Heimskuleg ráđstöfun á tveimur milljörđum króna

Tveir milljađar króna er há fjárhćđ. Hún er jafnvel hćrri en hún virđist í fljótu bragđi ţví rökin fyrir stjórnlagaţingi eru í raun ţau ađ Alţingi, löggjafarţingiđ, hefur ekki sinn stjórnlögunum sem skyldi.

Er ţađ ekki ofrausn ađ taka ţennan bikar af Alţingi og borga einhverjum öđrum fyrir verkiđ? Er Alţingi nokkuđ ofgott til ađ leggja einfaldlega á sig nokkra vinnu til ađ unnt sé ađ endurvinna stjórnarskránna í skiljanlegt horf?

Alţingi er í sumarfríi á hverju ári í tvo eđa ţrjá mánuđi. Getum viđ ekki samţykkt ţá einföldu lausn ađ í ár fái Alţingi ekki frí heldur klári stjórnarskrármáliđ. Til viđbótar getur ţingiđ komiđ saman föstudögum og laugardögum ţangađ til verkefniđ er fullklárađ. Sumarţingiđ verđi stjórnlagaţing.

Og munum, engar aukagreiđslu fyrir ţetta viđvik. Ţingmenn eru bara eins og ađrir, lítiđ tilbúnir til ađ leggja á sig aukavinnu nema greiđslur komi til. Verđi ekkert greitt aukalega fyrir ţetta ţá tekur verkiđ einfaldlega skemmri tíma.

Munum líka ađ á sextíu og fimm árum hefur heilmikil undirbúningsvinna veriđ unnin í stjórnarskrármálinu. Ţađ er ţví ekki eins og máliđ sé nýtt á borđum ţingmanna.

En fyrir alla muni, ekki bćta viđ útgjöldum á ţessum síđustu og blönkustu tímum ţjóđarinnar. Viđ megum ekki vera svo vitlaus ađ setja nýjan vinnuflokk í verkefn sem dregist hefur ađ annar klárađi. Tveir milljarđar króna í stjórnlagaţing er heimskulegasta ráđstöfun á fjármunum sem hugsast getur.


mbl.is Stjórnlagaţing kostar 1,7 til 2,1 milljarđa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband