Gömlu bankarnir eiga að heyra sögunni til

Það er afar brýnt að sameina alla ríkisbankana í einn. Tilgangurinn er öðru fremur að breyta, koma þeim skilaboðum út að nú skuli byrjað upp á nýtt. Út frá almannatengslum væri þetta afar mikilvægt og myndi auka traust almennings og atvinnulífs á íslenskum banka. Þessi banki ætti að vera almenningshlutafélag, til að byrja með í helmingseigu ríkisins en aðrir hlutir ættu að vera smáir.

Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir (Íslandsbanki) ættu að heyra sögunni til. Vera víti til varnaðar. Aðalstöðvar þessa nýja banka, Aðalbankans, ættu síðan að vera á landsbyggðinni - helst á Skagaströnd. Skilaboðin eiga að vera þau að landið allt skiptir máli, ekki bara höfuðborgarsvæðið.

Því til viðbótar ætti að leggja áherslu á að finna útlendan banka sem væri tilbúinn til að hefja starfsemi hér á landi og veita þeim íslenska verðuga samkeppni.


mbl.is Sameining ríkisbanka verið rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er gríðarlega mikilvægt að slátra ekki þeirri litlu samkeppni sem þó hefur verið á íslenskum bankamarkaði.  Það verður alveg örugglega ekki viðskiptavinum til góðs ef allir bankarnir verða sameinaðir í einn.

Ég er hins vegar sammála þér í því að æskilegt væri að ábyrgir erlendir aðilar komi að bankarekstri á Íslandi og ég væri næstum því tilbúinn að gefa þeim Glitni til þess að svo yrði.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 14:21

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka fyrir innleggið, nafni. Hins vegar sé ekki vott af samkeppni milli bankanna, þeir eru sem einn og eigandinn er einn. Líklega best að taka skrefið. aðalatriði í þessu sambndi er að slíta tengslin við spillta fortíð.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.1.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Takk sömuleiðis.

Núverandi ástand er tímabundið og ég held að starfsmenn innan bankanna upplifi sig í samkeppni hver við annan.  Þannig á það að vera því annars mun þjónusta bankanna við viðskiptavini sína versna til muna.

Á næstu árum verður síðan farið í að einkavæða þá aftur.  Þá megi ekki verða færri en þrír bankar á markaðnum auk sparisjóðanna.  Slíkt yrði viðskiptavinum klárlega ekki til framdráttar.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 30.1.2009 kl. 16:01

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Getur verið að það sé rétt að starsmenn bankanna upplifi banakana í samkeppnisumhverfi. Held að neytendur geri það ekki.

Ég held að það veði í framtíðinni hávær krafa um ríkisbanka, svona til vonar og vara. Get vel skilið þá kröfu. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að markaðurinn þyrfti að ráða tölu fjármálastofnana.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.1.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband