Tvennt vekur athygli við leppstjórnina

Það er tvennt sem vekur athygli í þessari frétt.

1. Þrátt fyrir að Gylfi Magnússon, hagfræðingur, eigi að vera viðskiptaráðherra í nýrri stjórn komast pólitíkusar upp með stjórnarsáttmála sem er óraunsær að mati annarra hagfræðingar. Líklegast hefur Gylfi ekki fengið að lesa stjórnarsáttmálann sem verður að teljast ávirðing á hann og pólitíkusanna.

2. Hér er um að ræða ríkisstjórn sem ætlað er að starfa í mjög skamman tíma og aukinheldur hefur ekki mörg úrræði til starfa síns eftir að þingi hefur verið slitið. Hvað er þá Framsóknar að skipta sér af stjórnarsáttmála sem af eðli máls er á á að vera innantómt hjal í ljósrauðum bjarma til að slá ryki í augu kjósenda í komandi kosningum? Nema þá að Framsókn hafi fattað og stundi nú skæruliðastarfsemi. Gæti það verið?

Fatta menn ekki tilganginn með þessari ríkisstjórn?

Hann er einfaldlega að vera forleikur sem á að telja fólki trú um að framhaldið verði yndislegt ... Jóhann er leppur Ingibjargar. Sú síðarnefnda mun ekki gefa kost á sér í næstu kosningum, hennar tími er kominn.

Tveir utanaðkomandi fræðimenn eru settir sem ráðherra. Það mun engin áhrif hafa vegna þess að þeirra tími er að óbreyttu einungis fram að næstu kosningum.

Vilji svo ólíklega til að Vinstri grænir og Samfylkingin nái meirihluta á Alþingi þá fá tveir fræðimenn sparkið og Framsóknarflokkurinn verður sendur beinustu leið í stjórnarandstöðu. 

Þessi ríkisstjórn er leppstjórn. Hin raunverulegi tilgangur er að búa í haginn fyrir raunverulegri vinstristjórn í kosningum. Ekki er ég alveg viss um að hægrisinnaðir kratar eða miðufólk séu sammála þessari leið. 


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband