Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Við þurfum nýja stjórnmálamenn - eldmóð

Framsóknarmaðurinn Magnús Stefánsson setur hér gott fordæmi sem stjórnmálamenn í öllum flokkum ættu að taka til eftirbreytni. Bankahrunið í haust markaði tímamót. Þörf er á því að þeir sem þá sátu á þingi eiga að hugsa sinn gang og helst hverfa sem flestir á braut.

Staðreyndin er sú að við þurfum nýtt fólk sem er tilbúið til að koma til starfa fyrir þjóðina, fólk með nýjar lausnir, óbundið af verkum þeirra sem fyrir voru.

Hér er því ekki haldið fram að núverandi þingmenn beri allir ábyrgð. Hins vegar gerðist þetta allt saman á þeirra vakt er þeir áttu að gæta fjöreggsins. Þess vegna þurfum við nýtt fólk, nýtt verklag, eldmóð sem dregur þjóðina upp úr foraði kreppunnar og getur endurvakið álit annarra þjóða á landi og þjóð.


mbl.is Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvennt vekur athygli við leppstjórnina

Það er tvennt sem vekur athygli í þessari frétt.

1. Þrátt fyrir að Gylfi Magnússon, hagfræðingur, eigi að vera viðskiptaráðherra í nýrri stjórn komast pólitíkusar upp með stjórnarsáttmála sem er óraunsær að mati annarra hagfræðingar. Líklegast hefur Gylfi ekki fengið að lesa stjórnarsáttmálann sem verður að teljast ávirðing á hann og pólitíkusanna.

2. Hér er um að ræða ríkisstjórn sem ætlað er að starfa í mjög skamman tíma og aukinheldur hefur ekki mörg úrræði til starfa síns eftir að þingi hefur verið slitið. Hvað er þá Framsóknar að skipta sér af stjórnarsáttmála sem af eðli máls er á á að vera innantómt hjal í ljósrauðum bjarma til að slá ryki í augu kjósenda í komandi kosningum? Nema þá að Framsókn hafi fattað og stundi nú skæruliðastarfsemi. Gæti það verið?

Fatta menn ekki tilganginn með þessari ríkisstjórn?

Hann er einfaldlega að vera forleikur sem á að telja fólki trú um að framhaldið verði yndislegt ... Jóhann er leppur Ingibjargar. Sú síðarnefnda mun ekki gefa kost á sér í næstu kosningum, hennar tími er kominn.

Tveir utanaðkomandi fræðimenn eru settir sem ráðherra. Það mun engin áhrif hafa vegna þess að þeirra tími er að óbreyttu einungis fram að næstu kosningum.

Vilji svo ólíklega til að Vinstri grænir og Samfylkingin nái meirihluta á Alþingi þá fá tveir fræðimenn sparkið og Framsóknarflokkurinn verður sendur beinustu leið í stjórnarandstöðu. 

Þessi ríkisstjórn er leppstjórn. Hin raunverulegi tilgangur er að búa í haginn fyrir raunverulegri vinstristjórn í kosningum. Ekki er ég alveg viss um að hægrisinnaðir kratar eða miðufólk séu sammála þessari leið. 


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með afbrigðum forspár maður

Þettur ekki hug að draga lengur neitt í efa sem Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar segir. Flest kemur fram. Hann skrifaði gegn síðustu ríkisstjórn og hún féll. Hann skrifaði með kosningum í vor og svo verður. Hann segir að ný ríkisstjórn taki við á morgun og ég trúi því. Hann hefur ekki skrifað lengi um inngöngu Íslands í ESB og þess vegna verður ekkert af því, - a.m.k. ekki í bili. Af þessu má sjá að Skúli Helgason er afar forspár maður.
mbl.is Ný ríkisstjórn á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömlu bankarnir eiga að heyra sögunni til

Það er afar brýnt að sameina alla ríkisbankana í einn. Tilgangurinn er öðru fremur að breyta, koma þeim skilaboðum út að nú skuli byrjað upp á nýtt. Út frá almannatengslum væri þetta afar mikilvægt og myndi auka traust almennings og atvinnulífs á íslenskum banka. Þessi banki ætti að vera almenningshlutafélag, til að byrja með í helmingseigu ríkisins en aðrir hlutir ættu að vera smáir.

Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir (Íslandsbanki) ættu að heyra sögunni til. Vera víti til varnaðar. Aðalstöðvar þessa nýja banka, Aðalbankans, ættu síðan að vera á landsbyggðinni - helst á Skagaströnd. Skilaboðin eiga að vera þau að landið allt skiptir máli, ekki bara höfuðborgarsvæðið.

Því til viðbótar ætti að leggja áherslu á að finna útlendan banka sem væri tilbúinn til að hefja starfsemi hér á landi og veita þeim íslenska verðuga samkeppni.


mbl.is Sameining ríkisbanka verið rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olli bregst við gömlu fréttum

Hin pólitíska staða breytist hratt. Væri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar enn við völd og hugað líf þætti þessi frétt vera gríðarleg pressa á Sjálfstæðisflokkinn. Enginn ræðir þetta núna.

Forystumenn Samfylkingarinnar sögðu fyrir áramót efnislega á þá leið að ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins myndi ekki samþykka aðildarviðræður við ESB þá væri stjóranrsamstarfinu sjálfhætt.

Engin krafa virðist nú vera á Vinstri græna um sama efni.

Bendir það ekki eindregið til þess að Samfylkingin sé stefnulaus flokkur sem láti dægurmálin stjórna sér?

Og aumingja Olli vinur okkar Rehn bregst núna við tveggja vikna gömlum fréttum. Líklegast er það bara á Íslandi að vika sé langur tími í pólitík. örendið endist fæstum flokkum nema til annars en að tóra, stefna til framtíðar er fæstum að skapi vegna þess að einhverjir anarkistar eða krakkar í VG gætu átt það til að lemja saman pottum og pönnum.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar ferðamönnum fjölgar er sparað í landkynningu

Fjölgun ferðamanna er árangur ágætrar vinnu fjölmargra aðila, Icelandair, Ferðamálastofu og fleiri. Nú bregður svo við að þegar svona fréttir berast þá hefur Ferðamálastofa ákveðið að leggja niður skrifstofur sínar í Kaupmannahöfn og Frankfurt.

Auðvitað þarf að spara núna á þessum síðustu og verstu ...

Einhvern tímann var það haft eftir hinu stóra Kókakóla að þegar vel gengi væri mikilvægt að auglýsa en þegar illa gengi væri hins vegar brýnt að auglýsa. Kannski er þetta skýringin á velgengni fyrirtækisins.

Þetta flaug svona í gegnum hugann þegar ég las fréttina um hálfa milljón útlenda ferðamenn hér á landi. Ég man eftir því þegar ég gaf út tímaritið Áfangar fyrir margt löngu - líklega rúmum tuttugu árum, að ég skrifaði um fjölda útlenda ferðamenn á Íslandi. Ég taldi ólíklegt að fjöldi þeirra yrði meiri en eitt hundrað þúsund. Tíminn hefur leitt í ljós að ég hafði rangt fyrir mér.

Fjölgun útlendra ferðamanna er verðmætasköpun. Hugsanlega getur þeim nú fækkað vegna hallæris af völdum misvirtra embættismanna. Út frá markaðslegum forsendum getur verið afar seinlegt að ná aftur upp dampi þegar viðskiptavinum fækkar á annað borð. Ég er ansi hræddur um að ferðamálastjóri og ráðherra ferðamála þurfi að endurskoða þennan sparnað nema því aðeins að þeir hafi einhver spil uppi í erminni sem við almenningur vitum ekki um.


mbl.is Yfir hálf milljón útlendinga til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvalræði hvalamálsins er víðtækara en flesta grunar

Áhrif hinnar dæmalausu ákvörðunar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að veita leyfi til hvalveiða virðist ætla að setj nokkurt strik í reikninginn við stjórnarmyndunina.

Á þessu má glögglega sjá hversu tæpt minnihlutastjórn stendur þegar hún þarf að bera hvert einsta smáatriði undir þá sem veita henni skjól. Slíkt gengur alls ekki samanborið við þá meirihlutastjórn sem var með tíu þingsæta meirihluta.

Það er greinilegt að hvorki Frjálslyndir né Framsókn munu samþykkja að leyfi til hvalveiða verði dregin til baka. Líklega þarf VG að kyngja þessu rétt eins og Samfylking þarf að kyngja ESB málinu.

Svo það séu nú á hreinu þá er ég algjörlega á móti hvalveiðum. Tel að ákvörðunin muni hafa gríðarleg áhrif erlendis og valda okkur miklum búsifjum svo ekki sé talað um álitshnekki. Hins vegar get ég alveg skemmt mér yfir skammtímaáhrifum ákvörðunarinnar á leikritið um stjórnarmyndunina.


mbl.is Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðingar götunnar

Mikil er ábyrgð Davíðs. Líklega tekja hagfræðingar götunnar hann bera ábyrgð á hruninu í Bretlandi, Grikklandi og kannski restina af Evrópu.

Málið er að flestir gleyma því í þeim hriklalega efnahagsvanda á Íslandi að hann er víðast gríðarlega mikill og bætti gráu ofan á svart hér á landi.


mbl.is Næsta hrun í Bretlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir hræðast landfund Sjálfstæðisflokksins

Þetta er alveg hárrétt hjá Ástu Möller. Vinstri grænir eru alls ekki neinir vitleysingar. Þeir vita að þeim stafar einna helst ógn af því að Sjálfstæðismenn nái vopnum sínum og geti byrjað að berja á þeim fyrir kosningar.

Þegar hefur komið fram að ástæðan fyrir tillögu VG um kosningar fyrir páska er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokknum nýtist landsfundurinn. Þeir vilja ekki heldur að í ljós komi að sú stefna sem síðasta ríkisstjórn markaði mun skila árangri. Það vinnur svo gegn Vinstri grænum að minnihlutastjórnin er verður að mestu leyti starfsstjórn og án þingsins mun hún engu koma í verk.

Svo kemur væntanlega í ljós að „mótmælendaframboðin“ munu án efa kroppa fylgið af vinstri flokkunum.

VG má hins vegar leggja til kosningar í febrúar ef þeir vilja. Sjálfstæðisflokkurinn er sveigjanlegur flokkur og getur haldið landsfundinn hvenær sem er.


mbl.is Ásta: VG hræðist að grasrótin leiti annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ferðamálaráðherrann heldur sig víðs fjarri

Það er hreint ótrúlegt að á þeim tíma sem hvað mestur gangur virðist vera í ferðaþjónustunni hér á landi skuli Ferðamálstofa loka skrifstofum sínum erlendis. Eflaust má fóðra þessa aðgerð með því að vísa til sparnaðar eða þá að nota skuli þetta fé til kynningarmála. Hér er engu að síður um kláran niðurskurð að ræða og hann á eftir að bitna á ferðaþjónustunni hér heima.

Össur Skarphéðinsson hefur verið ferðamálaráðherra undanfarin misseri. Hann hefur farið mikinn, talað eins og einvaldur, alltaf í fyrstu persónu eintöku, aldrei í fleirtölu. Ég hef gert þetta og ég hef gert hitt og ferðaþjónustan stendur vel að vígi og svo framvegis.

Nú bregður svo við að ekkert heyrist í ferðamálaráðherranum. Hann er eins og margir embættismenn, vill vera boðberi góðra frétta en þegar harðnar á dalnum mega fréttirnar leka út í gegnum erlenda fjölmiðla. Þannig ná menn líklega árangri í stjórnmálum,- vera ávallt fjarri þegar yddar á slæmu fréttirnar.

Eflaust mun kallinn svo mæta á næstu fundi ferðaþjónustunnar og mæra atvinnugreinina og sjálfan sig eins og ekkert hafi í skorist. Hann treystir á að við gleymum svo glatt. Kannski er það rétt.


mbl.is Skrifstofum Ferðamálastofu lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband