihlutaríkisstjórnin sé svo rosalega mikið í önnum. Þversögnin er bara sú að ekkert gengur undan henni.


mbl.is Reglur gildi strax fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrakfarir neytenda í símamálum

Símafélögin eru eins og flugfélögin. Þau reyna hvað þau geta til að hafa verðskrárnar eins flóknar og mögulegt. Fyrir venjulegt fólk er vonlítið að gera vitrænan samanburð á milli félaganna.

Að sjálfsögðu á að gera kröfu til þess að símafélögin mæli sömu einingar og tilboðin frá þeim séu gegnsæ. Ekki að mælingar séu mismunandi eftir því hverskonar áskrift er um að ræða.

Ég hef til dæmis aldrei skilið símareikningana mína og hef þó alla tíð verið hjá Símanum með viðskiptin. Mörgum fer eins og mér, menn nenna ekki að skipta í sífellum um símafélag, Láta sig bara hafa það.

Fyrirtæki sem ég þekki vel skipti við Símann. Forsvarsmönnum þess blöskraði símareikningarnir og ákváðu að skipta yfir og semja við Vodafon. Þegar reynsla var komin á viðskiptin kom í ljós að ef eitthvað var þá voru símreikningarnar síst lægri hjá Vodafon.

Neytendur búa yfir ótal hrakfarasögum um símafyrirtækin. Gylliboðin standast sjaldnast. Markmið þeirra er fyrst og fremst að hámarka gróðan hverju sinni, skítt með okkur neytendur. Jafnvel skilvísir neytendur til fjölda ára fá engin hlunnindi. Í markaðsfræðinni þykja þetta eftirsóknarverðustu kúnnarnir og það sem meira er símafélögin vita kennitölu, nöfn og heimilisfang þeirra, jafnvel nánustu fjölskyldu og geta og hafa jafnvel kortlagt notkun þeirrra. Að engu nýtist þetta manni nema ef vera skyldi að maður nenni að stúdera verðskránna. Svarar það kostnaði?


mbl.is Umdeild áætlun Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi kemur sterkur inn í stjórnmálin

Það er engin „framsóknarlykt“ af tillögu Tryggva Þórs Herbertssonar um flata 20% niðurfellingu af skuldum heimila. Hugmyndi kom frá honum sjálfum í október á síðasta ári. Og nú er hann líklega á leiðinni á þing og getur barist þar fyrir málinu.

Framsóknarmenn hafa tekið upp tillögu Tryggva og gert hana að sinni. Það er fínt. Hins vegar hefur þeim ekki tekist sem skyldi að gera grein fyrir henni á sannfærandi hátt. Þetta er hins vegar svo mikilvægt mál að það skiptir engu hver „á það“. Aðalatriði er það hverjir eru tilbúnir í baráttuna. Samfylkingin og VG hafa hafnað þessari leið.

Grundvallaratriðið er þetta. Nýju bankarnir fengu verulegan afslátt af íbúðarlánunum frá því sem var í þeim gömlu. Tryggvi lætur í það skína að þeir hafi fengið 50% afslátt eða hátt í það. Gott og vel.

Ekkert er ókeypis. Hvað verður þá um 20% niðurfellinguna? Hver tapar?

Enginn tapar. Ríkissjóður hefur þegar veitt afslátt af íbúðalánunum í bönkunum nýju. Í upphafi var gert ráð fyrir því að þetta væru „vandamálalán“. Þess vegar voru lánin staðsett í nýju bönkunum með afslætti til að mæta fyrirsjáanlegum afföllum.

Hvað þýðir svo 20% afslátturinn? Hann þýðir það einfaldlega að þúsundir manna munu geta greitt húsnæðislánin. Hann þýðir það líka að. Og ennfremur verða miklu meiri líkur á því að bankarnir geti komið til móts við þá sem verst standa. Þarna verður til borð fyrir báru.

En hvað með þá sem ekki þurfa á aðstoð að halda? Tryggvi orðað það þannig að við getum ekki öll sokkið þó hætta sé á því að einn fái husganlega meira en annar.

Hins vegar er ekkert stórmál að búa svo um hnútanna að aðeins þeir sem þurfa á aðstoð að halda fái úrlausn vandans. Það er hins vegar örlítið tímafrekara verkefni.

Hvað er nú með stjórnmálmenn, eru þeir menn eða mús?


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskuleg ráðstöfun á tveimur milljörðum króna

Tveir milljaðar króna er há fjárhæð. Hún er jafnvel hærri en hún virðist í fljótu bragði því rökin fyrir stjórnlagaþingi eru í raun þau að Alþingi, löggjafarþingið, hefur ekki sinn stjórnlögunum sem skyldi.

Er það ekki ofrausn að taka þennan bikar af Alþingi og borga einhverjum öðrum fyrir verkið? Er Alþingi nokkuð ofgott til að leggja einfaldlega á sig nokkra vinnu til að unnt sé að endurvinna stjórnarskránna í skiljanlegt horf?

Alþingi er í sumarfríi á hverju ári í tvo eða þrjá mánuði. Getum við ekki samþykkt þá einföldu lausn að í ár fái Alþingi ekki frí heldur klári stjórnarskrármálið. Til viðbótar getur þingið komið saman föstudögum og laugardögum þangað til verkefnið er fullklárað. Sumarþingið verði stjórnlagaþing.

Og munum, engar aukagreiðslu fyrir þetta viðvik. Þingmenn eru bara eins og aðrir, lítið tilbúnir til að leggja á sig aukavinnu nema greiðslur komi til. Verði ekkert greitt aukalega fyrir þetta þá tekur verkið einfaldlega skemmri tíma.

Munum líka að á sextíu og fimm árum hefur heilmikil undirbúningsvinna verið unnin í stjórnarskrármálinu. Það er því ekki eins og málið sé nýtt á borðum þingmanna.

En fyrir alla muni, ekki bæta við útgjöldum á þessum síðustu og blönkustu tímum þjóðarinnar. Við megum ekki vera svo vitlaus að setja nýjan vinnuflokk í verkefn sem dregist hefur að annar kláraði. Tveir milljarðar króna í stjórnlagaþing er heimskulegasta ráðstöfun á fjármunum sem hugsast getur.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján sem formann Sjálfstæðisflokksins

Kristán Þór Júlíusson verður aftur oddviti Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi. Hann er margreyndur í sveitarstjórnum, verið forystumaður á Akureyri og Ísafirði og hefur áunnið sér mikið traust, ekki síst sem þingmaður undanfarin tæp tvö ár.

Það er kominn tími til að skora á Kristján að gefa kost á sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Ég er sannfærður um að hann fengi víðtækan stuðning, ekki aðeins á landsbyggðinni heldur einnig í þéttbýlinu á suðvesturlandi.

Kosturinn við Kristján er sá að hann er léttur og kátur maður, ekki með þessar þungu brúnir sem virðist vera einkenni svo margra stjórnmálamanna, sérstaklega af yngri kynslóðinni. Það hlýtur að vera kostur ef maðurinn breytist ekki við það eitt að losað sé um bindið eða það hreinlega hverfi. Margir karlar virðast einhvern veginn treyst á að trúverðugleikinn byggist á hvítri skyrtu, bindi og þungum brúnum. Það er mikill misskilningur. Hann byggir miklu frekar af því reynslu, þekkingu og orðspori sem af mönnum fer, m.a. í opinberum störfum. Ekki spillir það heldur fyrir ef menn sýna af og til að þeir hafi einhvern húmor. Mikilvægast er þó skilningur á þörfum almennings og stefnufesta og eldmóður.

Ég þekki Kristján lítið, en mér virðist sem hann sé sá maður sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi í formannsembættið. Hann þykist ekki meiri en hann er, heiðarlegur og blátt áfram.

Ég er tilbúinn til að leggja lóð mitt á vogarskálarnar fyrir mann á borð við Kristján.


mbl.is Kristján leiðir í NA-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiptir hin hraklega útreið í prófkjörinu engu?

Og þannig er þetta í svo ákaflega víða. Hugsjónir, stefna og samvinna víkur fyrir framagirni einstaklingsins. Gamli róttæklingurinn Karl V. Matthíasson telur líklega að flokkurinn hafi svikið sig en ekki öfugt.

Og svo skoppar hann til hægri. Hvers vegna?

Einfaldlega vegna þess að mannvalið er ekki nægilegt í Frjálslyndaflokkun. Þar vantar fólk. Flokkurinn er vita ónýtur, gjörsamlega stjórnlaus. Hann er einsmálefnis flokkur, byggir á andstöðu við kvótakerfið. Þar fær Karl þá virðingu sem hann á skilda.

Karl er greinilega einsmálefnis stjórnmálamaður og hann hleypur frá Samfylkingunni vegna þess „að skoðanir hans og hugsjónir um sjávarútvegsmál eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokkunum“.

Nei, nei. Hann fór ekki vegna hraklegrar útreiðar í prófkjöri Samfylkingarinnar. Algjör tilviljun að uppgötvun hans um eðli Samfylkingarinnar skarast við prófkjör hennar í Norðuvesturkjördæmi.


mbl.is Karl V. til liðs við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framkvæmdavaldið setur löggjafarvaldinu skilyrði

Skýtur nú anski skökku við. Var það ekki VG og fjöldi fólks úr Samfylkingunn sem hélt því fram að framkvæmdavaldið hefði undirokað löggjafarvaldið?

Nú ætlar ríkisstjórnin að setja löggjafarvaldinu skilyrði. Hún ætlar allra náðarsamlegast að segja löggjafarvaldinu hvaða lög það eigi að samþykkja áður en farið verði í Alþingiskosningar.

Skrýtið hvernig hlutirnir geta snúist.


mbl.is Rætt um þingstörfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu axtabætur eða stjórnlagaþing?

Tvö þúsund milljónir króna eru talsvert mikill peningur sem verja skal í vaxtabætur á árinu. Ekki skal hér dregið úr mikilvægi fjárveitingarinnar en samt er nauðsynlegt að setja hana í skiljanlegt samhengi.

Gerir fólk sér grein fyrir því að sá kostnaður sem talinn er muni falla á ríkissjóðs vegna stjórnlagaþings er eitt þúsund og fimm hundruð millljónir króna.

Hagsýna fjölskyldan þarf að velta hverjum pening fyrir sér og þess vegna er ekki furða þó spurt sé hvort útgjöld úr ríkissjóði séu öll jafn brýn.

Þurfum við hvort tveggja, hækkun vaxtabóta og stjórnlagaþing?

Er ekki staðan sú að hið dýra stjórnlagaþing sé óþarft? Þjóðin hefur löggjafarþing og ekki vorkenni ég þingmönnum að taka að sér verkefni stjórnlagaþings. Staðreyndin er nefnilega sú að löggjafarþing og stjórnlagaþing er eitt og hið sama Alþingið.

Samþykkjum vaxtabótahækkunina en höfnum tveimur löggjafaþingum.


mbl.is Hækkun vaxtabóta kostar tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögleg hallarbylting

Mjög ánægjulegt að Kristinn Örn Jóhannesson skuli hafa verið kjörinn formaður VR. Þekki manninn ekki neitt en hann sendi mér einu sinni tölvupóst og leist mér vel á það sem hann sagði og kaus hann.

Mér fannst afar mikilvægt að nýr formaður tæki við í VR sem hafinn yrði yfir allan vafa hvað varðar tengingu við Kaupþing. Fráfarandi formaður var ekki sannfærandi um verk sín í bankanum fyrir utan að maður áttaði sig alls ekki á því hvað maðurinn var að gera þar innan dyra.

Nú þarf Kristinn að standa fyrir sínu, bretta upp ermarnar og sýna hvers hann er megnugur. Líklegast ætti fyrsta verkefnið að vera það að taka duglega til hendinni innan Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Þó hér hafi verið gerð lögleg hallarbylting í VR er ástæða til að hvetja nýjan formann til að fara varlega, gera ekki um of róttækar breytingar heldur íhuga vel allar framkvæmdir.


mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband